Tölvumál - 01.11.2009, Page 15
T Ö L V U M Á L | 1 5
íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Samningarnir hljóðuðu þannig að Nova
myndi útvega alla þá farsíma sem til þurfti við prófun á hugbúnaðinum
ásamt því að veita aðgengi að tæknimanni innan fyrirtækisins. Nova
myndi einnig sjá um að auglýsa vöruna þegar hún kæmi á markað og sjá
alfarið um dreifingu á íslenskum markaði til að byrja með. Félag íslenskra
hljómlistarmanna myndi útvega u.þ.b. 20 gítarleikara á mismunandi stigum
gítarnámsins til að prófa vöruna fyrir síðustu viðtökuprófun sem framkvæmd
yrði áður en hún færi á íslenskan markað.
Í apríl 2008 hlaut verkefnið hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í frum kvöðla-
keppni Innovit ásamt því að komast í 8 liða úrslit keppninnar. Í sama mánuði
var umsókn okkar til Tækniþróunarsjóðs Rannís samþykkt og fengum við
veglegan styrk til að klára verkefnið.
Varan verður að raunveruleika
Í maí 2008 lauk meistaraverkefninu formlega en þróunarvinnan hélt áfram
yfir sumarið. Í kjölfar Innovit keppninnar var okkur boðið að taka þátt í
frumkvöðlakeppni í Danmörku sem ber heitið „Nordic Venture Cup“. Þar
gafst okkur tækifæri á því að hitta annað fólk í svipuðum hugleiðingum og
mynda mikilvæg tengsl.
Í ágúst 2008 varð til fyrsta beta útgáfan af hugbúnaðarlausninni, sem var
prófuð með viðskiptavinum Nova. Beta prófunin stóð yfir í 11 sólarhringa
og hlóðu 318 viðskiptavinir fyrstu beta útgáfu hugbúnaðarins niður og voru
beðnir um að svara spurningalista í lok tímabilsins. Eftir að niðurstöður lágu
fyrir fórum við í endurbætur á hugbúnaðinum og í febrúar 2009 var beta
útgáfa 2 prófuð með viðskiptavinum Nova og stóð sú prófun yfir í 2 mánuði
og endaði með spurningalista líkt og beta prófun 1. Í apríl 2009 var svo
lausnin tilbúin á markað.
Á markað
4. maí s.l. hófst sala á lausninni fyrir viðskiptavini Nova á kynningarverði. Nú
er lausnin einnig aðgengileg viðskiptavinum Vodafone í gegnum Vodafone
live og standa viðræður yfir um útgáfu hennar hjá Símanum. Tunerific
verður aðgengilegt á heimsmarkaði innan skamms í nýrri vefverslun Nokia
sem kallast OVI store.
Almenn framtíðarsýn okkar mótast af þeirri staðreynd að farsímar eru að
verða litlar og öflugar tölvur sem nota má til ýmissa hluta. Ef vel tekst til
með þetta tiltekna verkefni er stefnt á áframhaldandi þróun sjálfstæðra
hugbúnaðarlausna (e. stand-alone application) á farsíma sem hlaða má
niður af vefnum. Einnig má byggja á þeirri reynslu sem skapast mun við
framkvæmd verkefnisins, þá bæði reynslu tengdum markaðsmálum og
þróunaraðferðum, og nýta til að þróa fleiri litlar og hagnýtar lausnir fyrir
farsíma. Það skortir þekkingu á þessum markaði og með nýjum og öflugri
snjallsímum opnast nýir möguleikar sem íslensk hugbúnaðarfyrirtæki þurfa
að gefa gaum á næstu árum.
Hugmyndin að verkefninu varð
til í námskeiðinu Tölvukerfi og
markaðsmál
Ef vel tekst til með þetta tiltekna
verkefni er stefnt á áframhaldandi
þróun sjálfstæðra hugbúnaðarlausna