Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Qupperneq 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 9 þessa mikilvægu stund í lífi sjúklinganna en margir þeirra eru að koma í fyrsta sinn í flugvél. Dagskráin er viðburðarík og dagarnir líða fljótt. Fastráðna starfsfólkið vinnur í flugvélinni 45 vikur á ári og þekkir vel gang mála. Starfið tekur á félagslega en allir borða saman, vinna saman og eyða oft líka helgunum saman. Hótelherbergið er orðið að heimili þeirra og fjölskyldulífið afar takmarkað. Jacqueline hefur starfað í fimmtán ár um borð í fljúgandi augnskurðstofunni. Henni fannst þessi stöðugu ferðalög erfið fyrst í stað en kann nú að meta að hafa lífið í föstum skorðum. Hún segist kunna vel við starfið og er ánægð með að geta veitt mönnum sjónina aftur þar sem þeir fá þá líka sjálfstæði. Hún þakkar fyrir hvern dag sem hún fær að þjóna sjúklingum sínum. Í næsta herbergi lýkur Leonardo Skype­ símtali við konuna sína en hún býr í Manila. Hann er 59 ára og stoltur yfir að hafa unnið um borð í 17 ár. Hann var óánægður með launin heima fyrir og fór að vinna á stóru augnsjúkrahúsi í Ríad í Sádi­Arabíu, þar sem voru 12 skurðstofur, en þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið starf hjá Orbis. Honum finnst erfitt að vera svona mikið frá fjölskyldunni en hefur samt aldrei séð eftir því að hafa valið þetta starf. Hann segir starfið veita sér mikla ánægju og tækifæri til að sjá heiminn. Nú er kominn föstudagur og síðasti aðgerðardagurinn fyrir Orbis í Addis Ababa. Einnig koma margir sjúklingar í endurmat eftir aðgerð. Börnin eru ánægð með að geta losað sig við augnpúðana. Alazar spyr hvort hann megi horfa á teiknimynd og hjúkrunarfræðingarnir leyfa það góðfúslega áður en þeir skoða augað nánar. Alambra gerir ráð fyrir að sólgleraugun hans muni gera hann að aðalstjörnunni á munaðarleysingjahælinu. Yohanna á enn eftir að uppgötva nokkrum dögum seinna að hann getur núna séð átta metra frá sér. Nýr heimur er að opnast honum. Næsta dag mun DC 10­flugvélin leggja af stað í mörg þúsund kílómetra ferðalag til þess að aðstoða aðra við að ná sjóninni aftur. Næstu þrjár vikur verður hún í Sambíu. Í Addis Ababa bíða nú þegar mörg hundruð sjúklingar eftir að galdraflugvélin komi aftur. Orbis fær nýja flugvél Orbis er bandarísk hjálparstofnun sem vinnur að því að bjarga sjón manna í þróunarlöndum. Eitt verkefni stofnunarinnar er að reka fljúgandi augnskurðstofu en hún tók á loft 1982 og er sú eina sinnar tegundar í heimi. Aðalmarkmið Orbis er hins vegar ekki að lækna heldur að þjálfa heilbrigðisstarfsmenn í þróunarlöndum í því að sinna sjálfir augnsjúklingum. Í byrjun árs 2015 verður flugvélinni skipt út fyrir nýja af tegundinni MD-10. Hún er eins og fyrirrennarinn gjöf frá Federal Express í Bandaríkjunum. Í vélinni verða níu sérsniðnar einingar sem hægt er að taka út og setja inn aftur eftir þörfum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.