Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2014, Síða 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 90. árg. 2014 41
sjúklingar nota óhefðbundar aðferðir
án vitundar heilbrigðis starfsfólks. Allt er
varðar óhefð bundna meðferð er sett undir
sama hatt þó rannsóknir sýni jákvæð
áhrif með ferðar. Nú eigum við rannsóknir
sem styðja notkun ákveðinna jurta til að
bæta og viðhalda heilsu. Allt sem bætir
líðan sjúklinga okkar á að standa þeim
til boða og kallar því á að heilbrigðis
starfsfólk fjalli um óhefð bundna meðferð
án fordóma og fordæmingar.
Framtíðarverkefni eru nefnd tengd
öldrunar hjúkrun og heima þjónustu.
Fram tíðar spá um fjölda einstaklinga 65
ára og eldri hefur staðist og því ætti þörf
eldri borgara fyrir þjónustu ekki að koma
neinum á óvart.
Sérhæfing í hjúkrun hefur tekið miklum
breytingum og þekking í öldrunarhjúkrun
er viðurkennd í samfélaginu. Þegar
sér fræðingar í hjúkrun aldraðra tala
þá hlustar samfélagið. En er farið eftir
ráðlegginum þeirra? Nei, ekki að öllu
leyti. Aðbúnaður aldraðra á stofnunum
og hjúkrunarheimilum er mun betri
en fyrir 25 árum en hvað er stór hluti
sem fær ekki þjónustu við hæfi? Mig
grunar að þetta prósentuhlutfall sé enn
óhagstætt, það eru of margir sem fá
ekki þjónsutu sem þeir þurfa á að halda.
Niðurskurður hefur ekki einungis bitnað
á gæðum öldrunarþjónustu heldur einnig
fjölda einstaklinga sem fá og hafa aðgang
að nauðsynlegri þjónustu. Verkefni
hjúkrunarfræðinga er eins og fyrir 25 árum
að standa vörð um öldrunarþjónustu.
Menntun hjúkrunarfræðinga
Fyrir 25 árum var andinn í þjóðfélaginu
sá að nám í hjúkrunarfræði væri of
langt. Það vantaði hjúkrunarfæðinga til
starfa og það þyrfti að mennta þá.
Leið til að fjölga hjúkrunarfræðingum á
landsbyggðinni var að setja upp nám á
Akureyri, tveggja, þriggja eða fjögurra
ára nám. Við gátum komið í veg fyrir að
úr yrði tveggja ára hjúkrunarnám með því
að byrja strax með fjögurra ára BSnám
þó að það væri skipulagt jafnóðum og
kennsla fyrsta árgangsins fór fram.
Ég má varla til þess hugsa ef okkur
hefði mistekist. Í dag stöndum við
með tvær sterkar deildir í háskólum,
fram haldsmenntun hér innanlands,
rannsóknar stofnanir og vísindavinnu í
hjúkrunar fræði. Þessi framtíðarsýn
var í óra fjarlægð fyrir 25 árum en er
dæmi um hvað hægt er að gera ef
áhugi, vilji og geta eru til staðar. Þó
er eitt sem við verðum að bæta og
það eru tengsl hjúkrunarstéttarinnar við
hjúkrunar menntun í landinu. Menntunin,
mennta stofnanir, kennarar og fræðimenn
mega ekki verða einangrað fyrirbæri þar
sem þröngur hópur skapar menntun
og fræðastarf eftir sínum áhugasviðum.
Rannsóknir í hjúkrun verða að styðja
við þjónustu hjúkrunarfræðinga og
háskólarnir að svara kröfum þjóðfélagsins
fyrir þekkingu og undirbúa nemendur
sína fyrir þá þjónustu sem einstaklingar
samfélagsins fara fram á. Það er úrelt
hugsun að „við“ heilbrigðisstarfsfólkið
vitum hvað er „best“ fyrir einstaklinga eða
samfélag. Í ávarpi, sem formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ólafur G.
Skúlason, hélt á fundi hjúkrunarstjórnenda
nýverið, lagði hann áherslu á samstarf og
samvinnu allra sem koma að hjúkrun
og þróun hjúkrunarfræði. Kallaði hann
eftir auknu samstarfi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og háskólanna. Aukið
samstarf allra sem hlut eiga að máli
kemur hjúkrunarfræði og stöðu hjúkrunar
til góða í samfélaginu.
Staða hjúkrunar í samfélaginu
Ég lýsti ákveðnum áhyggjum varðandi
það að hjúkrunarfræðingar væru að snúa
sér frá grunnatriðum hjúkrunar sem er
að líta sérstaklega á einstaklinginn í
umhverfi sínu út frá grunnþörfum hans,
þ.e. hreinlæti, hreyfingu, næringu, svefni,
hvíld og samskiptum við aðra. Tók ég
dæmi varðandi hreyfingu og næringu.
Athugasemdir mínar eiga enn við og
hvetja okkur til að eiga gott samstarf
við þær heilbrigðisstéttir sem sérhæfa
sig á þessum sem og öðrum sviðum
þjónustunnar. Einnig er sérhæfing innan
hjúkrunar stöðugt að aukast og mikilvægt
að ráðgjöf sé virk meðal sérfræðinga
í hjúkrun. Við getum sagt með orðum
Benner að sú þróun sé enn í barnæsku
og tækifærin þar því mikil.
Forvarnarstarf og fræðsla um heilbrigða
lífshætti voru orðin sem notuð voru
fyrir heilsueflingu og lýðheilsu. Ég
spurði hversu langt við gætum gengið
í að lagfæra það sem aflaga hefur farið
varðandi heilsu og benti á forvarnar starf.
Í lýðheilsufræðum hefur orðið bylting
og leika hjúkrunarfræðingar þar stórt
hlutverk með sína þekkingu á grunn
þörfum einstaklingsins svo og þekkingu
í kennslu fræði og stjórnun. Spá mín fyrir
fram tíðina er að hjúkrunar fræðingar eiga
eftir að taka virkan þátt innan sem utan
heilbrigðis kerfisins í að efla heilbrigði
þjóðarinnar með virku starfi að forvörnum
og heilsueflingu.
Lokaorð
Í upphafi erindis míns fyrir 25 árum spurði
ég: Hvaða kröfur gerir samfélagið til
hjúkrunar og hver eru þau verkefni sem
hjúkrunarfræðingar verða að takast á við,
í starfi og menntunarmálum?
Við sjáum ekki fyrir hvaða sjúkdómar
munu þróast meðal þjóða, hvert tæknileg
þróun leiðir okkur eða hvaða áhrif ný lyf
hafa á sjúkdóma. En við erum farin að sjá
hvað heilbrigður lífsstíll gerir fyrir heilsu
og þau vandamál sem mannkynið glímir
við. Því er gott að hafa spurningarnar
opnar og getum því notað sömu
spurningarnar aftur eftir 25 ár. Ég treysti
því að hjúkrunarfræðingar svari þessum
spurningum nú og í framtíðinni út frá
þörfum samfélagsins fyrir hjúkrun og
þjónustu hjúkrunarfræðinga.
Margrét Tómasdóttir er hjúkrunar fræðingur
MS, lögfræðingur ML og talsmaður
sjúklinga á Landspítala.