Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 75

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 75
JÖKULHLAUPAANNÁLL 1984-1988 Oddur Sigurðsson, Ámi Snorrason og Snorri Zóphóníasson Orkustofnun, Grensásvegi 9,108 Reykjavík INNGANGUR í 20. árgangi Jökuls birtist annáll jökulhlaupa eftir Sigurjón Rist, vatnamælingamann, og Sigurð Þórar- msson. Síðan hefur komið nokkuð reglulega yfirlit helstu jökulhlaupa á landinu í Jökli (árg. 23, 26, 31 °g 34) skráð af Sigurjóni. Ærin ástæða er til að halda slíkum fróðleik til haga þar sem jökulhlaup eru oft stórkostlegir atburðir sem hafa veruleg áhrif á mót- un landsins, hvort heldur þeim fylgja eldgos eða ekki. Jökulhlaup veita fram verulegum hluta ársrennslis fall- vatna. Nær það í sumum tilvikumþriðjungi af heildar- rennsli ánna yfir árið og miðlast jafnvel milli ára. Þetta er nauðsynlegt að hafa skjalfest, þar sem áætlað er að virkja vatnsafl. Mannslíf kunna að vera í hættu þegar Jökulhlaup eru annars vegar, og víða liggja mannvirki undir skemmdum þegar jökulár hlaupa. Vegir hafa teppst og fólk orðið strandaglópar jafnvel í stórum hópum. Fræðileg þekking og reynsla af jökulhlaupum er ekki meiri annars staðar í heiminum en hérlendis °g nægir að nefna nýútkomið rit Helga Bjömssonar (1988) sem fjallar m.a. um þetta efni. Enda eru jök- ulhlaup ekki annars staðar jafn tíðir atburðir og jafn nátengdir daglegu lífi manna og hér á landi. Er það ekki síst vegna jarðhita og eldgosa sem eru hér í bland við ísinn meira en í öðrum löndum. Síðast en ekki Slst eru aðstæður hér til rannsókna á jökulhlaupum serstaklega góðar vegna þess að skráð gögn úr vatns- hæðarsíritum eru til í stórum stíl og við getum kennt umheiminum mikið um þessi sérstæðu fyrirbrigði. Skal nú getið þeirra jökulhlaupa á árunum 1984- 1988 sem við höfum orðið áskynja. HOFSJÖKULL LÓN OFAN HJARTARFELLS; FREMRI-M ÚLAKVÍSL Á jöklamælingaeyðublaði fyrir Múlajökul V frá 19.9. 1987 segir Leifur Jónsson frá menjum eftir gíf- urlegt vatnsflóð niður með Hjartafelli að austan. Hann telur það stafa frá jökullóni sem sást ofan við fell- ið 27.9. 1986. Þessa hlaups hefur ekki orðið vart á vatnshæðarsíritum í Þjórsá. MÝRDALSJÖKULL ÓÞEKKT LÓN EÐA JARÐHITl UNDIR MERKUR- JÖKLI; FREMRI-EMSTRUÁ í júnílok 1984komhlaup í Fremri-(Syðri-)Emstruá og náði hámarki 1. júlí. Því fylgdi fýla og nokkrir vatnavextir í Markarfljóti (DV 3. júlí 1984). Hinn 1. september 1986 frétti Helgi Bjömsson af hlaupi í Fremri-Emstmá. Hann fór á staðinn 11. sama mánaðar og skoðaði verksummerki. Hafði greinilega hlaupið undan Entujökli þar sem jökulkvísl fellur und- an honum suðvestast. Brennisteinsfýlu lagði af ánni og mikill korgur var í henni og jakaburður. Um stærð hlaupsins er lítið vitað en um það leyti sást lægð í jökulinn þar upp af án þess að teljandi sprungur væru þar umhverfis. Ólafur Kjartansson bóndi í Eyvindar- holti í V.-Eyjafjallahreppi telur auk heldur að hlaupin í Markarfljóti hafi verið tvö á tveim vikum í ágúst (Þjóðviljinn, 4. sept. 1986). Hinn 25. ágúst 1988 kom mikið hlaup í Fremri- (Syðri-)Emstruá (sjá Höskuldur Jónsson 1988). Þá tók af göngubrú Ferðafélags Islands sem byggð var 1978. Af því má ráða að hér var á ferðinni langmesta hlaup í ánni síðan 1978. JÖKULL, No. 42, 1992 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.