Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201222
BREYTTAR REGLUR STARFSMENNTUNARSJÓÐS
Í fyrra breyttist úthlutun starfsmenntunarsjóðs þannig að félagsmenn gátu sótt um
styrk árlega í staðinn fyrir á tveggja ára fresti. Í ljós hefur komið að þessi breyting
hefur víðtæk áhrif á störf sjóðsins. Til dæmis þurfti að úthluta aukalega í desember
sl. til þess að félagsmenn gætu fengið styrk fyrir námskeið sem þeir sóttu eftir
1. október. Stjórn sjóðsins hefur nú farið yfir reglurnar og meðal annars breytt
fundardagsetningum. Í leiðinni var hámarksstyrkurinn hækkaður í 45.000 kr.
Starfsreglur starfsmenntunarsjóðs
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
1. Nafn og heimili
Sjóðurinn heitir starfsmenntunarsjóður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
og starfar hann með því skipulagi og
markmiði sem segir í reglum þessum.
Heimili sjóðsins og varnarþing er í
Reykjavík.
2. Markmið sjóðsins
Markmið sjóðsins er að nýta sem best
tekjur sjóðsins í þágu sí, eftir og
endurmenntunar hjúkrunarfræðinga í
tengslum við störf þeirra.
3. Stjórn sjóðsins
Stjórn sjóðsins skal skipuð tveimur
fulltrúum Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga og tveimur fulltrúum launa
greiðenda, þ.e. ríkis og Reykjavíkurborgar.
Sjóðs stjórn ákvarðar hámarksstyrk fjár
hæðir og aðrar reglur um framkvæmd
til uppfyllingar starfsreglum þessum,
velur á milli styrkhæfra verkefna og
umsækjenda, afgreiðir umsóknir, sker
úr um vafaatriði, t.d. um sjóðaðild eða
styrkhæfi umsókna, og tekur á öðrum
álitaefnum eða ágreiningsmálum sem
upp kunna að koma.