Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 20126
Katrín Blöndal, Hildur Einarsdóttir, Brynja Ingadóttir, Dóróthea Bergs, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingunn Steingrímsdóttir,
Sigrún R. Steindórsdóttir og Elín J.G. Hafsteinsdóttir, katrinbl@landspitali.is
LEGGINN ÚT
verkefni um ígrundaða notkun þvagleggja
Á Landspítala hefur hópur hjúkrunarfræðinga tekið höndum saman um að
takmarka notkun þvagleggja og þannig koma í veg fyrir þvagfærasýkingar.
Hópurinn hefur skoðað hvernig þvagleggir eru notaðir og staðið fyrir fræðsluátaki
um rétta þvagleggsísetningu.
Sýkingar af völdum þvagleggja eru
umfangsmikið vandamál í heilbrigðis
kerfinu og hafa margvíslegar afleiðingar
fyrir sjúklinga og heilbrigðisstofnanir.
Þvagfærasýkingar eru algengasta
tegund spítalasýkinga eða 40% allra
spítalasýkinga. Stærstur hluti þessara
þvagfærasýkinga eða meira en 80%
tengjast notkun þvagleggja. Slíkar
sýkingar, sem að hluta til má koma í veg
fyrir, setja sjúklinga í óþarfa hættu og
ógna öryggi þeirra (sjá töflu 1).
Umræðuhópur í vinnusmiðju um þvagleggi á ráðstefnunni Hjúkrun 2011.
Tafla 1. Afleiðingar þvagfærasýkinga af
völdum þvagleggja.
• Legutími lengist
• Kostnaður heilbrigðiskerfis og sjúklinga eykst
• Aukin notkun sýklalyfja
• Aukin vanlíðan sjúklinga vegna
sjúkdóms einkenna
• Sjúklingar með legg fara síður
fram úr rúmi en það eykur hættu á
þrýstingssárum, myndun blóðtappa og
lungnabólgu.
Rannsóknir hafa sýnt að 1225% allra
sjúklinga, sem leggjast inn á spítala, fá
þvaglegg í legunni og að ekki er gild
ástæða fyrir ísetningu 4158% þeirra.
Af þessum niðurstöðum má draga þá
ályktun að þvagleggir séu oft settir að
óþörfu.
Geta má þess að mörg bandarísk
sjúkratryggingafélög greiða ekki kostnað
sem hlýst af þvagfærasýkingu sem tengja
má ísetningu þvagleggs í sjúkrahúslegu.
Álit þeirra er að hægt sé að koma í veg
fyrir slíkar sýkingar með öllu.
Hjúkrunarfræðingar geta lagt mikið af
mörkum til að fækka þessum þvagfæra
sýkingum. Þeir hafa töluvert um það að
segja hvenær og hvort þvagleggir eru settir
og fjarlægðir auk þess sem það kemur
oft í þeirra hlut að setja upp þvagleggi
hjá sjúklingum. Þá annast þeir ásamt
sjúkraliðum sjúklinga með þvagleggi.
Rannsóknir benda til þess að breytt
vinnulag varðandi þvagleggi geti dregið
stórlega úr sýkingum þeim tengdum.
Því er mikilvægt að beina fræðslu um
breytt verklag til hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða í þeim tilgangi að hafa áhrif á
notkun og umhirðu þvagleggja.
Undanfarið ár hefur á Landspítala (LSH)
verið unnið að verkefni sem lýtur að því
að breyta viðhorfum og vinnulagi starfs
fólks til þvagleggja og fækka þvag færa
sýkingum af völdum þvagleggja. Fyrir
mynd verkefnisins er sótt til IHIstofnunar
innar (Institute for Healthcare Improve
ment) í Bandaríkjunum. Stofnunin vinnur
á alþjóðlegum grundvelli að auknum