Jökull


Jökull - 01.12.1993, Síða 52

Jökull - 01.12.1993, Síða 52
o °P Mynd 5. Mælingar á seg- ulmisvísun 1820-60, ásamt áætluðum línum um jafna misvísun 1858. — Declina- tion measurements 1820-60 and estimated lines ofequal declination (isogonics) for 1858 (Depot-General 1854). MÆLINGAR 1830-1880 Um næstu segulmælingar er heldur dapurleg saga. Franskur leiðangur kom til Islands á skipinu "La Lilloise" sumarið 1833 undir stjórn J. de Blosseville, og sendu þeir frá sér nokkur gögn, þar með um halla og styrk (en ekki misvísun) jarðsegulsviðsins í Norð- firði og Vopnafirði, rétt áður en þeir lögðu upp héðan til Grænlands. Gögnin náðu á áfangastað, en skipið og áhöfn þess hvarf. L.I. Duperrey (bls. 376-409 í Lott- in 1838) og Hansteen (1861) hafa unnið úr þessum mælingum. Franska stjórnin sendi þá skip þrjú næstu sumur til leitar að "La Lilloise", og síðasta sumarið kom V. Lottin hingað með skipinu "La Recherche" (í leiðangri Paul Gaimards) til segulmælinga. Hann byggði hús til athugana á segulsviðinu í Reykjavík um 40 m suður af Doktorshúsi (síðar Ránargötu 13), og var þar settur niður stór granítsteinn sem undirstaða mælitækja. Eitt bindi niðurstaðnaleiðangursins er að miklu leyti helg- að mælingum á flökti segulnálarinnar (Lottin 1838). Lottin mældi misvísunina í Reykj avík, og síðan á Þing- völlum, við Geysi og í Selsundi við Heklu. Þær mæl- ingar sýna ekki þá reglulegu aukningu misvísunar frá austri til vesturs, sem búast mætti við. Lottin telur umhverfi mælihússins í Reykjavík vel viðunandi, og er talan þaðan meðaltal 76 aflestra. Hinar hafa líklega ekki verið gerðar við góð skilyrði (sjá umræðu í kafl- anum Notkun áttavita á Islandi); á Þingvöllum tekur Lottin t.d. fram að hann hafi mælt á botni Almannagj ár! Samfelldar mælingar hans í Reykjavík staðfestu það sem Löwenörn (1788) hafði raunar séð hálfri öld áður, að misvísunin hér getur sveiflast á óreglulegan hátt um hálfa gráðu yfir daginn, og jafnvel heila. Lottin (tafla bls. 361) segir einnigfrá niðurstöðum misvísunarmæl- inga við landið í hinum tveim fyrri leitarleiðöngrum, og eru þær teiknaðar upp í 5. mynd. Nokkrar mælingar á segulsviðinu, þó einkum styrk og halla þess, voru síðan gerðar í Reykjavík af J. de la Roche Poncié í frönskum leiðöngrum á árunum 1839- 40 og 1856 (Lindhagen 1856), og 1850 af Th. Kjerulf og G. Tuxen (sjá Hansteen 1861). Sá fyrstnefndi taldi 50 JÖKULL, No. 43, 1993
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.