Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 97

Jökull - 01.12.1992, Page 97
TÓLFTIOKTÓBER NÍTJÁN HUNDRUÐ OG ÁTJÁN Eyjólfur Guðmundsson Hjallabraut 33, Hafnarfirði Mér er þessi dagur afar minnistæður, sé hann fyrir mér eins og hann hafi liðið hjá í gær. Ég átti þá heima hjá foreldrum mínum, sem bjuggu að Neðri-Brekkum í Mýrdal. Fjórbýlt var á Brekknatorfunni og gengu býlin undir nöfnunum; Efri-, Mið- og Neðri-Brekkur. Stutt var á milli bæja, allt frá nokkrum metrum upp í tvö til þrjú hundruð metra. A þessum árum man ég eftir þrem strákum á Brekknabæjunum, á mismunandi aldri, frá 8 til 14 ára, að mig minnir. Lékum við okkur oft saman, en leikir okkar voru í flestum tilfellum stælingar á störfum full- orðna fólksins. Einn vinsælasti leikurinn, þegar veður leyfði, var að síga í bjarg. Til þess þurftum við sig- band. Var þá ekki í annað hús að venda en komast yfir feipi á einhverjum bænum. Það var hins vegar ekki vel séð, því að þau urðu oft illa útleikin, óhrein og særð. Samviskan var því ekki alltaf sem best, þegar búið var að komast yfir reipi og farið austur í Kerlingagil, að æfa áræði okkar og leikni í fjallamennskunni. Ég var yngstur þessara pörupilta og varð því að sætta mig við fyrirmæli leikfélaga minna, ef ég vildi njóta þess að þeir tækju mig með, enda ekki sérlega óljúft. Hins Vegar hafði ég það tromp á hendinni að vera þeirra léttastur og nógu vitlaus til þess að taka að mér það, sem þeir vildu losna við. Ég fann ekki til hræðslu og því oftast látinn síga. Það fannst mér mikil upphefð. Þennan dag var bæði fagurt og milt haustveður. Jörðin skartaði sínum fegurstu haustlitum, túnin fag- nrgræn þar sem nýbúið var að slá hána, en á úthaga °g slægjulönd sló gulgrænni slikju, sem alltaf skipti um litblæ eftir því sem sólin færðist til á leið sinni. Stafalogn var, himinn háskýjaður og sólskinsblettir á víð og dreif, eftir því hvernig skýin greiddust í sundur. Við félagarnir munum hafa farið austur í Gil upp Ur hádeginu. Álykta ég það af atburðarásinni seinna um daginn. Svo er það eitt sinn er ég kem upp úr einu siginu, og við félagarnir settumst á bjargbrúnina að njóta fegurðar lofts og jarðar, söngs smáfuglanna og værðar sauðfjárins, sem dreifði sér um móana á eystri gilbarminum, að við sjáum kolsvartan reykjar- mökk stíga upp af jöklinum, að baki byggðarinnar. I fyrstu urðum við undrandi, hvernig gæti verið kviknað í jöklinum og ekki laust við að við yrðum hálf smeykir. Eftir mikil heilabrot kemst sá elsti okkar að þeirri nið- urstöðu, að líklega sé þetta Katla og sé byrjuð að gjósa. Hann hafði heyrt fullorðna fólkið tala um jarðskjálfta undanfarið og minnst á Kötlugos í því sambandi. Þeg- ar við höfðum áttað okkur á, hvað um var að vera, fór kjarkurinn minnkandi, því svo mikið vissum við, að hér gat verið mikil hætta á ferðum, bæði fyrir fólk og fénað. Sérstaklega var ég óttasleginn vegna þess að faðir minn var að vinna við útskipun á kjöti í Vík. Þar voru bátar frá Vestmannaeyjum, sem lágu við akkeri á legunni nokkur hundruð metra frá landi. Þeir tóku við kjöttunnunum, sem útskipunarbátarnir fluttu út að þeim og stöfluðu þeim í lestar og á þilförin. Á þeim árum var allt kjöt brytjað í spað, eftir vissum reglum og síðan saltað í tunnur. Kjöttunnumar voru fluttar á kerrugrindum frá sláturhúsunum niður að flæðarmáli. Ein tunna var höfð á hverri kerrugrind. Hvíldi neðri löggin á aftari bita kerrunnar en efri hlutinn vissi upp á ská. Þegar láta átti tunnuna upp í útskipunarbátinn, kræktu tveir menn saman höndunum, hölluðu tunn- unni á handleggina en tóku með hinum höndunum undir laggimar á tunnunni, réttu sig upp og létu tunn- una renna varlega inn yfir borðstokkinn þeim megin sem borðstokkurinn lá á sandinum. Eins og gefur að skilja kom atburður sem þessi miklu róti á Víkurbúa. Þegar menn sátu undirborðum, um miðjan dag, urðu þeir sem voru á stjákli úti, varir JÖKULL,No. 42, 1992 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.