Tölvumál

Ataaseq assigiiaat ilaat

Tölvumál - 01.11.2009, Qupperneq 26

Tölvumál - 01.11.2009, Qupperneq 26
2 6 | T Ö L V U M Á L Hvers vegna hafa krakkar og unglingar ekki áhuga á að læra tölvunarfræði? Nemendum í tölvunarfræði hefur ekki fjölgað jafnmikið og í öðrum greinum á síðustu árum og var sú þróun kveikjan af verkefni sem að undirritaðir framkvæmdu í námi sínu í tölvunarfræði síðasta vor. Það er visst áhyggjuefni að á meðan nemendum fjölgar í háskólum fjölgi nemendum í tölvunarfræði ekki hlutfallslega jafnmikið. Markmið verkefnisins var að kanna hvernig hægt er að vekja áhuga almennt á tölvunarfræðináminu og á faginu. Eftir viðræður við tvo námsráðgjafa, annars vegar framhaldsskóla og hins vegar grunnskóla, var ákveðið að nálgast efnið með þeim hætti að gera stutta könnun á meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla. Framkvæmd var könnun meðal grunnskólanema í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þekking þeirra á starfi tölvunarfræðinga var könnuð. Einnig var athugað hvaða ímynd krakkarnir hafa af tölvunar- fræðingum. Skólarnir þar sem kannanirnar voru lagðar fyrir voru Hagaskóli og Engjaskóli. Staðan í grunn- og framhaldsskólum Hvers vegna eru unglingar ekki að velja tölvunarfræði í háskólanámi? Af tali okkar við námsráðgjafana þá komumst við að því að þeir telja að langflestir sem koma í framhaldsskóla séu þegar búnir að ákveða hvað þeir ætla að læra í háskóla. Kynningarefnið frá háskólunum inn í framhaldsskólana sé góð leið til að kynna námið en betra væri að fara inn í gagnfræðaskólana og kynna námið betur þar. Í kynningum þyrfti að koma fram hvað námið hefur upp á að bjóða og hvaða námsgreinar nemendur þurfa að leggja áherslu á í því námi sem þeir velja í háskóla. Nemendur gagnfræðaskólanna hafa t.d. mikinn áhuga á tölvuleikjum, tónlist og kvikmyndum og með þeim hætti væri hægt að vekja áhuga þeirra á þessari grein. Ein hugmynd gæti verið að heimsækja hugbúnaðarfyrirtæki sem eru að framleiða tölvuleiki eins og CCP. Eins væri hugmynd að senda nemendur í tölvunarfræði í gagnfræðaskólana þar sem þeir myndu kynna hvað þeir væru að gera í sínu námi. Könnunin – framkvæmd Út frá viðtölum okkar við námsráðgjafana lögðum við fram könnun fyrir 126 nemendur í tveimur gagnfræðaskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var gert til að fá hugmyndir um viðhorf krakka í gagnfræðaskólum til tölvunarfræði. Könnunin var lögð fyrir vikuna 30. mars – 5. apríl 2009 og urðu Hagaskóli og Engjaskóli fyrir valinu. Könnunin innihélt 10 spurningar sem áttu að gefa niðurstöður um ímynd krakkanna af tölvunarfræði og hvort þau vissu hvað tölvunarfræðingar gera. Einnig var kannað hvort þau hefðu áhuga á að læra tölvunarfræði í háskóla. Alls svöruðu 126 nemendur, eða 69 stúlkur og 57 strákar (sjá mynd 2). Könnunin skiptist á milli bekkjadeilda og svöruðu 64 í 8. bekk, 41 í 9. bekk og 22 í 10. bekk (sjá mynd 1). Sigurður Örn Jónsson tölvunarfræðingur, Eyrún Ýr Guðmundsdóttir tölvunarfræðinemi, Rúnar Grétarsson tölvunarfræðingur Mynd 1: Hlutfall nemenda eftir bekk Mynd 2: Fjöldi nemenda eftir kyni

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.