Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1993, Qupperneq 69

Jökull - 01.12.1993, Qupperneq 69
BREIÐAMERKURSANDUR Sigurður Björnsson Kvískerjum, Öræfum í Landnámabók stendur: "Þórður Illugi son Ey- vindar eikikróks braut skip sitt á Breiðársandi; honum gaf Hrollaugur land milli Jökulsár ok Kvíár, ok bjó undir Felli við Breiðá." Þetta er fyrsta heimild um það svæði sem nú er nefnt Breiðamerkursandur og ber með sér að fram- an undir Breiðamerkurfjalli hefur verið gott undir bú. Raunar hafa menn talið að Fell, sem þarna er nefnt haíi verið nafn bæjar Þórðar, en samkvæmt venjulegu máli er þarna um nafn á fjalli að ræða, sem bærinn stóð við. Þar kemur ekki annað fjall til greina en það sem nú er nefnt Breiðamerkurfjall og spurning er hvort þarna er um sérnafn að ræða. Að minnsta kosti hefur höfundur textans talið vissara að geta þess að það var við Breiðá. En sé þetta sérnafn, er sú viðbót til að greina þetta Fell frá Felli í Fellshverfi. Hér er gengið út frá því að bær Þórðar hafi verið bærinn Fjall, sem stóð við Bæjarsker í Breiðamerkur- fjalli og jökull huldi síðustu leifar af árið 1700 (Blanda I). En hugsanlega má skilja þetta svo að bærinn hafi verið framan við fjallið, en staðið við Breiðá. Þar var bær sem virðist hafa verið höfuðból á Söguöld og nefndur var Breiðá. Hann kemur nokkuð við sögu í Njálu og með þeim hætti að hvort sem um arfsögn eða skáldskap er að ræða hlýtur Breiðá að hafa verið mjög góð jörð. Engin ástæða er til að ætla að ekki hafi einnig verið svo um Fjall, en það hefur fyrr orðið fyrir skakkaföllum og eyðst af völdum vatna og jökla en Breiðá, sem endanlega fór í eyði 1698 (Blanda I). Eflaust hefur verið búið þar meðan það var mögulegt, °g má ráða af vísu frá þeim tíma að kýrnar hafi fallið vegna fóðurskorts. Jökullinn var kominn svo nærri bænum, sem stóð þó 1709 að hann var kominn yfir bænhústóftina (Blanda I, 1918). Eftir það hefur hann gengið hægt fram til 1756, því Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson sáu leifar af túni þegar þeir fóru um (Ferðabók, 1975). Heimildfrá 1525 segir bæinn heita Breiðármörk, og svo nefnir Isleifur Einarsson sýslu- maður hann 1709 (Blanda I, 1918). Ekki er vitað hvernig á þessari nafnbreytingu stóð, en geta má þess til að ekki hafi þótt hentugt að hafa sama nafn á bænum og ánni og hafi hann þá verið kenndur við skóg sem á jörðinni var. Seinna hefur nafnið afbakast og er nú jafnan sagt Breiðamerkursandur og Breiðamerkurfjall en ekki Breiðármerkursandur eins og eflaust hefur ver- ið sagt fram yfir 1700. Nú er land Breiðármerkur aðeins talið 900 faðmar tólfræðir, frá vestri til austurs (Fjaran), en í Alþing- isbók er lengd fjörunnar árið 1587 talin 18. hundruð faðmar tólfræðir og svo er einnig gert í vitnisburði frá 1701 (Jón Eyþórsson, 1952). Hver ástæðan er fyr- ir þessari breytingu vita menn ekki, en eystri mörkin virðast hafa verið miðuð við grjótrönd í jöklinum um 1700, sem bera átti í kennileiti í Máfabyggðum (Jón Eyþórsson, 1952). Hafi mörkin verið miðuð við rönd í jöklinum hljóta þau að hafa færst vestur þegar jök- ullinn gekk fram og er hugsanlegt að það sé ástæðan fyrir breytingunni. Sandar í Skaftafellssýslum eru með mjög fáum undantekningum kenndir við bæi eða byggðarlög, og vitað er að Skeiðarársandur hét áður Lómagnúpssand- ur, þ.e. var kenndur við Núpsstað. Breiðársandur hef- ur því verið kenndur við bæinn Breiðá. Hann hefur verið myndaður af Jökulsá, sem sennilega hefur runn- ið austanhallt á honum, og getur það skýrt að hann var kenndur við Breiðá en ekki Fell. Nú eru leifar af aurkeilu milli farvega Nýgræðnakvísla og Stemmu, en alveg óvíst að Breiðársandur hafi verið svo víðáttumik- ill á Landnámsöld. Austasti hluti jarðarinnar Breiðár hefur því verið gróðurlítill en aðrir hlutar vel grónir. JÖKULL, No. 43, 1993 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Qulequttap nassuiaataa:
Ársrit Jöklarannsóknarfélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands
Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
0449-0576
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
72
Assigiiaat ilaat:
73
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
Saqqummersinneqarpoq:
1951-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
2023
Saqqummerfia:
Redaktør:
Jón Eyþórsson (1952-1967)
Sigurður Þórarinsson (1957-1982)
Guðmundur Pálmason (1965-1976)
Sveinbjörn Björnsson (1967-1976)
Helgi Björnsson (1983-1985)
Leó Kristjánsson (1983-1985)
Ólafur G. Flóvenz (1986-1987)
Tómas Jóhannesson (1988-1989)
Helgi Björnsson (1990-1993)
Leó Kristjánsson (1990-1993)
Áslaug Geirsdóttir (1994-2007)
Tómas Jóhannesson (1998-1998)
Bryndís Brandsdóttir (1998-2007)
Halldór Gíslason (2002-2003)
Snævarr Guðmundsson (2006-2007)
Freysteinn Sigmundsson (2008-2008)
Leifur A. Símonarson (2008-2008)
Olgeir Sigmarsson (2008-2008)
Ívar Örn Benediktsson (2012-2012)
Helgi Björnsson (2012-2012)
Guðrún Larsen (2012-2012)
Olgeir Sigmarsson (2012-2012)
Bryndís Brandsdóttir (2013-2016)
Snævarr Guðmundsson (2013-2016)
Þorsteinn Þorsteinsson (2013-2016)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Reykjavík Jöklarannsóknafélag Íslands Jarðfræðafélag Íslands 1951-.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.12.1993)

Iliuutsit: