Jökull


Jökull - 01.12.1992, Síða 95

Jökull - 01.12.1992, Síða 95
hann sér til afþreyingar, og eftir umtali um morgun- inn, hlaðið vörðu uppi á efsta hnúk öldunnar, þar sem hlaupið hafði áður beljað allt í kring og bulið á. Lét- um þar ofan í vörðukollinn flösku með skrifi nokkuru um ferðalagið, sem komið var. Neyttum nú náttverðar allir saman, og þótti förin hafa gengið að óskum, enda var þetta bezti dagurinn um langan tíma, því að eftir á gerði deyfutíð og varð veður oftar þungbúið úr því. Var nú klukkan orðin 8, og hálfri stundu síðar stig- um við á bak hestum okkar og héldum heimleiðis; tóku þeir nú betur förin sín aftur, og komumst við að Hrífunesi klukkan 11, í aldimmu. Vorum þá búnir að vera 17klukkustundirfrábæjum. Skildum þar við Jón bónda og héldum áfram heim; var þá rekið að birta af norðurljósum, en tungls gætti eigi. Það er tvímælalaust, að slakki sá eða dalur, sem um var getið áður og á stóru svæði gengur í jökulinn á milli hæstu hnúkanna, er Katla; í honum, þ.e. undir honum niðri, eru eldsumbrotin og þar virðist einnig vatnið safnast fyrir, er svo brýzt fram í hlaupi, er fylling tímans er komin. En hitt er ekki unnt að ákveða með neinni vissu, hvar gígsins er þar að leita, þó að líkur séu meiri á einum stað en öðrum. Ovíst að hann hafi verið al veg á sama stað í hverju gosi eftir Sturluhlaup (1311) eða 6. Kötlugos. Áður var hann vestar í jöklinum.7 Og nú í síðasta gosi sáust víða tveir reykjarmekkir í senn með talsverðu millibili, stundum jafnvel fleiri, en alltaf í þessum slakka. Eru gljúfur þau og gjár, er nefnd voru, aðeins sýningur einn, og þó lítilfjörlegur af þeim býsnum, er þar hafa fram farið í gosinu; það eru örlitlar leifar þeirra ógnarumbrota, er þá urðu. Er þetta allt nú smáleitt orðið, hjá því sem áður var, á meðan á ósköpunum stóð. Það fullyrða ýmsir skilríkir menn, að fyrir gosið hafi jökullinn á milli hnúkanna verið orðinn því sem , 7Sjá rit Markúsar Loftssonar í Hjörleifshöfða Um jarðelda á Llandi, bls. 9, 8-9. næst jafnhár þeim til að sjá, einmitt þar sem nú er dalur sá hinn mikli, og hafi hann verið að smáhækka í mörg undanfarin ár. Og það er alveg víst, að miklu er þar nú lægra eftir gosið en áður var. Er það gamalla manna mál, að Kötlu sé von, er svo er komið - eða jafnvel fyrr. Svo sagði og síðastliðið sumar (1918) Sigurð- ur Loftsson í Hjörleifshöfða, bróðir Markúsar heitins bónda þar, þess er Eldritið samdi og Kötlugosunum hefir lýst, að nú mætti búast við Kötlu um haustið, og myndi hann þá eiga skammt eftir ólifað. Lifði Sig- urður það, að sjá spá sína rætast, en á áliðnum vetri andaðist hann, kominn á níræðisaldur. Enn telja menn það til marks um það, að gosið hafi verið í vændum, að Múlakvísl var svo að segja þurr allt sumarið, og hefir þá vatnið verið farið að safnast fyrir í jöklinum. Og loks má geta þess, að óvenjumikil jökulfýla fannst á austurhluta Mýrdalssands, er á leið sumarið, bæði austan Loðinsvíkna og vestan; senni- lega líka vestan Hafurseyjar. En þó hefir fáa í alvöru órað fyrir atburðunum, er urðu hinn 12. Október 1918 - og að „voðalegar vikurþrjár varði plágan dimm.“ Því um undraverðara er það líka, að svo skyldi atvikast, að enginn maður týndi lífi og tiltölulega fáar skepn- ur. Voru þó þenna dag afréttarmenn úr Álftaveri með fjárrekstur ofan Sandinn og komust nauðulega undan. Skall hlaupið á hæla þeim og ferðamönnum úr Skaft- ártungu, er vestur komust til Víkur. Var og þetta um þær mundir, að auk þessa hefði fastlega mátt gera ráð fyrir, að á Mýrdalssandi væru einmitt þenna dag tugir manna og hundruð eða þúsundir fjár, vegna slátrunar í Vík - en þá vildi svo til að beðið var eftir tunnum til slátrunarinnar úr Reykjavík. Er ekki annað líkara en að allt hefði það farizt í hlaupinu - „og er fátt svo illt, að einugi dugi.“ JÖKULL,No. 42, 1992 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.