Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 27 „Lillurnar“ úr Fossvogi. Frá vinstri standa Anna Harðardóttir, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Guðrún Petra Árnadóttir og Kristín Katla Swan. gjörgæsludeilda í Danmörku nota dagbókarskrif sem hluta meðferðar. Dag bækurnar eru hugsaðar fyrir sjúklinga sem eru svæfðir lengur en í tvo sólar hringa á gjörgæsludeild og skulu hjúkrunarfræðingar og annað starfs fólk, sem annast sjúklinginn, sjá um að skrá í dagbókina ásamt fjölskyldu sjúklings. Bækurnar skal skrifa á auðskilinn hátt og gæta þess að notkun fagorða sé haldið í lágmarki. Mikilvægast er þó að fylgja dagbókarskrifunum vel eftir og meta hvenær sé best að afhenda sjúklingum bækurnar þar sem þær eru hugsaðar til að auðvelda sjúklingum að vinna úr veikindum sínum. Uppbygging dagbókanna felur í sér innlagnarástæðu og ástand við komu, daglega viðburði á meðan sjúklingurinn liggur á gjörgæslunni og ástand hans við útskrift. Einnig er hægt að bæta við myndum af aðstæðum og sjúklingi sé þess óskað. Auk þessa kom fram í fyrirlestrinum að sýnt hafi verið fram á að dagbókarskrif geti dregið úr kvíða, þunglyndi, minnisleysi, svefnvandamálum og áfallastreituröskun hjá sjúklingum sem legið hafa á gjörgæslu. Þau geti einnig auðveldað aðstandendum að vinna úr sorg sinni missi þeir einhvern sér nákominn. Að lokum kom þó einnig fram að það vantar fleiri rannsóknir sem sýna fram á gildi dagbókanna þar sem lítið er vitað um neikvæð eða skaðleg áhrif slíkra skrifa á sjúklinga. Þar sem mikið var af áhugaverðum fyrirlestrum og dagskráin þétt reyndist erfitt að flakka á milli sala. Því brugðum við á það ráð að skipta okkur á salina fjóra og fara saman yfir helstu atriði fyrirlestranna í lok dags. Hlé voru gerð með reglulegu millibili þar sem boðið var upp á hressingu, hádegismat og kynningar á mismunandi hjúkrunarvörum. Okkur þótti ráðstefnan vönduð í alla staði og má þar nefna að fyrsta kvöldið bauð borgarstjórinn ráðstefnugestum til glæsilegs kvöldverðarhlaðborðs í Ráðhúsinu. Að okkar mati er þátttaka á erlendum ráðstefnum ekki síður mikilvæg fyrir unga hjúkrunarfræðinga með stuttan starfsaldur en þá sem reynslumeiri eru. Ráðstefnan opnaði augu okkar fyrir því hversu framarlega íslensk hjúkrun er á margan hátt miðað við önnur Evrópulönd og hafði hvetjandi og endurnærandi áhrif á okkur. Hins vegar voru önnur viðfangsefni, sem aðrir hafa sinnt um árabil, ný og framandi fyrir okkur og kveiktu áhuga okkar á að koma sumum þeirra hugsanlega á fót á íslenskum gjörgæsludeildum, til dæmis dagbókarskrifum. Við vorum gríðarlega ánægðar með ráðstefnuna í alla staði og hvetjum alla hjúkrunarfræðinga til að íhuga þátttöku á erlendum ráðstefnum eða námskeiðum. Sjálfar erum við fullar tilhlökkunar fyrir næstu ráðstefnu þar sem við getum aukið þekkingu okkar, eignast nýjar minningar og ræktað vinasambönd. Anna Harðardóttir og Kristín Katla Swan eru hjúkrunarfræðingar á gjör gæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Anna útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2006 og Kristín Katla útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri árið 2009. Textinn um dagbókarskrif á gjörgæslu er unninn upp úr fyrirlestri Guðrúnar Petru Árnadóttur og Hrafnhildar Eyþórsdóttur sem haldinn var á haustráðstefnu fagdeildar gjörgæslu hjúkrunarfræðinga í október 2011 og er birtur með þeirra leyfi. Guðrún Petra og Hrafnhildur eru einnig hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og voru með í för á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.