Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 49 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER þannig fram að þjálfaður athugandi, sem í öllum tilvikum var hjúkrunarfræðingur með klíníska reynslu auk þekkingar og þjálfunar í rannsóknavinnu, fylgdi þátttakanda eftir heila vakt. Athugandi fylgdist með vinnu starfsmanns og þeim þáttum sem höfðu áhrif á vinnuna. Þjálfun athugenda fólst í fræðslu og verklegum æfingum varðandi mæliatriði, skilgreiningar á þeim og hvar þau væri að finna í handtölvunni. Jafnframt var þjálfun í gagnasöfnun í kennslustofu með raungerðum dæmum og síðan þjálfun á legudeild þar sem athugendur unnu saman í pörum við að fylgja hjúkrunarfræðingi eftir og safna gögnum. Leitast var við að þjálfa athugendur þar til 80% samræmi í mati þeirra var náð. Mælitæki Mælitæki í handtölvu var sérstaklega hannað fyrir þessa rannsókn. Það byggist á fyrri rannsóknum á vinnu hjúkrunarfræðinga (til dæmis Potter o.fl., 2004, 2005, og Tucker og Spear, 2006) og viðtölum við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um það hvað hafi áhrif á vinnu þeirra. Einnig byggist það á prófun á notkun mælitækisins á fyrri stigum verkefnisins (Teitur Helgason, 2009). Við hönnun mælikvarða og mæliaðferða fyrir þessa rannsókn var lögð áhersla á að skoða áhrifaþætti vinnunnar. Þróun mælitækisins fólst í: 1) úttekt á fyrri rannsóknum um efnið, 2) viðtölum við hjúkrunarfræðinga og sérfræðiálit; 3) hönnun viðmóts í tölvu; 4) prófun á fyrstu frumgerð mælitækis; 5) viðtölum við sjúkraliða og sérfræðiáliti; 6) endurskoðun á mælitæki; 7) prófun á lokagerð mælitækis. Mælitækið felur í sér fimm þætti:1) vinnuflokka, 2) vinnuathafnir, 3) áhrifaþætti, 4) staðsetningu og 5) tíma. Eðli vinnunnar flokkaðist í beina umönnun, óbeina umönnun, lyfjatiltekt, lyfjagjöf, skráningu gagna, deildarvinnu og annað. Athugendur merktu við vinnuflokk eftir því hvers eðlis sú vinna var sem þátttakandi sinnti. Skilgreiningar á vinnuflokkum eru sýndar í töflu 1. Öll mæliatriði höfðu verið greind af fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem tóku þátt í þróun mælitækisins á fyrri stigum rannsóknar (Bragadóttir, Gunnarsdóttir og Ingason, 2011). Vinnuathafnir voru greindar sem sameiginleg viðfangsefni í hjúkrun sjúklinga sem hjúkrunarfræðingar ættu í flestum tilvikum að geta úthlutað sjúkraliðum eða öðrum. Athafnirnar lutu að umönnun sjúklinga á deildinni og deildarvinnu sem lýtur meðal annars að ritaravinnu og ræstingu. Áhrifaþættirnir voru taldir hafa áhrif á skilvirkni eða flæði vinnunnar. Þeir flokkuðust í samskipti og skort á upplýsingum, skort á aðföngum og breytingu á umhverfi með undirflokkum sem greindu þá nánar (Bragadóttir, Gunnarsdóttir og Ingason, 2011). Merkt var við staðsetningu þegar þátttakandi færði sig á milli rýma á deild. Þátttakendur báru einnig skrefamæla á sér. Klukka í handtölvunni sá sjálfvirkt um að skrá rauntíma. Megindleg stöðluð gögn úr handtölvunni voru greind með Excel, SQL (Structured Query Language) R (The R Project for Statistical Computing) og Graphwiz. Gagnagreining fól í sér tíðnidreif, hlutfallsútreikninga, tímaraðagreiningu og ferlagreiningu. Eigindleg gögn Athugendur söfnuðu eigindlegum gögnum í þremur þrepum. Í fyrsta lagi voru hljóðritaðar útskýringar á því sem var að gerast. Í öðru lagi voru hljóðrituð stutt stöðluð viðtöl við hvern þátttakanda að lokinni vakt þar sem þátttakandi var spurður um það hvernig vaktin hefði verið að hans mati, hve mikið vinnuálagið hefði verið, hvort eitthvað hefði truflað þátttakanda á vaktinni, hvort og þá hvaða verkefnum þátttakandi hefði ekki náð að sinna eða klára og hvaða áhrif það hefði haft á vinnu þátttakanda að athugandi fylgdi honum eftir. Í þriðja lagi gáfu athugendur skriflega lýsingu á því hvað hafði einkennt annars vegar vinnu hjúkrunarfræðinganna og hins vegar vinnu sjúkraliðanna sem þeir höfðu fylgst með. Eigindlegu gögnin voru greind með túlkandi innihaldsgreiningu sem fór fram að loknum rannsóknarviðtölum. Skrifuð gögn voru marglesin og merkt með kóðum. Sameiginlegir þættir voru dregnir saman og flokkaðir í þemu til að varpa ljósi á viðhorf og reynslu þátttakenda (sjá aðferðalýsingu í Bogdan og Biklen, 1998). NIÐURSTÖÐUR Athuganirnar fóru fram á rólegum eða sérlega rólegum og viðráðanlegum vöktum að mati þátttakenda. Þátttakendur sögðu vaktina ekki frábrugðna hefðbundinni vakt nema ef vera kynni að hún var rólegri. Hjúkrunarfræðingarnir höfðu umsjón með 5­7 sjúklingum á vöktunum, flestir 5 sjúklingum á vakt, og sjúkraliðarnir höfðu umsjón með 5­12 sjúklingum, flestir 7 sjúklingum á vakt. Meirihluti sjúklinganna, sem þátttakendur höfðu umsjón með, höfðu legið á deildinni lengur en 5 daga. Nær allir þátttakendur gátu lokið öllu sem þeir töldu nauðsynlegt að sinna á vaktinni og almennt sögðu þeir ekkert eða lítið hafa truflað sig á vaktinni eða haft áhrif á hana. Vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Þegar litið er til flokka vinnunnar, sem mældir voru og sýndir eru í töflu 1, fór hlutfallslega mestur tími hjá hjúkrunarfræðingum í óbeina umönnun, þ.e. 25,6% af heildarvinnutíma. Hjá sjúkraliðum fór hlutfallslega mestur tími í beina umönnun, 34,0% af heildarvinnutíma. Tafla 2 sýnir vinnuathafnir sem mældust oftast hjá hjúkrunar­ fræðingum og sjúkraliðum og á mynd 1 má sjá vinnuathafnir sem mældust sjaldnar en einu sinni á vakt að meðaltali. Greina má sambærilegt og ólíkt mynstur í vinnuathöfnum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Athafnir, sem mældust oftast hjá hjúkrunarfræðingum, voru: Að meta líðan sjúklings, umönnun sjúklings svo sem böðun og símsvörun. Af einstökum mældum athöfnum fór mestur tími hjá hjúkrunarfræðingum í mat á líðan sjúklings og óvænta vökvagjöf (svokallaða PN­gjöf sem er gjöf eftir þörfum (latína: pro re nata)) í æð. Athafnir, sem mældust oftast hjá sjúkraliðum, voru: Umbúnaður rúms, aðhlynning sjúklings svo sem böðun, að svara bjöllu sjúklings, að laga umhverfi sjúklings og að meta líðan sjúklings. Þegar litið er til einstakra athafna, sem mældar voru, sést að mestur tími hjá sjúkraliðum fór í umbúnað rúms, aðhlynningu sjúklings svo sem böðun, að laga umhverfi sjúklings, að svara bjöllu sjúklings og að losa þvagflösku, bekken, þvagpoka eða dren.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.