Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Page 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 19
að forgangsraða hverjir fá að fara fram
úr rúmi. Auk þess hefur með fækkun
starfsfólks tími til að sinna félagslegum
þörfum heimilismanna minnkað en það
dregur úr öryggi þeirra og örvun og eykur
á félagslega einangrun og einmanakennd.
Slík þjónusta er afturför um tugi ára.
Því miður er ástandið á Sólvangi ekki
einsdæmi. Má í því sambandi nefna nýlegt
dæmi þar sem rekstur Sunnuhlíðar fór
í þrot og ríkið tók að sér reksturinn og
á öðru hjúkrunarheimili var íbúa gefinn
rangur lyfjaskammtur með alvarlegum
afleiðingum.
Til að tryggja öryggi sjúklinga og
starfsfólks þurfa starfsaðstæður að vera
góðar. Til starfsaðstæðna telst fjöldi
starfsmanna, menntun og samsetning
mannaflans, vinnutími svo sem lengd
vakta og fjöldi aukavakta, vinnuálag,
truflanir og fleiri þættir sem áhrif hafa á
vellíðan og öryggi starfsmanna. Margoft
hefur verið bent á mikilvægi fagþekkingar
starfsfólks fyrir lífslíkur sjúklinga á
sjúkrahúsum og ekki síður fyrir íbúa á
hjúkrunarheimilum. Í rannsókn, sem gerð
var á vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í
umönnun aldraðra á Íslandi samanborið
við hin Norðurlöndin frá árinu 2011,
kemur í ljós að starfsfólk í umönnun
aldraðra á Íslandi hefur minni menntun,
er að jafnaði yngra og með styttri
starfsaldur en á hinum Norðurlöndunum.
Til eru margar rannsóknir sem sýna að
of lítil mönnun, lítil menntun starfsfólks
og röng samsetning mannaflans getur
ógnað öryggi sjúklinga og aukið hættu
á óæskilegum atvikum og alvarlegum
mistökum sem leitt geta til dauða sjúklinga.
Nú síðast birtist grein í tímaritinu Lancet
þar sem niðurstöður stórrar rannsóknar,
sem gerð var í 11 löndum innan Evrópu
auk fjögurra landa utan Evrópu, sýna
að um samhengi milli mönnunar og
menntunar hjúkrunarfræðinga og öryggis
sjúklinga er að ræða. Fyrsti höfundur
greinarinnar er Linda Aiken sem áður
hefur rannsakað samband hjúkrunar
mönnunar og dánartíðni sjúklinga
í Bandaríkjunum. Rannsóknin er hluti
af stóru evrópsku rannsóknarverkefni
RN4CAST þar sem rannsakaðar eru
vinnuaðstæður hjúkrunar fræðinga, gæði
þjónustu og atvik þar sem sjúklingar
verða fyrir skaða.
Mikilvægt er að meta mönnun í hjúkrun
í tengslum við öryggi sjúklinga og gæði
heilbrigðisþjónustu. Til að reyna að
áætla þörf fyrir mönnun á sjúkrahúsum
hafa verið útbúin ýmis mælitæki, og
mönnunarmiðvið hjúkrunarheimila hafa
verið unnin af Embætti landlæknis en
hafa ekki verið tekin í notkun.
Upplýsingaskylda og skráning
óvæntra atvika
Í lögum um landlækni og lýðheilsu
frá 2007 er kveðið á um skráningu
óvæntra atvika og tilkynningaskyldu
heilbrigðisstarfsfólks um óvænt atvik.
Þar segir að heilbrigðisstofnanir og þeir
sem veita heilbrigðisþjónustu skuli halda
skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að
finna skýringar á þeim og leita leiða til
að tryggja að þau endurtaki sig ekki.
Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik,
mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem
valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu
getað valdið sjúklingi tjóni. Þar segir enn
fremur að öllum heilbrigðisstarfsmönnum
og öðru starfsfólki heilbrigðisstofnana,
eftir því sem við á, sé skylt að skrá
öll óvænt atvik. Í lögunum er einnig
fjallað um tilkynningaskyldu en þar segir
að þeim sem veita heilbrigðisþjónustu
beri að tilkynna landlækni án tafar um
óvænt atvik sem valdið hafi eða hefði
getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo
sem dauða eða varanlegum örkumlum.
Jafnframt skal upplýsa sjúkling um hið
óvænta atvik án ástæðulausra tafa og
nánustu aðstandendur hans þegar það á
við. Það eru því ekki eingöngu siðareglur
hjúkrunarfræðinga sem leggja þær
skyldur á þá að láta vita verði þeir vitni að
einhverju því í starfsemi stofnunarinnar
heldur eru þær einnig lögbundnar.
Hér á landi hefur ekki gengið sem skyldi að
fá heilbrigðisstarfsmenn til að skrá óvænt
atvik. Upplýsingar um fjölda óvæntra
skaða á sjúkrahúsum hérlendis liggja
ekki fyrir, en ef niðurstöður úr erlendum
rannsóknum eru yfirfærðar á Ísland má
gera ráð fyrir 50300 dauðsföllum árlega
hér á landi vegna óvæntra skaða.
Samkvæmt stefnu Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga er það hlutverk
hjúkrunarfræðinga að efla heilbrigði,
vellíðan og lífsgæði og draga úr og koma
í veg fyrir þjáningar meðal þjóðarinnar.
FÍH hvetur alla hjúkrunarfræðinga, hvar
sem þeir starfa, að segja frá ef þeir telja
öryggi sjúklinga á einhvern hátt ógnað.
Meðvirkni með ríkjandi ástandi getur haft
alvarlegar afleiðingar fyrir bæði sjúklinga
og starfsmenn. Hjúkrunarfræðingar eru