Jökull


Jökull - 01.12.1992, Page 99

Jökull - 01.12.1992, Page 99
SNJOFLOÐ A ISLANDI VETURINN 1989-1990 Magnús Már Magnússon Veðurstofu Islands Bústaðavegi 9,150 Reykjavík í töflunni hér á eftir eru skráð öll þau snjóflóð, sem Snjóflóðavarnir Veðurstofu íslands hafa vitneskju um. Heimildamenn hafa, eins og áður, verið starfsmenn Vegagerðar ríkisins, og veður- og snjóathuganafólk Veðurstofunnar, en einnig hafa ýmsir aðrir sent inn upplýsingar. Rétt er að hvetja fólk, sem verður vart við snjóflóð að tilkynna það Veðurstofunni. Hægt er að fá þar til gerð skráningareyðublöð á Veðurstofunni. Einnig er hægt að koma upplýsingum símleiðis til Snjóflóða- deildar Veðurstofunnar. Tæplega fimm hundruð snjóflóð voru skráð vetur- inn 1989-90. Ekkert manntjón varð, en nokkur tilfelli þar sem fólk slapp naumlega. Þann 27. janúar, í Eyr- arhlíð, á milli ísafjarðar og Hnífsdals, féll snjóflóð á snjóruðningstæki Vegagerðarinnar (vörubifreið með tönn), og bar hann með sér fram í sjó. Bílstjóranum tókst að komast út um afturrúðu bílsins, og komst við illan leik til byggða. í febrúarmánuði lenti jeppakerra 1 snjóflóði í Staðarskriðum. Snjóflóðið lenti ekki á jeppanum, sem dró kerruna, og tókst ökumanni hans að rífa kerruna úr flóðinu með því að botngefa jepp- anum. Þann 25. apríl lenti flutningabíll í snjóflóði í Olafsfjarðarmúla. Framendi bílsins lenti í flóðinu, en afturendinn stóð utan þess, og því tókst bílstjóranum að losa bílinn af sjálfsdáðum. 1. maí sluppu maður og kona naumlega, er snjóflóð féll nærri þeim á veginum um Óshlíð. Rýma þurfti nokkur hús á Flateyri í janúar og febrúar, og var fólk fjarverandi frá heimilum sinum 1 fjölda daga. Einnig voru hús rýmd á Isafirði og í Hnífsdal í janúarmánuði. Á Neskaupstað voru nokkur hús rýmd í fáeina daga síðari hluta febrúarmánaðar. Snjóflóð féll á bæinn Þrastarlund, rétt innan við Neskaupstað, þann 27. febrúar, og eyðilagði íbúðar- hús og vélageymslu. Ekki hafði verið búið í húsinu í nokkrar vikur. Snjóflóð úr sömu snjóflóðahrinu braut rafmagnsstaura, og varð Neskaupstaður rafmagnslaus í nokkra daga. Við það varð vatnsveitan einnig óvirk, og þetta tvennt lamaði mikið af atvinnulífi staðarins í nokkra daga, á meðan hættuástand var viðloðandi. Þann 26. febrúar féll snjóflóð á veginn á Fagradal, milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, sem eyðilagði jeppa og stórskemmdi veghefil. Þann 26. mars féll snjóflóð í Bárðardal, sem olli miklu tjóni á birkiskógi. Einnig urðu skógarskemmdir í Hálsahreppi í S-Þingeyjarsýslu í janúar og febrúar. í maí stórskemmdi snjóflóð sumarbústað í Reyk- hólasveit, og olli tjóni á girðingu á 300 metra kafla, ásamt gróðurskemmdum. Þann 17. febrúar féll snjóflóð á stöðvarhús Búr- fellsvirkjunar, braut sér þar leið inn í húsið og olli töluverðu tjóni. Raflínustaurar brotnuðu af völdum snjóflóða á Bíldudal, við Mjólká, við Flateyri og í Hnífsdal. Nokkuð var um skemmdir á girðingum af völdum snjóflóða. Að venju var mikið um að vegir tepptust af völd- um snjóflóða, en þar ber helst að telja; Óshlíð (á milli Hnífsdals og Bolungavíkur), Eyrarhlíð (á milli ísa- fjarðar og Hnífsdals), Súðavíkurhlíð, (á milli ísafjarð- ar og Súðavíkur), Breiðadalsheiði (á milli ísafjarðar og Önundarfjarðar) og Ólafsfjarðarmúla. Einnig féllu snjóflóð á aðra vegi, á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. ftarlegri upplýsingar um flóðin er hægt að fá á Veðurstofu íslands. JÖKULL, No. 42, 1992 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.