Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Side 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Side 15
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 11 Fyrir og eftir hreinsun með sárasugu. Þættir sem lúta að sjúklingi • Almennt heilsufarsástand • Orsök sárs • Blóðflæði til sárs • Umfang vefjaskemmdar/dreps • Staðsetning sárs • Stærð sárs • Útferð úr sári Ytri aðstæður • Aðgengi að efnum og áhöldum • Þekking og færni meðferðaraðila • Kostnaður • Tími • Staðsetning meðferðar (innan eða utan sjúkrahúss) • Óskir sjúklings Mynd 1. Þættir sem hafa áhrif á hvernig sár er hreinsað. Skolun sárs. Fljótlega eftir að sár opnast mengast það af umhverfinu. Innan tveggja sólarhringa eru bakteríur, sem eru hluti af eðlilegri bakteríuflóru húðarinnar sem og aðrar umhverfisbakteríur, farnar að setjast að í yfirborði sársins. Slík innrás ræsir ónæmiskerfi líkamans sem svarar með því að senda átfrumur á sárasvæðið til að brjóta niður bakteríur og dauðan vef. Við það myndast úrgangur sem sest á yfirborð sárs (e. debris). Skolun sárs (e. cleansing) er ein leið til að hreinsa bakteríur, dauðar frumur, sáravessa og annan úrgang af yfirborði sárs. Algengast er að nota kranavatn eða dauðhreinsað saltvatn til að skola sár. Umræða um hvort óhætt sé að nota kranavatn til að skola sár hefur lengi átt sér stað. Niðurstöður úr nýlegri fræðilegri samantekt sýna að sár skoluð með kranavatni eru ekki líklegri til að sýkjast en sár sem skoluð eru með dauðhreinsuðu saltvatni. Kostir kranavatns eru þeir að vatnið er volgt beint úr krananum. Skolvökvar við herbergishita kæla yfirborð sárs og geta þannig hægt á sárgræðslu. Þá er kranavatnið ódýr og umhverfisvænn kostur. Þess ber þó að geta að kranavatnið þarf að vera hreint og drykkjarhæft. Mælt er með því að láta vatnið renna um kranann í um tvær mínútur áður en það er notað og hafa í huga að baðkör, vaskar og vatnsleiðslur geta verið mengaðar bakteríum og því þarf að gæta varúðar og meta aðstæður hverju sinni, sér í lagi hjá sjúklingum með skertar varnir. Sótthreinsandi skolvökvar eru einnig þekktir í sárameðferð. Meðal þeirra eru lausnir sem innihalda joð (t.d. Betadine®) og pólýhexaníð (t.d. Prontosan®). Umbúðir, sem innihalda silfur, hafa þó einnig leyst sótthreinsandi lausnir af hólmi að einhverju leyti. Í seinni tíð hefur nokkuð dregið úr notkun sótthreinsandi lausna við skolun sára vegna þess hve margar þeirra eru ertandi fyrir nýjan viðkvæman holdgunarvef (e. granulation tissue). Við sérstakar aðstæður, þar sem sár eru sýkt eða verulega menguð, getur þó verið ávinningur að því að nota sótthreinsandi lausnir tímabundið. Þegar sótthreinsandi efni eru notuð er almennt mælt með því að þau séu notuð í afmarkaðan tíma meðan sár er sýkt eða óhreint en ekki umhugsunarlaust eða í ótakmarkaðan tíma. Skörp hreinsun (e. sharp debridement) er fljótleg leið til að hreinsa dauðan vef úr sári en drep í sári tefur verulega fyrir sárgræðslu. Hér er átt við hreinsun þar sem notuð eru beitt áhöld eins og hnífar, skæri eða sköfur. Skörp hreinsun er aðferð sem krefst sérstakrar þjálfunar og er ekki á færi allra. Ef klippt er í viðkvæma lifandi vefi, svo sem æðar, sinar eða taugar, getur það haft alvarlegar afleiðingar, svo sem blæðingu og varanlegan skaða á vefjum. Þessi aðgerð ætti því að vera í höndum þeirra sem hafa til þess þekkingu og færni. Nauðsynlegt er að nota dauðhreinsuð áhöld úr stáli, töng og vefjaskæri, sköfu eða skurðhníf. Þegar óhreint sár er blóðgað auðveldar það leið baktería inn í blóðrás og getur því aukið hættu á sýkingu tímabundið. Stundum eru því gefin sýklalyf í tengslum við slíka hreinsun. Skörp hreinsun getur verið sársaukafull og því þarf að íhuga deyfingu áður en hreinsun á sér stað. Frábendingar eru ef sjúklingar eru á blóðþynningarlyfjum, lélegt slagæðaflæði er til sárasvæðis, skortur er á dauðhreinsuðum skurðáhöldum og sár þar sem svart drep hefur ekki náð að afmarka sig enn þá. Skörp hreinsun er fyrst og fremst notuð til að klippa eða skera burt dauðan vef úr sári. Skörp hreinsun er einnig mikið notuð við meðferð sykursýkisára, einkum til að hreinsa burt sigg af húð í kringum sár. Mekanísk hreinsun er aðferð þar sem oftast eru notuð hjálpartæki eða áhöld. Meðal þess sem kallast mekanísk hreinsun er gömul aðferð sem felst í því að grisjur vættar í saltvatni eru lagðar ofan

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.