Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201244 hvorki sjálfsefling né þekking fylgni við langtímasykurgildið. Eðlilegt virðist að gera ráð fyrir að aukin þekking fari að jafnaði saman við lægra langtímasykurgildi en þó ekki endilega á þann hátt að áhrifin séu bein. Nærtækast er að benda á sjálfsumönnun í því sambandi, það er að segja raunverulega hegðun einstaklinganna fremur en vitneskju þeirra um hver sé rétt hegðun, eins og rannsóknir hafa sýnt (Shigaki o.fl., 2010;Toljamo og Hentinen, 2001). Hins vegar er erfitt að prófa samvirkni milli þekkingar og annarra þátta með svör frá færri en 150 einstaklingum. Rannsókn Lamers og félaga (2011) sýndi að fræðslumeðferð gagnaðist fólki með sykursýki af tegund 2 (n=105) sem hafði að minnsta kosti framhaldsskólapróf betur en fólki með grunnskólapróf til að draga úr streitu. Hér var sérhæfð skýring streitu í dreifingu á langtímasykurgildinu 0,27 en það er fremur hátt. Tengsl aukinnar streitu sem mæld er með streitukvarðanum, og hækkaðs langtímasykurs eru staðfest bæði á Íslandi (Fjóla Steinsdóttir o.fl., 2008; Sigurdardottir og Benediktsson 2008), í Svíþjóð (Amsberg o.fl., 2008), í Hollandi (Snoek o.fl., 2000) og í Bandaríkjunum (Delahanty o.fl., 2007). Mikilvægt er að meðhöndla samtímis streitu og örva fólk með sykursýki til að styrkja þá þætti sem bætt geta blóðsykurstjórnun, svo sem að bæta mataræði, auka hreyfingu og nota niðurstöður blóðsykurmælinga til að stýra mataræði og hreyfingu (Lustman o.fl., 2005). Streita og þunglyndi eru nátengd og Hermanns og félagar (2006) sýndu fram á að mörg stig á streitukvarðanum gefa sterkar vísbendingar um þunglyndi. Meðhöndlun kvíða og þunglyndis er talin mikilvæg í umönnun fólks með sykursýki og tiltaka klínískar leiðbeiningar sérstaklega hvernig tekið skuli á þunglyndi (NICE, 2008). Í leiðbeiningum frá Alþjóðasykursýkissambandinu (IDF, 2006) er lögð áhersla á að andlegt ástand fólks með sykursýki skuli metið reglulega, en bent hefur verið á að þær leiðbeiningar séu ekki byggðar á gagnreyndri þekkingu (Pouwer, 2009). Í íslenskri rannsókn meðal ungs fólks (n=56) með sykursýki af tegund 1 voru meðaltalsstig á streitukvarða 40,1 (Fjóla Steinsdóttir o.fl., 2008) en hér var fjöldi stiga 27,2 en það er sambærilegt við erlendar rannsóknir (Delahanty o.fl., 2007). Hermanns o.fl. (2006) leggja til að ef stigafjöldi á streitukvarða sé 38 eða meira þá skuli athuga hvort viðkomandi þjáist af þunglyndi og beita viðeigandi ráðstöfunum. Kvarðarnir, sem notaðir voru í þessum rannsóknum, voru þýddir og prófaðir sérstaklega fyrir þær. Próffræðilegir eiginleikar kvarðanna voru viðunandi (Sigurdardottir og Benediktsson, 2008; Sigurdardottir og Jonsdottir, 2008). Í úttekt Eigenmann og félaga (2009) á 26 mælitækjum, sem notuð eru í rannsóknum meðal fólks með sykursýki, kemur fram að streitukvarðinn var einn af þrem kvörðum sem stóðst öll próffræðileg skilmerki. Próffræðilegir eiginleikar hans hafa margsinnis reynst vel, kvarðinn nemur breytingar á líðan ef fólk fær meðferð, hann er stuttur og auðveldur í notkun. Um þekkingarkvarðann segja þeir að sumar spurningar hans séu orðnar úreltar og á það við um spurningar um insúlínmeðferð. Það er einnig skoðun höfunda þessarar greinar því margar nýjar insúlínafleiður hafa komið á markaðinn eftir að þekkingarkvarðinn var gerður. Eins og fram hefur komið var spurningum um insúlín sleppt í rannsókn númer 2. Eigenmann og félagar (2009) segja að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að eflingarkvarðinn nemi breytingar við fræðslumeðferð og þeir leggja til að styttri eflingarkvarði með 20 spurningum í stað 28 verði notaður. Úttekt á áhrifum þess að nota hugmyndafræði sjálfseflingar í meðferð meðal fólks með sykursýki staðfesti gagnsemi þeirrar hugmyndafræði (Chen og Li, 2009). Takmarkanir rannsóknar Takmarkanir rannsóknarinnar eru að gögnin, sem greinin byggist á, eru þversniðsgögn og því lítið hægt að segja um orsakasamhengi milli breyta. Úrtak einstaklinga með sykursýki af tegund 2 er einungis lítið brot af fólki með sjúkdóminn og eitt skilyrðið til að komast í úrtakið var það að HbA1c­gildið væri ≥7,5% en það hefur getað haft áhrif á niðurstöðurnar. Rannsókn 1 á að gefa allgóða mynd af fólki með sykursýki af tegund 1. Styrkleiki rannsóknarinnar felst í því að hún er framkvæmd um allt land og sýnir ástandið á landsvísu, en fólk með sykursýki af öllu landinu kemur í meðferð á þær göngudeildir þar sem rannsóknirnar fóru fram. LOKAORÐ Algengi sykursýki og þá sérstaklega sykursýki af tegund 2 eykst eftir því sem fólk eldist. Rannsóknin sýnir að heilbrigðisstarfsfólk þarf að huga sérlega vel að þeim sem eru með sykursýki af tegund 2 og fremur litla menntun þar sem það fólk sýndi minni skilning á meðferð við sjúkdómnum og var með hærra langtímasykurgildi en aðrir. Einnig þarf heilbrigðisstarfsfólk að huga vel að þeim sem fá mörg stig á streitukvarðanum þar sem það tengist háu langatímasykurgildi. Þessar aðgerðir geta bætt líðan og aðstæður einstaklinga með sykursýki. Einnig geta þær dregið úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu þar sem hátt langtímasykurgildi tengist fylgikvillum sykursýkinnar sem eru dýrir fyrir heilbrigðiskerfið. Heimildir Aikens, J.E., Perkins, D.W., Lipton, B., og Piette, J.D. (2009). Longitudinal analysis of depressive symptoms and glycemic control in type 2 diabetes. Diabetes Care, 32 (7), 1177­1181. Amsberg, S., Wredling, R., Lins, P., Adamson, U., og Johansson, U.B. (2008). The psychometric properties of the Swedish version of the problem areas in diabetes scale (swe­PAID­20): Scale development. International Journal of Nursing Studies, 45, 1319­1328. Anderson, R.A., Funnell, M.M., Fitzgerald, J.T., og Marrero, D.G. (2000). The diabetes empowerment scale. Diabetes Care, 23 (6), 739­743. Anderson, R.M., og Funnell, M. (2000). The art of empowerment: Stories and strategies for diabetes educators. Kanada: American Diabetes Association. Bolli Þórsson, Thor Aspelund, Lenore Lauer og Vilmundur Guðnason (2009). Þróun holdafars og sykursýki í 40 ár á Íslandi. Læknablaðið, 95, 259­266. Boren, S.A., Fitzner, K.A., Panhalkar, P.S., og Specker, J.E. (2009). Costs and benefits associated with diabetes education: A review of the literature. The Diabetes Educator, 35 (1), 72­96. Chen, Y.C., og Li, I.C. (2009). Effectiveness of interventions using empowerment concept for patients with chronic disease: A systematic review. JBI Library of Systematic Reviews, JBL000213, 7 (27), 1177­1232. Coates, V. (1999). Education for Patients and Clients. London: Routledge. Deakin, T.A., Cade, J.E., Williams, R., og Greenwood, D.C. (2006). Structured patient education: The diabetes x­pert programme makes a difference. Diabetic Medicine, 23, 944­954. DeGroot, M., Anderson, R., Freedland, K.E., Clouse, R., og Lustman, P. (2001). Association of depression and diabetes complications. A meta­

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.