Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 20128 er lokið á skurðdeildum og fer fram á lyflækningadeildum vorið 2012. Fræðslan hófst í janúar 2011. Útbúin voru kennslugögn og keypt hjálpargögn og sýndarsjúklingur. Fræðslan tók um 40 mínútur og fól í sér fyrirlestur, sýnikennslu og umræður. Hún byggist á pinklinum frá IHI sem áður er getið (sjá töflu 2). Tíminn sem sjúklingar eru með þvaglegg skiptir mestu máli um hvort sýking hlýst af. Minni hætta er á þvagfærasýkingum þegar tappað er reglulega af sjúklingum með einnota legg heldur en ef þeir eru með inniliggjandi þvaglegg. Allar deildir, sem tóku þátt í verkefninu, voru heimsóttar og fundað með hjúkrunar­ fræðingum og sjúkraliðum. Áhersla var lögð á að taka ígrundaða afstöðu á hverjum degi til þess hvort fjar lægja mætti þvaglegg sjúklings og að minni hætta er á sýkingum þegar tappað er reglu lega af sjúklingum með einnota legg heldur en ef þeir eru með inniliggjandi legg. Þá var rætt um mikilvægi góðrar umhirðu og eftirlits með þvaglátum eftir að leggur er tekinn. Að lokum var minnt á að tíminn, sem þvagleggurinn er í sjúklingnum, skiptir mestu máli um hvort sýking fylgir í kjölfarið og því mikilvægt að leggir dagi ekki uppi. Sýnikennslan fólst í kennslu á blöðru­ ómtæki, vali á þvaglegg og ísetningu hans. Þá var lögð áhersla á að nota önnur úrræði en þvagleggi við eftirlit og stjórnun þvagláta. Jafnframt voru kynntar nýjar verklagsreglur varðandi eftirlit og umhirðu þvagleggja sem teknar hafa verið upp á spítalanum. Þar koma meðal annars fram viðurkenndar ábendingar um notkun þvagleggja svo koma megi í veg fyrir ástæðulausar þvagleggsísetningar (sjá töflu 3). Um leið er minnt á mikilvægi þess að hafa nákvæmt eftirlit með þvaglátum sjúklinga til að forðast ofþenslu á þvagblöðru því hún getur valdið skaða. Mikilvægt er að fylgjast nákvæmlega með þvag­ látum sjúklinga til að hindra ofþenslu á þvagblöðru en hún getur valdið tímabundnum eða varanlegum skaða. Góð umræða fóru fram á öllum deildum og greinilegt að starfsfólk var ánægt að fá tækifæri til að viðra vandamál sem koma upp í daglegu starfi svo og að geta leitað ráða við þeim. Fræðslunni er fylgt eftir með tveimur heimsóknum, einum mánuði og þremur mánuðum seinna, þar sem helstu atriði eru áréttuð. Límminnismiðum (Post­it) og merktum pennum er dreift í þeim heimsóknum. Á miðunum og pennunum eru áminningar um að taka ígrundaða afstöðu daglega til þvagleggja og að meta hvort þeirra er þörf. Niðurstöður úr gagnasöfnun fyrir fræðsluna hafa verið kynntar á málþingum skurðlækningasviðs LSH, á norrænni ráðstefnu þvagfæraskurðlækna og hjúkrunarfræðinga og á Hjúkrun 2011, vísindaráðstefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Að lokinni seinni gagnasöfnun verða niðurstöður kynntar í vísindagreinum í fagtímaritum. Tafla 3. Viðmið um ísetningu þvagleggja. Viðurkenndar ábendingar um ísetningu: 1. Þvagteppa 2. Slöpp þvagblaðra og tæmingar erfið leikar 3. Aðgerðir á þvagfærum eða á aðliggjandi líffærum 4. Nákvæmt eftirlit með útskilnaði þvags 5. Sjúklingur með III. eða IV. stigs þrýstings sár á spjaldbeini og þvagleka 6. Líknandi meðferð (val sjúklings) 7. Fyrsti sólarhringur eftir ísetningu epidural­ leggs 8. Ekki má eða er hægt að hreyfa sjúkling vegna áverka eða óstöðugs brots. Þvagleggi ætti ekki að nota: 1. vegna þvagleka 2. vegna hreyfiskerðingar/rúmlegu 3. til þægindaauka fyrir starfsfólk 4. vegna óska sjúklings 5. til töku þvagsýna 6. til að fylgjast með þvagútskilnaði þegar aðrar aðferðir duga. Frekara lesefni Elpern, E.H., Killeen, K., Ketchem, A., Wiley, A., Patel, G., og Lateef, O. (2009). Reducing use of indwelling urinary catheters and associated urinary tract infections. American Journal of Critical Care, 18, 535­541. Institute for Healthcare Improvement (IHI) (e.d). Prevent catheter-associated urinary tract infections. Sótt 13. febrúar 2011 á http://www.ihi.org/IHI/Programs/ ImprovementMap/PreventCatheterAssoci atedUrinaryTractInfections.htm. Jain, P., Parada, J.P., David, A., og Smith, L.G. (1995). Overuse of the indwelling urinary tract catheter in hospitalised medical patients. Archives of Internal Medicine, 155, 1425­1429. Saint, S. (2000). Clinical and economic consequences of nosocomial catheter­ related bacteriuria. American Journal of Infection Control, 28 (1), 68­75.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.