Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 110

Jökull - 01.12.1992, Qupperneq 110
RANNSÓKNIR Rannsóknir á vegum félagsins s.l. ár beindust eins og undanfarin ár að Grímsvötnum og mælingum á jöklabreyt- ingum. Vorferð Jörfl. Arleg rannsóknaferð Jörfi var farin til Grímsvatna dag- ana 8-16. júní. Þátttakendur vom 24. Vorferðin varundirbúin af nýskipaðri ferðanefnd í samráði við rannsóknanefnd, bíla- nefnd og skálanefnd. Nefndin skipaði fararstjóra og bryta, sá um að útvega farartæki til flutninga að og frá jökli og á jökli, keypti eldsneyti og mat. Góð reynsla var af þessu fyrirkomulagi. Fararstjóri var Helgi Bjömsson en Sólveig Kristjánsdóttir hafði stjóm á matseld og gekk það með ein- dæmum vel. Gissur Símonarson setti að vanda upp gufubað við Saltarann. Félagarbflanefndarformanns fluttu fólk til og frá jökli. Landsvirkjun lagði að vanda til snjóbíl og meið- hýsi. Bombi félagsins reyndist vel eftir töluverðar umbætur s.l. vetur. Arangur af rannsóknum var mikill, félagsandinn mjög góður og veðrið ágætt. Unnið var að eftirtöldum verkefnum: 1. Hæð vatnsborðs Grímsvatna var mæld í borholu og vök undir Vestari Svíahnúk. Hinn 9. júní s.l. mældist hún 1448 m y.s., hafði risið um 14 m á frá árinu áður og var orðin hærri en nokkru sinni hefur mælst frá því mælingar hófust árið 1953. Hlaups mátti því vænta á hverri stundu og svo fór að úr Vötnunum hljóp um haustið. 2. Landmælt var 10 km langt snið norðaustur úr Vötn- unum og hæð ísstíflunnar austan við þau. Stefnt er að því að endurmæla sniðið í vor til þess að kanna áhrif hlaupsins á ísskrið inn að Vötnunum. Við Grím- svatnahlaupin fellur fljótandi íshella Grímsvatna niður um nærri 100 m og ísskrið eykst inn að þeim af svæði sem er mun stærra en sjálf íshellan. Þetta starf var styrkt af Vegagerð ríkisins, sem lagði til mælingamann með nauðsynleg tæki. 3. Vetrarafkoma var mæld á miðri íshellunni og reyndist hún 5.2 m (af snjó), sem er rúmlega í meðallagi. 4. Borað var með heitu þrýstivatni gegnum íshelluna í þeim tilgangi að mæla hitastig í vatninu undir henni og ná vatnssýnum til þess að kanna hvemig blanda af jarðhitavatni og bræðsluvatni er í Vötnunum. Þær rannsóknir tókust með ágætum og hafa nú í fyrsta sinn fengist mælingar af hitastigi í vatni undir íshellu Grímsvatnaog vatnssýnináðsttil efnagreininga. Efna- greiningamar mun Anna María Agústsdóttir vinna sem námsverkefni við háskóla í Bandaríkjunum. Hitamæl- ingamar auka skilning okkar á ísbráðnun í Vötnunum og nýtast við mat á því hve hratt vatn getur brætt ís- göng þegar það rennur út úr þeim í jökulhlaupum. Af hitastigi vatnsins ræðst hve snögg og stór hlaupin geta orðið. A miðri íshellunni reyndist ísþykktin vera 252 m. Þeir sem unnu að boruninni dvöldu alla vikuna í meiðhýsi niðri í Grímsvötnum. 5. Unnið var að íssjármælingum með norskri og íslenskri íssjá. Norska íssjáin vinnur á mun hærri tíðni en hin íslenska og með henni var unnt að rekja öskulög víða um jökulinn. Þrjú greinileg öskulög sáust á Gríms- vatnasvæðinu og eru tvö þeirra væntanlega frá Gríms- vatnagosum 1934 og 1922. Með slíkum mælingum á dýpi niður á öskulög er unnt að finna afkomu jökulsins frá því þekkt öskulög féllu og rekja önnur öskulög að eldstöðvum, sem þau komu úr. Mælingamar opna því nýtt svið í jöklarannsóknum hér á landi. Með íslensku íssjánni var sérstök áhersla lögð á að bæta við gögn- um til þess að lýsa fjallshrygg, sem stefnir norður úr Grímsvötnum og myndaðist við eldgos undirjöklinum árið 1938. 6. Safnað var með skipulegum hætti grjótsýnum frá Grímsfjalli, Þórðarhymu, Pálsfjalli og Hamrinum. Unnið mun úr þeim sýnum á Orkustofnun. 7. Tekin voru snjósýni til samsætumælinga við Raunvís- indastofnun Háskólans. Rannsóknastöðin á Grímsfjalli. Frá árinu 1983 hefur verið rekin gagnasöfnunarstöð á Grímsfjalli, sem knúin er af varmarafstöð. Fram á síðasta ár var gögnum aflað með margvíslegu móti en frá því í mars 1991 hefur þeim verið safnað á skipulegan hátt og þau skráð á tölvu á Raunvísindastofnun Háskólans þar sem þau eru aðgengileg þeim sem vilja nýta þau. Félagið hefur borið kostnað af efni í gagnasöfnunarstöðina og Jón Sveinsson haft umsjón með henni. Þar er nú fylgst með jarðskjálftum og landhalla, lofthita og loftþrýstingi, en stefnt er að því að koma þar upp enn fjölbreyttari veðurathugunarstöð en nú er. Grímsvatnahlaup. Samfelldar mælingar á hæð íshellu Grímsvatna með loftþrýstingsmælingum. í lok september og byrjun okt- óber hlupu um 0.2 km3 vatns úr Grímsvötnum og í ann- arri og þriðju viku nóvember varð fullgilt Grímsvatnahlaup, 1.2 km3 að rúmmáli og hámarksrennsli varð rúmlega 2000 m3/s. Rennslismælingará Skeiðarársandi voru að venju unn- ar af Orkustofnun, en mælingar á breytingum í Grímsvötnum vom gerðar af félögum á Raunvísindastofnun. Snemma árs komu þeir fyrir síritandi loftvog í mastri á miðri Gríms- 108 JÖKULL, No. 42, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.