Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 93

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 93
urenda Rjúpnafells og meginhluti hennar farið austan við það (í Hólmsá), en nokkuð til útsuðurs og sam- einazt hinni kvíslinni, er fór hinu megin ölduhryggj- arins. Sú kvísl hefir svo farið um Loðinsvíkur og Lágasand, sem er skammt fyrir austan Hafursey (og vestan Loðinsvíkur). Hefir eystri kvíslin verið afskap- lega mikil, því að aldan framan við farveginn virtist myndu vera 15-20 metra á hæð, og breidd hans (að Sandfelli) á að gizka 2-3 kílómetrar (2000-3000 metr- ar), en hlaupið sýnilega soðið á öldubarminum og gengið langt upp í brekkur Sandfells. Um vestari kvíslina varð síður áætlað nokkuð með vissu, því að hún hefur flæmst víðar. Var nú klukkan langt gengin 10 og þótti ekki seinna vænna, að ráðatil uppgöngu ájökulinn. Héldum svo af stað þrír saman með nokkuð af nestinu og svo sem tvo pela af kaffi hver; hefði sá drykkjarforði enzt skammt, ef ekki hefði reynzt gnótt vatns víðs vegar um jökul- inn; var það ýmist blátært vatn í jökulbollum - sann- ur goðadrykkur-, eða smá lænur í jökulskorningum °g sandlautum. Broddstangir höfðum við, en mann- brodda gerðist ekki þörf; snjóaugu höfðum við og meðferðis, handfæri o. fl. Lögðum við þar upp á jök- ulinn, sem Leirá hefir upptök sín; kemur hún að mestu undan jöklinum, en rann þó öðru hvoru ofan á, að neð- anverðu; hvarf svo, er ofar dró. Gengum við ýmist eftir jökulskorningunum, ef þeir voru grunnir og fláir, eða þá eftir hryggjunum á milli þeirra. En er ofar kom í skriðjökulinn, urðu sprungumar að hyldýpis gjám, er engum var fært yfir, nema fuglinum fljúgandi; héldum við okkur þá auðvitað á bríkunum, er oftast lágu í þá stefnu, er við kusum - til útsuðurs. Var færðin góð og brattinn ekki ýkjamikill, en allt kafið sandi. Reyndist jafnfallið af siginni sandöskunni 1/2 meter á þykkt, og óð óvíða niður úr. Að aflíðanda hádegi vorum við komnir upp skrið- Jökulinn og lágjökulinn, fast að klettabeltum nokkur- um, er fram koma á háhnúknum (nyðra) neðanverðum; gengum þar upp fannbungu á milli hamranna, og var þá mestöll aska horfin. Nokkuru ofar var nýfallinn snjór, en aðeins föl, er gerði enn mýkra undir fót. Vorum við komnir upp á háhnúkinn eftir stundar göngu frá lág- Jöklinum. Gerðist nú útsýnið svipmikið, og var sýni nbgott; sá vel í austur og suður, Skaftártunguafrétt og Síðumanna- og á sjó út, en Öræfajökull sást óglöggt í blíðviðrismóðu í sjóndeildarhringnum. Þama uppi var lofthitinn 2 stig á Celsius, en á lágjöklinum 5-6 stig, neðan undir 10 og í byggð 15 um líkt leyti. Logn mátti kalla og slikjuþykkni á lofti en sá þó vel til sólar og þokulaust með öllu fram að þessu og bezta jökulveð- ur. Snjóbirta ekki mikil. Settumst nú að snæðingi og kældum kaffið með ís; var það dýrindis svaladrykk- ur. Af þessum hnúk þótti okkur einna tiltækilegast að svipast um eftir gosstöðvunum, þó að raunar megi ganga að þeim nokkum veginn vísum; en þarna varð bezt fengið glöggt yfirlit yfir það svæði og hentugra að ákveða þaðan frekari ferðaáætlun. (Hnúkurinn sem talaðer um, mun veraEystri-Kötlukollur, innsk. ritstj.). Þó var þetta talsverður leiðarauki. Er þessi jökul- hnúkur í landnorður (tæplega hánorður) af hinum, sem er Mýrdalsmegin, og miklu meiri og breiðari og mætti fremur kallast bunga en hnúkur. (Höfundur lýsir hér Háubungu). Eru þessir hnúkar hæstir til að sjá allsstað- ar þar sem sér til jökulsinsúr byggð (1600-1700 metr- ar). A milli þessara háhnúka mun fjarlægðin eitthvað á aðra mílu (danska), og er þar nú slakki mikill í jök- ulinn, er mun álíka langur á hinn veginn (frá útnorðri til landsuðurs). Er þetta djúpur dalur, þakinn jökli, og jökulhnúkamireins og allhá fjöll í kring, með hamra- beltum í miðjum „hlíðum.“ I þessum dal er Katla. Þar hefir hún hamazt um margar aldir og grandað góðu og fögru landi, týnt mönnum og málleysingjum og gert nærsveitunum ýmsar skráveifur. Þama var því að leita gígsins forna2 og nýja, og héldum við ofan í útnorður- botn slakkans, í nokkum veginn beinni stefnu á milli hnúka. Komum þar um nónbil, og höfðum þá verið eina stund ofan af háhnúk, oft á harðastökki. Þóttumst nú standa fyrir dyrum Kötlu, því að umgangur allur var heldur stórþrifalegur, og myndi sú ekki smáfríð, er híbýlum réði. I þessum botni komu jökulgjár ofan slakkann úr ýmsum áttum; ein úr norðanátt, og var sú mest; allvíð var hún (um 40 m), og rann kolmórautt vatn eftir henni á sléttum sandi, er jökull hefir tæpast verið undir, en ofan í gjána varð eigi komizt. Vatnið var ekki mikið og hvarf von bráðar undir jökulinn, er gjána þraut; kemur að líkindum fram í Sandvatnið (vestan Hafurseyjar) að lokum. Allsstaðar reyndist vatnið á jöklinum kalt, þar sem til varð náð. Gjá þessi var mis- djúp nokkuð, en á að gizka svo sem 20-25 metra; á 2Þ.e. eftir Sturluhlaup (1311). JÖKULL, No. 42, 1992 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.