Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 104

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 104
UMSOGN UM BOKINA GEOGRAFI, natur-kultur-mennesker Ritstjórn: Torben R Jensen, Anne-Lise Lykke-Andersen, Niels Roholt & Knud Stelzner Bókin er eins og titillinn ber með sér skrifuð á dönsku. Höfundarnir eru 20 og flestir kennarar við framhaldsskóla í Danmörku. Á bókarkápu kemur fram að bókin sé ætluð til kennslu í framhaldsskól- um og sérskólum en einnig þeim sem vilja fræðast um landafræði. Bókin er prentuð í stóru broti á þykkan pappír, alls 319 bls. Textinn er í tveimur dálkum á síðu en myndir og töflur hafa stærra svigrúm. Kaflar bókarinnar eru 17. Tveimur megingreinum landafræðinnarersinntíþessu verki. Eðlisrænalanda- fræðin nær yfir fyrri hluta bókarinnar en mannvistar- landafræðin yfir seinni hlutann. Mikil áhersla er lögð á að sýna fram á gagnkvæm tengsl manns og umhverfis í ljósi sjálfbærrar þróunar. Það er undarlegt að inngangskafla vantar, þar sem tildrögum verksins er lýst, svo og markmiði og efnis- tökum. Bókin hefst hins vegar á kafla sem sniðinn er kringum mynd á kápu bókarinnar, sem er af hrís- grjónaökrum Ifugao þjóðflokksins sem býr í fjalllendi á Filippseyjum. Fyrsti kafli bókarinnar gefur forsmekk af því sem á eftir kemur; gagnkvæm tengsl manns og náttúru, menningu samfélaga, mannvistarlandslag svo og þau áhrif sem samfélög og mannvistarlandslag verður fyrir þegar tengsl við önnur menningar- og við- skiptasvæði vaxa. Fjallað er um viðfangsefnið út frá hugtakinu sjálfbær þróun og undirstrikað að náttúra og menning er síbreytileg. Kaflinn er lifandi, persónuleg lýsing sem vekur forvitni og nýjar spurningar. I næstu tveimur köflum er greint frá sögu og þróun landafræðinnar, í örstuttu máli. Einnig er fjallað um viðfangsefni landfræðinga og hvaða leið þeir fara til þess að nálgast þau. Þá fær eitt af meginverkfærum landafræðinnar, kortið, sérstaka umfjöllun. Fimm næstu kaflarnir snúast um eðlisræna landa- fræði. Fyrst er rakin saga jarðar, uppruni hennar og þróun. Umfjöllunin er mjög nákvæm og fullítarleg sé miðað við kennslubók í landafræði en ekki jarð- fræði. I lok kaflans er greint frá jarðfræði Danmerkur fram að kvartertíma. Kaflinn er ekki bara upptalning á staðreyndum heldur er gerð grein fyrir því hvernig menn hafa fengið vitneskju um jörðina, sagt frá mis- munandi kenningum og einnig aðferðum sem notaðar eru til þess að afla vitneskjunnar. Þessi leið, að fjalla um jörðina í heild fyrst og síðan Danmörku, auðveld- ar dönskum nemendum að skoða land sitt í saman- burði við heimsmyndina. Skýringarmynd og tafla af jarðsögu heimsins á bls. 40 og sambærileg mynd af jarðsögu Danmerkur á bls. 41 gerir þennan samanburð skemmtilegan. Textinn er skýr og er vel stutt við hann með skýringarmyndum og töflum. Næst er fjallað um veðurfar og loftslag, gróður- og loftslagsbelti jarðar. Þessi kafli er einnig nákvæmur, en hér er maðurinn dreginn inn í myndina og fjallað um áhrif veðurs á mannlíf og áhrif manna á veður. Fjallað er um lang- og skammtímabreytingar í veðurfari og sagt frá aðferðum sem notaðar eru til þess að segja til um fomveðurfar og hvers vegna og með hvaða hætti menn geta spáð um framtíðina. Um auðlindir jarðar er fjallað í sérstökum kafla. Jarðvegur og áhrif manna á hann fyrr og nú fær mikla umfjöllun. Hvernig fóru forfeður okkar að til að halda frjósemi jarðvegs og hvað gerir nútímamaður- inn? Dæmi eru tekin frá mismunandi löndum og mis- munandi tímum og málið skoðað frá hugtakinu sjálf- bær þróun. Einnig er fjallað um áhrif skógarhöggs á næringarinnihaldjarðvegs ámismunandi svæðum s.s. í Danmörku og í regnskógum Amazon. Gerð er grein fyrir dreifingu annarra auðlinda, þ.e. steinefna, málma og orkugjafa (kol, olía og gas). Fjallað er um nýtingu 102 JÖKULL, No. 42, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.