Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201240 Rannsóknir sýna að þekking, sjálfsefling og streita eru samtvinnaðar meðal fólks með sykursýki og hafa áhrif á sjálfsumönnun (Sigurdardottir, 2005) og þá um leið langtímasykurgildið. Lítil vitneskja er til um þetta efni á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina hvað hefur áhrif á langtímasykurgildið. Settar voru fram tvær rannsóknaspurningar: 1) Hver eru áhrif aldurs, kyns, menntunar, búsetuforms og tegundar sykursýki á langtímasykurgildið? 2) Hver eru tengsl sálfélagslegra þátta eða þekkingar, sjálfseflingar og streitu á langtímasykurgildið? AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknasnið Rannsóknasniðið var þversniðsrannsókn og byggist þessi rannsókn á gögnum tveggja rannsókna. Í rannsókn 1 var spurninga listum dreift á göngudeildum sykursjúkra. Rannsókn 2 var meðferðarannsókn gerð árin 2005­2007. Gögn rannsóknar 2, sem unnið er með hér, eru svör við spurningalistum áður en meðferð var veitt, eða í fyrsta skipti sem fólkið svaraði. Sjá Sigurdardottir o.fl. (2009) þar sem meðferð og niðurstöðum rannsóknar er lýst. Framkvæmd rannsókna Í rannsókn 1 var spurningalistum dreift á fjórum göngudeildum sykursjúkra, tveim á höfuðborgarsvæðinu og tveim á Norður­ landi. Hjúkrunarfræðingar á viðkomandi göngudeildum afhentu hugsanlegum þátttakendum spurningalistana þegar þeir komu í sitt reglubundna eftirlit yfir fjögurra mánaða tímabil. Það þótti nægjanlegt þar sem fólk kemur almennt í eftirlit á þriggja mánaða fresti. Rannsókn 1 var framkvæmd árið 2002 meðal fólks með sykursýki af tegund 1. Rannsókn 2 var meðferðarannsókn gerð árin 2005­2007 meðal fólks með sykursýki af tegund 2. Hér eru notuð svör fólks áður en meðferð var veitt eða í fyrsta skipti sem fólkið svaraði spurningunum. Fimm sérfræðilæknar völdu þátttakendur sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Úrtak Úrtak rannsóknar 1 var fólk með sykursýki af tegund 1, fætt 1940 og seinna en ekki yngra en 18 ára. Í rannsókn 2 var úrtakið fólk með sykursýki af tegund 2, fætt 1930 og seinna en ekki yngra en 18 ára. Einnig var miðað við að HbA1c­gildið væri ≥7,5% og mæling ekki eldri en 6 vikna. Þungaðar konur voru útilokaðar frá þátttöku í báðum rannsóknum. Mælitæki Þrír spurningalistar voru notaðir: þekkingarkvarðinn (The Diabetes Knowledge Test (DKT)) (Fitzgerald o.fl., 1998), eflingarkvarðinn (The Diabetes Empowerment Scale (DES)) (Anderson o.fl., 2000) og streitukvarðinn (The Problem Areas in Diabetes Scale (PAID)) (Polonsky o.fl., 1995). Kvarðarnir voru búnir til á nokkrum árum í samvinnu við einstaklinga með sykursýki. Próffræðilegir eiginleikar kvarðanna hafa verið rannsakaðir alþjóðlega bæði í þverskurðarkönnunum og meðferðarrannsóknum (Anderson o.fl., 2000; Eigenmann o.fl., 2009; Snoek o.fl., 2000). Sjá einnig Sigurdardottir og Jonsdottir (2008) og Sigurdardottir og Benediktson (2008) um þýðingar og bakþýðingar og próffræðilega eiginleika íslensku útgáfu kvarðanna. Þekkingarkvarðinn inniheldur 23 spurningar fyrir fólk sem notar insúlín en 14 fyrir þá sem ekki nota insúlín. Kvarðinn metur almenna þekkingu um sykursýki, mataræði, áhrif hreyfingar á blóðsykur, fylgikvilla og notkun á insúlíni (Fitzgerald o.fl., 1998). Í þessari grein er unnið með svör við 14 spurningum og 14 rétt svör er besti árangur. Spurningar í þekkingarkvarðanum um notkun á insúlíni eru ekki með hér þar sem þær spurningar voru einungis notaðar í rannsókn 1. Alfa­áreiðanleikastuðull þekkingarkvarðans var 0,62. Sjálfseflingarkvarðinn er 28 spurningar sem skiptast í þrjá hluta. Þeir eru a) markmiðasetningarkvarði með níu spurningum b) andlegur kvarði, inniheldur níu spurningar; c) kvarði sem metur hæfni til breytinga, þar eru 10 spurningar. Auk þess inniheldur kvarðinn fjórar spurningar um áhrif sykursýkinnar á líf viðkomandi, um aðlögun einstaklings að sjúkdómnum og hvort honum finnist auðvelt að spyrja lækni sinn um sykursýkina. Spurningar þessar eru kallaðar aðlögunarspurningar (Anderson o.fl., 2000). Sjálfseflingarkvarðinn var með alfa­áreiðanleikastuðul 0,84. Streitukvarðinn er 20 spurningar þar sem spurt er nákvæmlega út í ákveðin atriði í tengslum við sykursýki, svo sem óþægindi og streitu í sambandi við fæðuval, hræðslu við blóðsykurfall og reynslu af stuðningi (Polonsky o.fl., 1995). Streitukvarðinn greinir streitu eftir streitustigi. Hann hefur reynst notadrjúgur til að greina sálræn vandamál hjá fólki með sykursýki (Hermanns o.fl., 2006) og hefur einnig reynst næmur á breytingar í meðferðarrannsóknum (Eigenmann o.fl., 2009). Alfa­áreiðan­ leikastuðull streitukvarðans var 0,94. Í báðum rannsóknum var langtímasykurgildið mælt daginn sem fólkið svaraði spurningalistunum. Einnig var spurt um kyn, aldur, menntun, búsetuform eða hvort fólk byggi eitt eða með öðrum, og hvað viðkomandi hefði verið mörg ár með sykursýki. Siðfræði Rannsóknirnar hlutu samþykki Vísindasiðanefndar, númer fyrri rannsóknar er 00/091­SI og seinni rannsóknar 05­094­ S1. Persónuvernd (áður Tölvunefnd) veitti heimild fyrir báðum rannsóknunum. Tölfræði Gagnasöfn beggja rannsókna voru sameinuð og búnar til sameiginlegar breytur fyrir alla kvarða og bakgrunnsþætti. Við greiningu gagna var notað SPSS­forritið, útgáfa 17, og STATA, útgáfa 10. Lýsandi tölfræði var notuð til að reikna meðaltöl og dreifingu. Hópar voru bornir saman með t­prófi og línuleg aðhvarfsgreining var notuð. Enn fremur var notuð tvíkosta aðhvarfsgreining (binary logistic regression). Bæði línuleg aðhvarfsgreining og tvíkosta aðhvarfsgreining byggjast á því að nota upplýsingar um gildi einnar eða fleiri frumbreyta til að spá fyrir um gildi tiltekinnar fylgibreytu og búa til líkan sem lýsir tengslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.