Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 99
SNJOFLOÐ A ISLANDI VETURINN 1989-1990
Magnús Már Magnússon
Veðurstofu Islands
Bústaðavegi 9,150 Reykjavík
í töflunni hér á eftir eru skráð öll þau snjóflóð, sem
Snjóflóðavarnir Veðurstofu íslands hafa vitneskju um.
Heimildamenn hafa, eins og áður, verið starfsmenn
Vegagerðar ríkisins, og veður- og snjóathuganafólk
Veðurstofunnar, en einnig hafa ýmsir aðrir sent inn
upplýsingar.
Rétt er að hvetja fólk, sem verður vart við snjóflóð
að tilkynna það Veðurstofunni. Hægt er að fá þar til
gerð skráningareyðublöð á Veðurstofunni. Einnig er
hægt að koma upplýsingum símleiðis til Snjóflóða-
deildar Veðurstofunnar.
Tæplega fimm hundruð snjóflóð voru skráð vetur-
inn 1989-90. Ekkert manntjón varð, en nokkur tilfelli
þar sem fólk slapp naumlega. Þann 27. janúar, í Eyr-
arhlíð, á milli ísafjarðar og Hnífsdals, féll snjóflóð
á snjóruðningstæki Vegagerðarinnar (vörubifreið með
tönn), og bar hann með sér fram í sjó. Bílstjóranum
tókst að komast út um afturrúðu bílsins, og komst við
illan leik til byggða. í febrúarmánuði lenti jeppakerra
1 snjóflóði í Staðarskriðum. Snjóflóðið lenti ekki á
jeppanum, sem dró kerruna, og tókst ökumanni hans
að rífa kerruna úr flóðinu með því að botngefa jepp-
anum. Þann 25. apríl lenti flutningabíll í snjóflóði í
Olafsfjarðarmúla. Framendi bílsins lenti í flóðinu, en
afturendinn stóð utan þess, og því tókst bílstjóranum
að losa bílinn af sjálfsdáðum. 1. maí sluppu maður og
kona naumlega, er snjóflóð féll nærri þeim á veginum
um Óshlíð.
Rýma þurfti nokkur hús á Flateyri í janúar og
febrúar, og var fólk fjarverandi frá heimilum sinum
1 fjölda daga. Einnig voru hús rýmd á Isafirði og í
Hnífsdal í janúarmánuði. Á Neskaupstað voru nokkur
hús rýmd í fáeina daga síðari hluta febrúarmánaðar.
Snjóflóð féll á bæinn Þrastarlund, rétt innan við
Neskaupstað, þann 27. febrúar, og eyðilagði íbúðar-
hús og vélageymslu. Ekki hafði verið búið í húsinu í
nokkrar vikur. Snjóflóð úr sömu snjóflóðahrinu braut
rafmagnsstaura, og varð Neskaupstaður rafmagnslaus
í nokkra daga. Við það varð vatnsveitan einnig óvirk,
og þetta tvennt lamaði mikið af atvinnulífi staðarins í
nokkra daga, á meðan hættuástand var viðloðandi.
Þann 26. febrúar féll snjóflóð á veginn á Fagradal,
milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, sem eyðilagði jeppa
og stórskemmdi veghefil.
Þann 26. mars féll snjóflóð í Bárðardal, sem olli
miklu tjóni á birkiskógi. Einnig urðu skógarskemmdir
í Hálsahreppi í S-Þingeyjarsýslu í janúar og febrúar.
í maí stórskemmdi snjóflóð sumarbústað í Reyk-
hólasveit, og olli tjóni á girðingu á 300 metra kafla,
ásamt gróðurskemmdum.
Þann 17. febrúar féll snjóflóð á stöðvarhús Búr-
fellsvirkjunar, braut sér þar leið inn í húsið og olli
töluverðu tjóni.
Raflínustaurar brotnuðu af völdum snjóflóða á
Bíldudal, við Mjólká, við Flateyri og í Hnífsdal.
Nokkuð var um skemmdir á girðingum af völdum
snjóflóða.
Að venju var mikið um að vegir tepptust af völd-
um snjóflóða, en þar ber helst að telja; Óshlíð (á milli
Hnífsdals og Bolungavíkur), Eyrarhlíð (á milli ísa-
fjarðar og Hnífsdals), Súðavíkurhlíð, (á milli ísafjarð-
ar og Súðavíkur), Breiðadalsheiði (á milli ísafjarðar
og Önundarfjarðar) og Ólafsfjarðarmúla. Einnig féllu
snjóflóð á aðra vegi, á Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austurlandi.
ftarlegri upplýsingar um flóðin er hægt að fá á
Veðurstofu íslands.
JÖKULL, No. 42, 1992 97