Jökull


Jökull - 01.12.1992, Síða 111

Jökull - 01.12.1992, Síða 111
vatnahellunni og í hiaupinu um haustið var í fyrsta sinn unnt að mæla sighraða íshellunnar, - með samanburði við mældan loftþrýsting á Grímsfjalli - og meta þannig vatnsmagn sem fór úr Vötnunum. Þetta starf var styrkt af Vegagerð ríkisins. Aukin nákvæmni fengist í vatnshæðarmælingamar í Grímsvötnum ef þrýstiskynjara væri komið fyrir á botni þeirra svo að vatnsþrýstingur yrði mældur í stað loftþrýst- ings. Rætt er um að sökkva þrýstimæli niður um borholu og tengja hann við mæli, sem yrði í mastri á hellunni. Síðar yrðu aflestrar sendir upp á Grímsfjall og þaðan til byggða. Þá yrði unnt að fylgjast stöðugt með því hve hátt er í Gríms- vötnum og í hlaupunum sæist frá degi til dags hve mikið vatn hefur mnnið úr þeim, því að nú þekkjum við vel stærð Grímsvatna og lögun vatnsgeymisins þar. Það myndi auðv- elda ákvarðanir um viðbrögð ef hætta virðist á að hlaup valdi tjóni á vegum og vamargörðum á Skeiðarársandi. Mœlingar á jökulsporðum. Mælingarájökulsporðum voru unnarmeð svipuðu sniði og undanfarin ár og hafði Oddur Sigurðsson umsjón með þeim. Jöklamælingamennmældu á 39 sporðum, 25 hopuðu, 8 gengu fram og 3 stóðu í stað, en óvíst um 3. Stórviðburður ársins var framhlaup Skeiðarárjökuls, um allt að 1 km svo að hann lagði undir sig um 10 km2 landsvæði á Skeiðarársandi °g sprakk upp alla leið frá sporði langleiðina upp að rótum Grímsfjalls, á 1000 km2 svæði. Nú eru um 60 ár frá því Jón Eyþórssonhóf reglubundn- ar mælingar á jökulsporðum. Stefnt er að því að birta nú samantekt um þær í Jökli og skrifa þar einnig um þá menn sem unnið hafa að þessum mælingar víðsvegar um land. Rannsóknanefndin taka það mál upp á næstunni. Issjármœlingar á Breiðamerkurjökli, Síðujökli og Mýr- dalsjökli. Loks má geta þess hér að á liðnu ári unnu félagar á Raunvísindastofnun að íssjármælingum á Breiðamerkurjökli °g Síðujökli í samvinnu við Vegagerð og Landsvirkjun og á Mýrdalsjökli með styrk frá Vísindasjóði. Á því ári sem nú er haflð mun unnið úr mælingunum og væntanlega verður unnt að sýna fljótlega hér á félagsfundum landslag undir þessum jöklum. fundir Að loknum aðalfundarstörfum 26. febrúar sýndi Gér- ard R. Delavault myndir frá Kverkfjöllum og úr ferðum á Vatnajökul og víðar. Vorfundur félagsins var síðan haldinn 30- apríl. Þar flutti Oddur Sigurðsson fyrirlestur sem hann nefndi „Hvemig kemst Hofsjökull af ?,“ en þargreindi hann frá mælingum á afkomu jökulsins undanfarin 3 ár. Einar K. Stefánsson sagði einnig í máli og myndum frá klifri á fjallið McKinley (6195 m y.s.) í Alaska vorið 1989 og á fjöllin Lenin (7134 m y.s.) og Kommunismus (7495 m y.s.) í Sovétríkjunum sumarið 1991. Á haustfundi sýndi Oddur Sigurðsson myndir af framhlaupi Skeiðarárjökul og ég sagði ferðasögu frá tíu dögum í Tíbet. ÚTGÁFA JÖKULS Fertugasti árgangur Jökuls, veglegt 200 bls. rit kom út í lok árs. Umbrot fór fram við Raunvísindastofnun og að því vann Vigdís Harðardóttir, jarðfræðingur, með tilsögn frá Marteini Sverrissyni, verkfræðingi. Bryndís Brandsdóttir vann geysimikið starf við útgáfu þessa heftis og ég færi henni þakkir félagsins fyrir það. Á endasprettinum unnum við Leó Kristjánsson að því að koma ritinu gegnum prent- smiðjuna. Næsti árgangur 1991 er kominn alllangt á veg, en honum ritstýrum við Leó og Bryndís Brandsdóttir. Stefnt er að því að hann komi út fyrir sumarið. Bókabúð Máls og Menningar hefur aðstoðað okkur við dreifingu Jökuls til erlendra áskrifenda en Háskólabókasafn fékk nokkur eintök af Jökli til þess að nota í skiptum fyrir erlend fræðirit. FRÉTTABRÉF Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu Fréttabréfsins og kom það reglulega út. GJAFIR TIL FÉLAGSINS Bjöm Sverrisson, sonarsonur Jóns Eyþórssonar, sendi félaginu peningagjöf á árinu til minningar um afa sinn og Gissur Símonarson styrkti vorferð á sama hátt. Tveir bíl- stjórar hjá Guðmundi Jónassyni h.f., Guðmundur Gunnars- son og Jónas Pálsson gáfu vinnu við akstur í haustferð fé- lagsins í Jökulheima og GunnarGuðmundsson, forstjóri fyr- irtækisins, gaf einnig ókeypis afnot af bílunum. Jöklarann- sóknafélag Islands þakkar öllum þessum mönnum veittan stuðning. SKÁLAMÁL Skálanefnd gerði á árinu ítarleg áætlun um viðhald skála og framkvæmdir. Þar kemur fram að Kirkjuból er í góðu ástandi, en stefnt er að því að lakka hann að innan. Borið var á Kverkfjallaskálann, sem er í góðu lagi, en talið nauð- synlegt að setja slitsterkt efni á gólf vegna þess hve mikill leir berst þar inn, smíða stærri pall við innganginn og setja JÖKULL, No. 42, 1992 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.