Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Síða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 13
Tekin mynd af áverka á hendi með farsíma. Handhæg reiknivél þegar taka þarf til lyfjaskammt.
og Lenovo svo dæmi séu tekin. Þá eru
stýrikerfi og notendaviðmót þessara tækja
misjöfn.
Möguleikar
Það er ekkert nýtt að fólk noti handtæki í
klínísku starfi. Svokallaðar Palmlófatölvur
hafa um þónokkurt skeið verið notaðar
og reynslan af þeim verið góð. Hins vegar
hefur útbreiðsla á snjallsímum aukið til
muna á vinsældir handtækja í hjúkrun.
Hægt er að skoða notagildi handtækja í
hjúkrun frá mörgum sjónarhornum, til að
mynda út frá rafrænni skráningu, en sífellt
fleiri sjúkradeildir og heilbrigðisstofnanir
eru að verða „pappírslausar“. Víða
erlendis gegna handtæki mikilvægu
hlutverki í skráningu upplýsinga en fleiri
og fleiri heilbrigðisstofnanir sjá sér hag
í að styðjast við handtæki í rafrænni
skráningu. Þá er hægt að skoða notkun á
handtækjum í hjúkrun í rannsóknartilgangi
en möguleikar á þeim sviðum eru
fjölmargir og eiga án efa eftir að koma
betur í ljós í framtíðinni. Fræðsla fyrir
nemendur og samstarfsfólk er mikilvægur
þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga og eru
handtæki mjög hjálpleg í því samhengi.
Fljótlegt er að leita eftir heimildum og frekari
útskýringum í myndum, máli og texta á
klínískum vettvangi með aðstoð þeirra.
Ekki má gleyma sjúklingafræðslu sem er
stór þáttur í störfum hjúkrunarfræðinga
en sóknarfæri í notkun handtækja í
sjúklingafræðslu eru nánast takmarkalaus.
Þá hefur komið fram í rannsóknum að
notkun á handtækjum í hjúkrun auki
afköst hjúkrunarfræðinga (Stroud, 2009).
Handhægar upplýsingar
Handtæki nýtast hjúkrunarfræðingum
með beinum hætti þegar afla þarf
upplýsinga um lyf. Til eru fjölmörg
ítarleg rafræn lyfjafræðiforrit sem geta
auðveldað hjúkrunarfræðingum klínísk
störf. Fram hefur komið að algengasta
notkun á handtækjum í klínísku starfi
er notkun á lyfjafræðiforritum (Stroud,
2009). Upplýsingar í rafrænum
lyfjaforritum eru yfirleitt aðgengilegar og
fljótlegt að finna þær. Gefum okkur að
verið sé að undirbúa gjöf á lyfi sem
sjaldan er notað, þá er fljótlegt að fá
allar þær upplýsingar sem vantar um
lyfið með aðstoð handtækja. Hægt er
að fá ítarlegar upplýsingar um þekktar
aukaverkanir, hvernig blanda á lyfið og
hvaða lyf mega renna saman í dreypi.
Eins er um fjölmargar aðrar upplýsingar
sem venjulega er að finna í hefðbundnum
lyfjafræðihandbókum á pappírsformi.
Allar upplýsingar eru uppfærðar reglulega
og forritin láta vita þegar nýjar rannsóknir
og gögn eru tiltæk. Þá er í mörgum
forritum hægt að bæta við persónulegum
minnispunktum sem gott getur verið að
grípa til síðar. Jafnframt er hægt að flokka
algengustu lyfin saman í flýtilista fyrir
ákveðnar sjúkradeildir eða sjúklingahópa.
Vart þarf að fjölyrða um hagræði þess
að hafa tiltækt svo mikið magn af
upplýsingum í litlu tæki í vasanum – en
þær myndu á pappírsformi taka mörg
þúsund blaðsíður, svo ekki sé minnst
á aðgengið. Oft þarf einungis að skrifa
fyrstu stafina á nafni lyfsins sem leitað
er að og á sekúndubroti birtast allar þær
upplýsingar sem leitað er að. Ætla má að
fljótlegar og aðgengilegar lyfjaupplýsingar
auki til muna öryggi sjúklinga.
Útreikningar
Auk lyfjafræðiforrita í handtækjum eru til
mörg forrit sem henta við mismunandi
aðstæður. Má þar nefna fjölmörg formúlu
forrit sem hjálpa til við útreikninga og mat
á sjúklingum, svo sem mat á meðvitund
og meðalblóðþrýstingi, útreikning á
líkamsþyngdarstuðli og miklu fleira. Einfalt
er að slá inn mælingar og gildi sjúklinga
og á augabragði kemur útreikningur
og túlkun á niðurstöðum. Dæmi um
þetta er túlkun á blóðprufugildum eins
og slagæðablóðprufum. Eldsnöggt
liggja fyrir niðurstöður um sýru og
basajafnvægi sjúklingsins ásamt fróðleik
um niðurstöðurnar og í sumum tilvikum
leiðbeiningar um ákjósanlega frekari
meðferð. Formúluforrit geta því sparað
tíma og hjálpað hjúkrunarfræðingum
við ákvarðanatöku í klínísku starfi.
Þau auka þannig þekkingu og dýpka