Jökull - 01.12.1993, Qupperneq 54
°o JP
(VJ (V)
<ri
(\ O
ro <0
Mynd 6. Mælingar á segul-
misvísun 1870-1930, ásamt
áætluðum línum um jafna
misvísun 1910. — Declin-
ation measurements 1870-
1930, and estimated isogon-
icsfor 1910 (Reichs-Marine-
Amt 1908).
uð óbreytt í seinni útgáfum bókarinnar (síðast 1927) og
kortið lagfært í samræmi við það, en ekki getið heirn-
ilda. Handbók Reichs-Marine-Amt (1908, bls. 47)
getur um staka mælingu á Faxaflóa 1906, en er ann-
ars með samskonar misvísunarkort og danska bókin.
Fimm mælingar austan við land, leiðréttar til ársins
1905, eru á dönsku sjókorti frá aldamótunum (Kgl.
Sdkaart-Archiv 1901), og eru eflaust fleiri slík kort í
skjalasöfnum.
Á árinu 1910 mældu tveir Þjóðverjar (Angenheist-
er & Ansel 1912, sjá Leó Kristjánsson 1986) misvís-
unina á nokkrum stöðum í leiðangri sínum til Islands
til að fylgjast með halastjörnu Halleys.
Þá kom hingað 1914 skipið "Carnegie", í eigu jarð-
segulmælingadeildar samnefndrar stofnunar í Wash-
ington. Það skip var sérstaklega smíðað úr ósegul-
mögnuðum efnum 1909 og sigldi um öll heimsins höf
til rannsókna. Carnegie-menn mældu svið á nokkrum
stöðum sunnan við landið, og auk þess á Seltjarnar-
nesi, Engey, Kjalamesi og Akranesi (Bauer o.fl. 1917,
1921). Mælingarnar voru eflaust mjög vandaðar, en
samt engu betur treystandi en þeim fyrri; í Viðey voru
tækin t.d. sett upp rétt ofan við þverhnípta sjávarkletta.
Gögn úr þessum leiðangri voru meðal annars notuð til
að gera misvísunarkort af heimskautasvæðunum (Jo-
nes 1923,sjáogFisk 1931). Skipiðkomaftur 1928og
mældi segulsvið á nokkrum stöðum sunnan við land og
auk þess í Engey (Wallis & Green 1947). Vakti koma
þess nokkra athygli, en ekki varð þessu skipi auðið
mikið lengri ævidaga, því það brann við Samoa-eyjar
1929.
Sumurin 1929 og 1931 gerðu Frakkar á skipinu
"Pourquoi-pas?" enn fáeinar mælingar á misvísun hér
á landi (Mercanton 1930, 1931). í samantekt Homery
(1933) um jarðsegulsviðið 1931 er áætlað að misvís-
unin minnki um 12’-13’ á ári hér. Þjóðverjar voru
að gera tilraunir með mælingu segulstefna í loftskip-
um um þetta leyti (t.d. Ljungdahl 1932), en ekki fara
sögur af slíkum mælingum í leiðangri þeirra hingað
1930.
Niðurstöður misvísunarmælinga 1880-1930 eru
sýndar á 6. mynd, og þar eru einnig línur um jafna mis-
vísun 1910, úr handbók Reichs-Marine-Amt (1908).
52 JÖKULL, No. 43, 1993