Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Qupperneq 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2012, Qupperneq 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 88. árg. 2012 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Margt bendir til þess að á næstu misserum verði álag á bráðalegudeildum, bæði hér á landi og erlendis, viðvarandi og hugsanlega aukið en slíkt getur haft áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Sé litið til niðurstaðna þessarar rannsóknar í ljósi fyrri rannsókna um tengsl álags, rofa og öryggis þjónustunnar (Westbrook o.fl., 2010) er mikilvægt fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar að rýna vel í skipulag, verkferla, verkaskiptingu og samskipti. Mikilvægt er að finna leiðir til úrbóta í skipulagi og stjórnun hjúkrunar. Afmörkun viðfangsefna og verkaskiptingar er forsenda ábyrgðar og sjálfræðis í starfi sem hefur jákvæð áhrif á fagmennsku, árangur og starfsánægju (Registered Nurses’ Association of Ontario, 2007). Mikilvægt er að örva starfsfólk til að skoða eigin viðhorf og verklag (e. self­management) til að tryggja sem besta nýtingu á þekkingu og hæfni hvers og eins (Kupperschmidt o.fl., 2010). Í þessu sambandi má nýta gagnreyndar leiðbeiningar Registered Nurses’ Association of Ontario (2008) um skipulag og starfshætti til að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar. Jafnframt má nýta leiðbeiningar sömu samtaka um fagmennsku í hjúkrun þar sem varpað er ljósi á tengsl öryggis og árangurs við meginstoðir fagmennsku, þ.e. þekkingu, ábyrgð, sjálfræði, framþróun, samstarf og siðfræði (Registered Nurses’ Association of Ontario, 2007). Hjúkrun er í eðli sínu flókin vinna sem síðan er flækt enn frekar með mismikilvægum áhrifaþáttum. Góð nýting á vinnuafli og þar með þekkingu og færni eykur virði vinnunnar og virðisaukandi vinna bætir árangur meðferðar og er þar með hagkvæm. Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið á mörg tækifæri í endurskoðun á vinnu og verklagi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráðalegudeildum. Þakkir Eftirtöldum aðilum eru þakkaðir styrkir til verkefnisins: Vísindasjóði Landspítala, B­hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, rannsóknasjóði Háskóla Íslands, starfsþróunarsjóði Sjúkraliðafélags Íslands, Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Eftirtaldir einstaklingar eru samstarfsaðilar höfunda í verkefninu og tóku þátt að hluta eða öllu leyti í undirbúningi og framkvæmd verkefnisins: Helgi Þór Ingason, dósent við tækni­ og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík; Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala; Elsa B. Friðfinns­ dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga; Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands; Lovísa Baldursdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala; Svava K. Þorkelsdóttir hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri á Landspítala; Teitur Helgason verkfræðingur, MSc; Alda Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, BSc, og lýðheilsufræðingur, MSc; Guðrún Bryndís Karlsdóttir, meistaranemi í iðnaðar­ og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands; Ingibjörg Tómasdóttir, meistaranemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Einnig er þökkum komið á framfæri við þátttakendur og þátttökudeildir. Heimildir AACN (2005) (Association of Critical­Care Nurses). AACN standards for establishing and sustaining healthy work enviorments. Aliso Viejo: American Association of Critical­Care Nurses. Aiken, L.H., Clarke, S.P., Sloane, D.M., Lake, E.T., og Cheney, T. (2008). Effects of hospital care environment on patient mortality and nurse outcomes. The Journal of Nursing Administration, 38 (5), 223­229. Alda Ásgeirsdóttir og Helga Bragadóttir (2011). Rannsókn á vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða á bráðalegudeildum Landspítala. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 87 (5), 48­55. Allen, D. (2007). What do you do at work? Professional building and doing nursing. International Nursing Review, 54, 41­48. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir (2011). Starfstengd viðhorf og líðan hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 87 (4), 17­22. Bogdan, R.C., og Biklen, S.K. (1998). Qualitative research for education: An introduction to theory and methods. Boston: Allyn and Bycon. Bragadóttir, H., Gunnarsdóttir, S., og Ingason, H.Th. (2011). The development and piloting of electronic standardized measures on nursing work: Combining engineering and nursing knowledge. Óbirt handrit. Brixey, J.J., Robinson, D.J., Turley, J.P., og Zhang, J. (2008). The roles of MDs and RNs as initiators and recipients of interruptions in workflow. International Journal of Medical Informatics, 79 (6), e109­e115. Chaboyer, W., Wallis, M., Duffield, C., Courtney, M., Seaton, P., Holzhauser, K., o.fl. (2008). A comparison of activities undertaken by enrolled and registered nurses on medical wards in Australia: An observational study. International Journal of Nursing Studies, 45 (9), 1274­1284. Cornell, P., Herrin­Griffith, D., Keim, C., Petschonek, S., Sanders, A.M., D’Melio, S., o.fl. (2010). Transforming nursing workflow, part 1. The chaotic nature of nurse activities. The Journal of Nursing Administration, 40 (9), 366­373. de Ruiter, H.P. og Demma, J.M. (2011). Nursing: The skill and art of being in a society of multitasking. Creative Nursing, 17 (1), 25­29. Elganzouri, E.S., Standish, C.A., og Androwich, I. (2009). Medication administration time study (MATS): Nursing staff performance of medication administration. The Journal of Nursing Administration, 39 (5), 204­210. Gran­Moravec, M.B., og Hughes, C.M. (2005). Nursing time allocation and other considerations for staffing. Nursing & Health Sciences, 7 (2), 126­ 133. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Trausti Valsson, Helga Bragadóttir og Helgi Þór Ingason (2008). Skipulag sjúkrahúsa og þróun borgarskipulags. Í Árbók VFÍ/TFÍ 2008 (bls. 31­40). Reykjavík: Verkfræðingafélag Íslands. Gunnarsdóttir, S., Clarke, S.P., Rafferty, A.M., og Nutbeam, D. (2009). Front­line management, staffing and nurse­doctor relationships as predictors of nurse and patient outcomes. A survey of Icelandic hospital nurses. International Journal of Nursing Studies, 46 (7), 920­927. Hendrich, A., Chow, M., og Skierczynski, B.A. (2008). A 36­hospital time and motion study: How do medical­surgical nurses spend their time? The Permanente Journal, 12 (3), 25­34. Institute of Medicine (IOM) (2001). Crossing the quality chasm: A new health system for the 21st century. Washingtonborg: Institute of Medicine, National Academy Press. Institute of Medicine (IOM) (2011). The future of nursing: Leading change, advancing health. Washingtonborg: The National Academies Press. International Council of Nurses (ICN) (2006). The global nursing shortage: Priority areas for intervention. Genf: International Council of Nurses. International Council of Nurses (ICN) (2007). Positive practice environments: Quality workplaces = quality patient care. Information and action tool kit. Genf: International Council of Nurses. Jones, J.H., og Treiber, L. (2010). When the 5 rights go wrong: Medication errors from the nursing perspective. Journal of Nursing Care Quality, 25 (3), 240­247. Kalisch, B.J. (2006). Missed nursing care: A qualitative study. Journal of Nursing Care Quality, 21 (4), 306­315. Kalisch, B.J., og Aebersold, M. (2010). Interruptions and multitasking in nursing care. Joint Commission Journal on Quality and Patient Safety / Joint Commission Resources, 36 (3), 126­132. Katrín Blöndal, Bergþóra Eyjólfsdóttir og Herdís Sveinsdóttir (2010). Að vinna margslungin verk af fagmennsku í breytilegu umhverfi: Um störf hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86 (1), 50­56. Kerfoot, K. (2006). Beyond busyness: Creating slack in the organization. Nursing Economic, 24 (3), 168­170.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.