Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 5 Ástandið er sérstaklega slæmt utan Reykjavíkur. Til dæmis hefur gengið erfiðlega fyrir þá sem útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri í júní 2011 að fá fasta vinnu. Segja má að nú örli á því að atvinnuleysi sé að koma upp meðal hjúkrunarfræðinga. Skráðir atvinnulausir eru að vísu fáir en þetta er samt áhyggjuefni. Þó er þetta líklega ástand sem mun standa stutt. Þegar atvinnulífið tekur við sér aftur og verðmætasköpun fer af stað munu Íslendingar ekki láta sér nægja skerta heilbrigðisþjónustu. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum mun því aukast aftur. Þá er hættan að framboðið verði allt of lítið. Sumir munu hafa flust til útlanda og aðrir farið í önnur störf. Þá er vitað að óvenjustór hópur hjúkrunarfræðinga mun fara á eftirlaun næstu fimm til tíu árin. Við þessum framtíðarskorti þarf að spyrna. Spyrja má hvað heilbrigðisyfirvöld séu að gera í málinu. Er til hjá Alþingi og framkvæmdarvaldinu stefna og framtíðarsýn sem getur hjálpað okkur að bregðast við því ástandi sem mun blasa við innan fárra ára? Eru menn almennt upplýstir um vandann? Eru stjórnvöld beinlínis að búa til framtíðarvanda með því að minnka atvinnumöguleika háskólamenntaðra heilbrigðisstarfsmanna? Hvað gera stofnanir og félög, sem eiga hlut að máli, til þess að finna lausnir? Það er aldrei auðvelt að leysa framtíðarvanda. Sumir trúa því ekki að slík lausn sé til. Aðrir hafa ef til vill takmarkaðan hag af því að hjálpa til. Það má til dæmis spyrja sig hvort vit sé í því fyrir háskólana að útskrifa hjúkrunarfræðinga sem fá ekki vinnu fyrr en eftir nokkur ár. Samt er nauðsynlegt að hugsa til framtíðar. Það er heldur ekki sjálfgefið að stéttarfélag eins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafi hag af því að stuðla að jafnvægi í framboði og eftirspurn. Hagfræðin segir að laun ættu að hækka þegar skortur er á starfsfólki en hagfræðikenningar hafa hingað til lítið verkað í heilbrigðiskerfinu. Þá hafa stéttarfélög hjúkrunarfræðinga allt síðan í árdaga tekið ábyrgð á framboði á hjúkrunarfræðingum og reynt eftir megni að hjálpa til við að sinna eftirspurninni. Spurningarnar um atvinnuhorfur hjúkrunarfræðinga eru margar en svörin fá. En fyrir núverandi og verðandi hjúkrunarfræðinga eru svörin mikilvæg. Tímarit hjúkrunarfræðinga mun á þessu ári fylgjast með hvernig málin þróast og leita svara við þessum spurningum. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi: Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Árún K. Sigurðardóttir Brynja Örlygsdóttir Dóróthea Bergs Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir Kolbrún Albertsdóttir Sigríður Skúladóttir Þorsteinn Jónsson Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Herdís Sveinsdóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson Ljósmyndir: Christer Magnusson, Dominique Hommel, Rudolf Adolfsson o.fl. Próförk og yfirlestur: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Póstdreifing NÓG Í DAG EN SKORTUR Á MORGUN Upp hefur komið sérkennileg staða í atvinnumálum hjúkrunarfræðinga. Eins og kemur fram í viðtali í þessu tölublaði er ekki lengur sjálfsagt að fá vinnu eftir útskrift. Þetta er eitthvað sem hjúkrunarfræðingar þekkja ekki nema á allra síðustu árum. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík - Lifið heil www.lyfja.is Við hjúkrum þér í Lyfju Lágmúla Hjúkrunarþjónustan í Lyfju Lágmúla er opin frá kl. 8–17 virka daga. Það getur komið sér vel að hafa aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana. Þannig sparar þú biðtíma og fyrirhöfn. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar í Lyfju Lágmúla veita ýmsa sérhæfða þjónustu: • Einfaldar sáraskiptingar • Saumataka • Sprautun (kl. 10-12 virka daga) • Ráðgjöf við val á stoðvörum • Ráðgjöf við val á næringarvörum vegna vannæringar eða sjúkdóma • Ráðgjöf við val og notkun á sykursýkisvörum • Aðstoð við stómaþega Reglulegt eftirlit er mikilvægt, ekki síst fyrir heilsuna. Lyfja er þér ávallt innan handar þegar kemur að því að mæla: Blóðþrýsting, blóðfitu, blóðsykur, blóðrauða (hemóglóbín), súrefnismettun í blóði, beinþéttni, öndun (útöndun) og kolmónoxíð í útöndun (fyrir þá sem vilja hætta að reykja). ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 5 31 60 1 .2 01 1

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.