Jökull - 01.12.1992, Síða 75
JÖKULHLAUPAANNÁLL 1984-1988
Oddur Sigurðsson, Ámi Snorrason og Snorri Zóphóníasson
Orkustofnun, Grensásvegi 9,108 Reykjavík
INNGANGUR
í 20. árgangi Jökuls birtist annáll jökulhlaupa eftir
Sigurjón Rist, vatnamælingamann, og Sigurð Þórar-
msson. Síðan hefur komið nokkuð reglulega yfirlit
helstu jökulhlaupa á landinu í Jökli (árg. 23, 26, 31
°g 34) skráð af Sigurjóni. Ærin ástæða er til að halda
slíkum fróðleik til haga þar sem jökulhlaup eru oft
stórkostlegir atburðir sem hafa veruleg áhrif á mót-
un landsins, hvort heldur þeim fylgja eldgos eða ekki.
Jökulhlaup veita fram verulegum hluta ársrennslis fall-
vatna. Nær það í sumum tilvikumþriðjungi af heildar-
rennsli ánna yfir árið og miðlast jafnvel milli ára. Þetta
er nauðsynlegt að hafa skjalfest, þar sem áætlað er að
virkja vatnsafl. Mannslíf kunna að vera í hættu þegar
Jökulhlaup eru annars vegar, og víða liggja mannvirki
undir skemmdum þegar jökulár hlaupa. Vegir hafa
teppst og fólk orðið strandaglópar jafnvel í stórum
hópum.
Fræðileg þekking og reynsla af jökulhlaupum er
ekki meiri annars staðar í heiminum en hérlendis
°g nægir að nefna nýútkomið rit Helga Bjömssonar
(1988) sem fjallar m.a. um þetta efni. Enda eru jök-
ulhlaup ekki annars staðar jafn tíðir atburðir og jafn
nátengdir daglegu lífi manna og hér á landi. Er það
ekki síst vegna jarðhita og eldgosa sem eru hér í bland
við ísinn meira en í öðrum löndum. Síðast en ekki
Slst eru aðstæður hér til rannsókna á jökulhlaupum
serstaklega góðar vegna þess að skráð gögn úr vatns-
hæðarsíritum eru til í stórum stíl og við getum kennt
umheiminum mikið um þessi sérstæðu fyrirbrigði.
Skal nú getið þeirra jökulhlaupa á árunum 1984-
1988 sem við höfum orðið áskynja.
HOFSJÖKULL
LÓN OFAN HJARTARFELLS;
FREMRI-M ÚLAKVÍSL
Á jöklamælingaeyðublaði fyrir Múlajökul V frá
19.9. 1987 segir Leifur Jónsson frá menjum eftir gíf-
urlegt vatnsflóð niður með Hjartafelli að austan. Hann
telur það stafa frá jökullóni sem sást ofan við fell-
ið 27.9. 1986. Þessa hlaups hefur ekki orðið vart á
vatnshæðarsíritum í Þjórsá.
MÝRDALSJÖKULL
ÓÞEKKT LÓN EÐA JARÐHITl UNDIR MERKUR-
JÖKLI; FREMRI-EMSTRUÁ
í júnílok 1984komhlaup í Fremri-(Syðri-)Emstruá
og náði hámarki 1. júlí. Því fylgdi fýla og nokkrir
vatnavextir í Markarfljóti (DV 3. júlí 1984).
Hinn 1. september 1986 frétti Helgi Bjömsson af
hlaupi í Fremri-Emstmá. Hann fór á staðinn 11. sama
mánaðar og skoðaði verksummerki. Hafði greinilega
hlaupið undan Entujökli þar sem jökulkvísl fellur und-
an honum suðvestast. Brennisteinsfýlu lagði af ánni
og mikill korgur var í henni og jakaburður. Um stærð
hlaupsins er lítið vitað en um það leyti sást lægð í
jökulinn þar upp af án þess að teljandi sprungur væru
þar umhverfis. Ólafur Kjartansson bóndi í Eyvindar-
holti í V.-Eyjafjallahreppi telur auk heldur að hlaupin
í Markarfljóti hafi verið tvö á tveim vikum í ágúst
(Þjóðviljinn, 4. sept. 1986).
Hinn 25. ágúst 1988 kom mikið hlaup í Fremri-
(Syðri-)Emstruá (sjá Höskuldur Jónsson 1988). Þá
tók af göngubrú Ferðafélags Islands sem byggð var
1978. Af því má ráða að hér var á ferðinni langmesta
hlaup í ánni síðan 1978.
JÖKULL, No. 42, 1992 73