Jökull


Jökull - 01.12.1993, Page 63

Jökull - 01.12.1993, Page 63
EYJAR I ELDHAFI Jón Jónsson, Smáraflöt 42, 210 Garðabæ INNGANGUR Þegar Skaftáreldar geisuðu, hraun flæddi yfir og breytti grónu landi í svarta, líflausa auðn, stóðu hér og þar eftir svæði sem gróðurvinjar í auðninni. Af þeim sökum fengu þau hólma-nafn, sem þau halda enn í dag, þótt gróðurfarslega hafi, fyrir löngu, runnið saman við hraunið sem fljótlega klæddist grámosakápu. Frá Hawaii eru slík fyrirbæri vel þekkt, og á máli innfæddra nefnd kipúka, eyjar. Vikur- og öskufall hefur verið tiltölulega lítið í Skaftáreldum. Askan hvarf á fáum árum ofan í mýr- arnar og 10 árum eftir gosið segir Sveinn Pálsson (1945, bls. 558): "Vikurinn er samt alveg horfinn of- an í grasrótina." Af hæðum hefur askan fljótt skolast í vorleysingum og fokið. Þær miklu vikurhrannir, sem enn þekja stóran hluta Úlfarsdalsskerja að sunn- anverðu, eru nær örugglega að langmestu leyti frá fyrra gosi í Eldborgaröðum og vikurskaflar, víðs vegar um Vesturafrétt, eldri en Skaftáreldar, og frá öðrum gos- stöðvum. hnútuhólmi Hólmi þessi (Mynd 1) er suðaustur af - og tekur nafn af Hnútu, sem er móbergshryggur, hér og þar með Jökulbergskápu, en norðan hans er vesturendi gígarað- arinnarmiklu, sem síðastgaus 1783. Ájarðfræðikort- um þeim sem nú eru til og gefin hafa verið út (blað 6, Mið-Suðurland) er Hnútuhólmi ekki merktur, en á korti Björns Jónassonar (1974) sem "Óskilgreindir gervigígir" og er það vísindaleg varfærni, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Mest áberandi í lands- lagi Hnútuhólmans, og það sem nafnið nú einkum tengist, er þyrping mikilla gjallhóla, gervigíga, sem eldri eru en Skaftáreldahraun. Hins vegar er hólminn, sem Skaftáreldahraun skildi eftir verulega stærri og í heild vart minni en 3 km2. Utan gervigíganna eru mót eldri og yngri hrauna víða mjög óljós. Hæstir eru hólarnir nyrst á svæðinu og margir um og yfir 20 m, en milli þeirra eru djúpar lautir, oft 6-8 m og þar yfir. Svo eru þar snotrir strompar með lóðrétta, ókleifa eða illkleifa veggi hlaðna úr rauðum kleprum. Oft eru þeir 2-3 m í þvermál, 4-5 m djúpirog með mik- inn gróður á botni. Yfirleitt eru gervigígirnir hrúgur af gjalli, kleprum og hraunkúlum ásamt alla vega lög- uðum hraunflygsum. Sumir eru með reglulega gígskál í kolli, aðrir bara strýtur og enn aðrir bungulaga ásar eða hryggir með niðurföll og skálar hér og þar, þar sem grjótið aðeins gægist fram. Víðast standa gervigígirnir þétt, en milli þeirra, á stöku stað, koma fyrir hraunrás- ir eða traðir með helluhraunsáferð. Yfirleitt er þetta eldra hraun með stórbrotnari og meira ákveðin hellu- hrauns svipmót heldur en Skaftáreldahraun. Norðan við nyrstu hólana má glöggt sjá hvernig það hraun hef- ur rekist á hólaþyrpingunaog við það pressast saman í fellingalagaða garða áður en það klofnaði í tvo strauma sem féllu sinn hvorum megin við hólana (Mynd 2). Af þessu er fullkomlega ljóst að aldursmunur er þessara myndana. Auk þess er þykkur jarðvegur, sendinn að vísu, og með miklu áfoki, en líka öskulögum, kominn yfir gervigígina og sýnir það að aldursmunur hlýtur að vera mikill og enn kemur fleira til. SANDSTEINN Það kom nokkuð á óvart að finna, norðan til á svæðinu á og utan í nokkrum hólanna allstóra, meira eða minna hellulaga, steina úr lagskiptum sandsteini (Mynd 3). Enn sem komið er hafa þeir fundist á litlu, afmörkuðu svæði. Sumir eru reistir á rönd, aðrir liggja flatir og svo allt þar á milli, en allir eru eins að gerð og úr sama efni. Að mestu er uppistaðan fínn móbergs- JÖKULL, No. 43, 1993 61

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.