Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201222 BREYTTAR REGLUR STARFSMENNTUNARSJÓÐS Í fyrra breyttist úthlutun starfsmenntunarsjóðs þannig að félagsmenn gátu sótt um styrk árlega í staðinn fyrir á tveggja ára fresti. Í ljós hefur komið að þessi breyting hefur víðtæk áhrif á störf sjóðsins. Til dæmis þurfti að úthluta aukalega í desember sl. til þess að félagsmenn gætu fengið styrk fyrir námskeið sem þeir sóttu eftir 1. október. Stjórn sjóðsins hefur nú farið yfir reglurnar og meðal annars breytt fundardagsetningum. Í leiðinni var hámarksstyrkurinn hækkaður í 45.000 kr. Starfsreglur starfsmenntunarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. Nafn og heimili Sjóðurinn heitir starfsmenntunarsjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í reglum þessum. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík. 2. Markmið sjóðsins Markmið sjóðsins er að nýta sem best tekjur sjóðsins í þágu sí­, eftir­ og endurmenntunar hjúkrunarfræðinga í tengslum við störf þeirra. 3. Stjórn sjóðsins Stjórn sjóðsins skal skipuð tveimur fulltrúum Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga og tveimur fulltrúum launa­ greiðenda, þ.e. ríkis og Reykjavíkurborgar. Sjóðs stjórn ákvarðar hámarksstyrk fjár­ hæðir og aðrar reglur um framkvæmd til uppfyllingar starfsreglum þessum, velur á milli styrkhæfra verkefna og umsækjenda, afgreiðir umsóknir, sker úr um vafaatriði, t.d. um sjóðaðild eða styrkhæfi umsókna, og tekur á öðrum álitaefnum eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.