Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Side 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 201252 Útskýringar athugenda og lýsingar þeirra á einkennum vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða styðja þá mynd sem megind legar niðurstöður rannsóknarinnar gefa. Innihalds­ greining útskýringa athugenda staðfestir fjölverkavinnslu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, tíðar truflanir og tafir í vinnu þeirra og tíðar hreyfingar þeirra á milli staða. Eftirfarandi dæmi lýsa annars vegar fjölverkavinnslu hjúkrunarfræðings og hreyfingum hans á milli margra staða til að sinna ákveðnu verkefni og hins vegar töfum í vinnu sjúkraliða. Hún [hjúkrunarfræðingurinn] er komin inn á skol og er að safna varningi til að skola dren á stofu 3 ... hún fer inn á lyfjaherbergi til að sækja sér sprautu til þess að skola í drenið og síðan labbar hún eiginlega allan ganginn og fer inn í geymslu til þess að sækja sér ... hún þurfti að fara sem sagt inn á skol, inn í geymslu, inn á lyfjaherbergi til þess að ná í varning og er nú komin inn á stofu 3 ... á sama tíma og hún er að skola drenið þá er hún að ræða við sjúkling [um það] hvernig hann hafi það og meta líðan og samtímis er hún að skola drenið, þá er hún að veita andlegan og líkamlegan stuðning og afla upplýsinga um líðan. ... þau eru inni í aðhlynningu. [Sjúkraliðinn] þarf að fara fram að leita að bekkenstól. Hún þarf að fara fram að leita að stól því hann er ekki þar sem hann á að vera. Í skriflegum svörum athugenda að gagnasöfnun lokinni nefndu þeir meðal annars að hjúkrunarfræðingarnir, sem þeir fylgdust með, væru skipulagðir og útsjónarsamir, byggju yfir miklum upplýsingum, sinntu fjölverkavinnslu og yrðu oft fyrir truflunum og töfum. Vinnu sjúkraliða lýstu þeir meðal annars með því að þeir sinntu fjölverkavinnslu og dreifðum verkefnum, ættu náin samskipti við hjúkrunarfræðinga og aðra sjúkraliða og væru milliliður milli sjúklinga og hjúkrunarfræðinga. Tafla 3. Meðaltal fjölda áhrifaþátta sem mældust oftast hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Áhrifaþættir Hjúkrunarfræðingar n=8 Sjúkraliðar n=10 Meðaltal á vakt Meðaltal á vakt Samskipti / Upplýsingar Óvænt samskipti starfsmanns við þátttakandaab 9,9 5,2 Aðstoðar starfsmannab 5,4 1,3 Leitar að samstarfsmannib 1,4 2,1 Óvænt samskipti aðstandenda við þátttakandaab 2,5 1,0 Þarf íhlutun hjúkrunarfræðings til að klára vinnub <1 1,6 Skortur á aðföngum Vörur 2,4 1,1 Lín <1 1,4 Lyf 1,4 <1 aÞáttur sem a.m.k. 1% af tíma hjúkrunarfræðinga fór í á morgunvakt eða kvöldvakt bÞáttur sem a.m.k. 1% af tíma sjúkraliða fór í á morgunvakt eða kvöldvakt Samskipti/Upplýsingar Bið eftir starfsmanni Leit að upplýsingum um sjúkling Leit að öðrum upplýsingum Skortur á skriflegum upplýsingum um sjúkling Tungumálaerfiðleikar samstarfsmannsa Finnur verkefni fyrir annan starfsmanna Sækir annan starfsmann. Þarf aðstoð annars til að sinna/ljúka verki/verkefnia Ýtir á eftir að annar stafsmaður sinni vinnu sinni Skortur á skriflegum fyrirmælum læknisa Vandræði vegna sjúklings sem á að innskrifasta Tungumálaerfiðleikar í samskiptum við sjúklinga Þarf íhlutun sjúkraliða til að sinna/ljúka verki/verkefnia Sóttur af öðrum starfsmannia Vantar starfsmann í býtibúrb Óskýr lyfjafyrirmælia Óskýr fyrirmæli – skráðb Óskýr fyrirmæli – munnlegb Skortur á aðföngum Tæki/hjálpartæki vantar Tæki virkar ekkia Breyting á umhverfi Sjúklingur lagður inncd Ástand sjúklings hefur breyst umtalsvertc Þjónusta við sjúkling utan úr bæa Sjúklingur útskrifaðura Mynd 2. Áhrifaþættir sem mældust sjaldnar en einu sinni á vakt að meðaltali hjá þátttakendum (n=8 hjúkrunarfræðingar, n=10 sjúkraliðar). aÞáttur sem mældist eingöngu hjá hjúkrunarfræðingum bÞáttur sem mældist eingöngu hjá sjúkraliðum cÞáttur sem a.m.k. 1% af tíma hjúkrunarfræðinga fór í dÞáttur sem a.m.k. 1% af tíma sjúkraliða fór í

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.