Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201224
eftirfarandi skilyrði: Námið sé framhalds
eða viðbótarnám í hjúkrunarfræði, fari
fram við viðurkennda menntastofnun og
því ljúki með formlegu námsmati.
9. Ferill umsókna hjá sjóðnum
Umsóknum skal skila inn rafrænt til
sjóðsins fyrir 1. þess mánaðar þegar
stjórnin kemur saman (febrúar, maí,
september og desember). Rafrænt
umsóknar eyðublað er að finna á heima
síðu félagsins.
Upplýsingar um sjóðinn eru á heimasíðu
félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og á
skrifstofu félagsins.
Sjóðfélagar skulu vanda frágang umsókna
og tilgreina nákvæmlega til hvers þeir
ætla að verja styrkfénu auk annarra atriða
sem spurt er um á eyðublaðinu. Ella geta
umsækjendur átt það á hættu að ekki
sé fjallað um umsóknir þeirra þar til
bætt hefur verið úr. Þegar umsókn hefur
verið send fær umsækjandi svar um að
umsóknin hafi verið móttekin. Sjóðurinn
ber enga ábyrgð á því ef umsóknir berast
ekki einhverra hluta vegna.
Þegar afgreiðsla stjórnar liggur fyrir er
sjóðfélögum kynnt niðurstaðan skriflega.
Í sama bréfi kemur fram hvaða gögnum
þarf að framvísa til að fá styrkinn
greiddan.
10. Réttur til að hætta við umsókn
Ef verkefni er ekki lokið eða umsókn er
dregin til baka áður en styrkur er greiddur
fellur styrkloforðið niður og hefur umsóknin
þá engin áhrif á réttindi umsækjanda hjá
sjóðnum.
11. Afgreiðsla á styrkveitingu úr
sjóðnum
a) Skil á gögnum til sjóðsins. Sjóðfélagi
ber ábyrgð á því að skila inn tilskildum
gögnum til sjóðsins. Réttur til greiðslu
samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrnist
ef umsækjandi hefur ekki skilað nauð
synlegum gögnum (reikningum og
stað festingu) innan 9 mánaða frá dag
setningu tilkynningar um styrkveitingu.
b) Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði
fram gegn framvísun reikninga í
frumriti. Á reikningnum þarf að koma
fram nafn, kennitala og fyrir hvað er
greitt. Ef ekki er unnt að framvísa
frumriti vegna greiðslu getur sjóðurinn
greitt gegn staðfestu afriti reiknings.
Sé reikningur glataður að fullu verður
stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um
afgreiðslu styrksins.
c) Staðfesting á verkefni. Sýna þarf fram
á, t.d. með prófskírteini, dagskrá,
þátttakendalista eða bréfi umsjónar
manns verkefnis, að styrkurinn hafi
verið nýttur til þeirra verkefna sem
ætlast var til við úthlutun hans.
Staðfesting þarf að koma frá öðrum
aðila en umsækjanda sjálfum.
Nauðsynlegt er því að halda til haga
öllum gögnum.
d) Útborgun styrks. Styrkir úr sjóðnum
eru greiddir út í fyrsta lagi 25. þess
mánaðar sem úthlutað er. Ef um styrk
vegna styttra náms, verkefnis eða
ráðstefnu er að ræða (ein önn eða
styttra) er styrkurinn greiddur þegar
verkefni er lokið og gögnum hefur
verið skilað. Ef um er að ræða lengra
nám er hægt að skila inn staðfestingu
um að umsækjandi stundi námið og
er þá styrkurinn greiddur út næsta
útborgunardag. Greiðslutilkynning er
send í tölvupósti.
e) Eftirágreiðsla. Greiðsla styrks er alltaf
endurgreiðsla útlagðs kostnaðar – eftir
á. Styrkur er aldrei greiddur út fyrir fram.
f) Áskilinn sveigjanleiki. Sjóðurinn áskilur
sér rétt til sveigjanleika í greiðslu
styrksins. Leitast verður við að greiða
styrki úr sjóðnum út eins fljótt og
aðstæður leyfa hverju sinni.
g) Tvígreiðsla eða ofgreiðsla styrks. Ef
mistök verða í afgreiðslu styrkumsóknar
eða greiðslu styrks munu starfsmenn
sjóðsins leitast við að leiðrétta mistök
eins fljótt og hægt er. Ef sjóðfélagi
hefur fengið tvígreiddan styrk eða
ofgreidda styrkupphæð þarf hann
að tilkynna sjóðnum mistökin og
endurgreiða þegar í stað þá upphæð,
sem munar, til sjóðsins aftur.
h) Í byrjun hvers árs eru sendar
upplýsingar til skattayfirvalda þar sem
gerð er grein fyrir styrkþegum og
styrkupphæðum síðastliðins árs.
12. Skráning og meðferð
umsókna hjá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga
a) Samþykktar umsóknir ásamt frumriti
reikninga og afriti launaseðla eru
geymdar í 7 ár.
b) Umsóknir, sem hefur verið hafnað eða
vísað frá, eru ekki geymdar lengur en í
eitt ár.
c) Fylgigögn: Öllum öðrum gögnum en
fram koma í 12. a) er eytt eftir greiðslu
styrks.
d) Skráning í félagatal: Upphæð, dag
setning umsóknar og greiðsla styrkja
er skráð í félagatal sjóðsins.
13. Málskotsréttur
Ef sjóðfélagi er ósáttur við afgreiðslu
starfsmanna sjóðsins á styrkumsókn
sinni og fylgigögnum á hann ávallt rétt
á að vísa erindi sínu til stjórnar sjóðsins.
Verður afgreiðslan þá tekin upp á næsta
fundi stjórnar.
14. Gildistaka og önnur ákvæði
Reglur þessar eru samþykktar í stjórn
sjóðsins 19. janúar 2012 og taka gildi 25.
janúar 2012.
Við gildistökuna falla úr gildi eldri starfs
reglur og aðrar ákvarðanir sem ekki eru í
samræmi við reglur þessar.
Reglurnar eru birtar svo breyttar í Tímariti
hjúkrunarfræðinga og jafnframt á heima
síðu Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga,
www.hjukrun.is.
Samþykki stjórn sjóðsins breytingar á
reglum þessum verða þær kynntar á
viðeigandi vettvangi og uppfærðar á
heimasíðu.
Upplýsingar um starfsemi sjóðsins birtast
í Tímariti hjúkrunarfræðinga og öðrum
miðlum eftir því sem tilefni þykir til.
Gert í Reykjavík 25. janúar 2012,
stjórn starfsmenntunarsjóðs Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Dagbjört H. Kristinsdóttir
Birgir Björn Sigurjónsson
Christer Magnusson
Lárus Ögmundsson.