Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Page 47
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 43
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
Hópar bornir saman eftir tegund sykursýki
Þegar hópar voru bornir saman eftir tegund sykursýki kom í
ljós að fólk með sykursýki af tegund 2 svaraði færri spurningum
rétt á þekkingarkvarða (p=0,0001), hafði minni skilning á
meðferð sykursýkinnar (p=0,001) og átti verra með að laga sig
„á jákvæðan hátt að þeirri staðreynd“ að vera með sykursýki
(p=0,009). Hins vegar og ekki í samræmi við ofangreint var fólk
með tegund 2 sykursýki með fleiri stig á sjálfseflingarkvarða
(p=0,028) heldur en þeir sem voru með sykursýki af tegund 1.
Fólk með tegund 2 hafði hærra langtímasykurgildi en þeir með
tegund 2 (p=0,037). Fólk með tegund 1 hafði haft sjúkdóminn
lengur en þeir með tegund 2 (p=0,001).
Langtímasykurgildi
Mælingin á langtímasykurgildinu var flokkuð í tvennt, annars
vegar þá með langtímasykurgildi 7,5% eða lægra (n=59) og svo
þá með hærra langtímasykurgildi (n=83), og hópar bornir saman
með tprófi. Í ljós kom að þátttakendur með hærra gildi sögðu
marktækt fremur að „sykursýkin hefði gert það að verkum, á
síðustu þrem mánuðum, að þeir hefðu ekki getað gert allt það
sem þeir vildu gera“ (p=0,011). Fólk með hærra langtímasykurgildi
átti verra með að laga sig „á jákvæðan hátt að þeirri staðreynd“
að það er með sykursýki (p=0,010). Þátttakendur með hærra
langtímagildi sýndu marktækt minni skilning á sykursýkismeðferð
sinni heldur en þeir með langtímasykurgildi ≤ 7,5% eða p=0,030.
Þó þeir með hærra langtímasykurgildi hefðu ekki svarað marktækt
færri spurningum á þekkingarkvarðanum rétt var þó tilhneiging
til þess (p=0,052). Ekki var marktækur munur á þessum hópum
hvað varðar niðurstöðu á sjálfseflingarkvarða.
UMRÆÐA
Athyglisvert er að þátttakendur með sykursýki af tegund 2
höfðu minni þekkingu á meðferð sykursýkinnar og áttu erfiðara
með að laga sig á jákvæðan hátt að þeirri staðreynd að vera
með sykursýki heldur en fólk með sykursýki af tegund 1. Það
gefur vísbendingar um að á Íslandi þurfi heilbrigðisstarfsfólk
að bjóða fólki með sykursýki, og þá sérstaklega fólki með
tegund 2, sem hefur litla menntun, fræðslu og ráðgjöf í
auknum mæli. Benda má á að fólk með sykursýki af tegund
2 er oft eldra og meðferðin er stundum flókin og því þarf
það fólk oft meiri fræðslu og stuðning. Kerfisbundið yfirlit
Norris og félaga (2002), um hvort fræðsla fyrir fólk með
sykursýki af tegund 2 væri árangursrík, rennir stoðum undir
að fræðsla auki þekkingu, jafnvel sex til tólf mánuðum síðar.
Rannsókn 2 hér var meðferðarannsókn og meðal þess
hóps, sem rannsóknin byggist á, jókst þekking marktækt
hjá meðferðarhópi (n=28) miðað við samanburðarhópinn
(n=25) eftir veitta fræðslumeðferð (Sigurdardottir o.fl., 2009).
Fræðsla getur dregið úr innlögnum fólks með sykursýki á
sjúkrahús (Boren o.fl., 2009) og þá dregið úr kostnaði við
heilbrigðisþjónustu. Hér kom einnig fram að líkur á lægra
langtímasykurgildi urðu meiri ef þekkingin jókst og fólk hafði að
minnsta kosti framhaldsskólamenntun. En menntun var eina
bakgrunnsbreytan (rannsóknarspurning 1) sem hafði áhrif á
langtímasykurgildið, en aðrar rannsóknir hafa sýnt að fólk með
meiri menntun er með lægra langtímagildi (Zigbor o.fl., 2000).
Það að háskólamenntun jók líkur á hærra langtímasykurgildi
borið saman við framhaldsskólapróf getur skýrst af því að hér
voru einungis 36 einstaklingar með háskólamenntun.
Fólk með hærra langtímasykurgildi átti verra með að laga sig
á jákvæðan hátt að þeirri staðreynd að það er með sykursýki
og það sýndi marktækt minni skilning á sykursýkismeðferð
sinni. Það er tilefni til að ætla að þátttakendurnir hafi ekki
aðlagast lífi með sykursýki nægjanlega vel og því er æskilegt
að hjúkrunarfræðingar taki meiri þátt í fræðslu og stuðningi.
Ef horft er á sálfélagslega þætti (rannsóknarspurningu 2) hafa
1,0
0,9
0,8
0,7
0,6
0,5
0,4
0,3
0,2
0,1
0,0
S
p
áð
ar
lí
ku
r
á
að
la
ng
tím
as
yk
ur
gi
ld
i s
é
yf
ir
7,
5%
Fjöldi réttra svara (af 14)
1 6 112 7 123 8 134 9 145 10
Grunnskólamenntun
Framhaldsskólamenntun
Háskólamenntun
Mynd 2. Spáðar líkur á langtímablóðsykurgildi yfir 7,5% eftir fjölda réttra svara og menntun svarenda fyrir einstakling sem býr
með öðrum, er 46 ára, hefur sykursýki af tegund 1, mælist með streitu í meðallagi og hefur meðaltalsstig á sjálfseflingarkvarða.