Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 13 Matur, fæði, næring Þrjú orð tengjast matarneyslu umfram önnur um leið og þau tengjast hjúkrun á einhvern hátt: matur, fæði og næring. Matar er neytt af ánægju, í góðum félagsskap, áhersla er lögð á útlit og samsetningu matarins eins og hefðir og venjur segja til um. Matur er tengdur menningu, íslenskur eða kínverskur matur, eða trúarbrögðum, eins og hreinn matur hjá gyðingum. Fæði er hins vegar borðað til að maður verði saddur. Í sér­fæði eru valin matvæli sem gegna einhverjum tilgangi (ofnæmisfæði, orku­ og próteinríkt fæði) og eru jafnvel tilbúin á ákveðinn hátt (til dæmis síað til að fá tært fljótandi fæði). Þegar talað er um næringu er fyrst og fremst rýnt í næringarefni eins og kolvetni, fitu, prótein, vítamín og steinefni til viðhalds eða uppbyggingar á líkamsstarfseminni og orkuinnihald miðað við þörf. Næringardrykkir, næring gefin í gegnum næringarsondu eða í æð, eru sértilbúnar næringarblöndur sem notaðar eru við ákveðna næringarmeðferð. Næring, fæði og matur – þetta þrennt kemur hjúkrunarfræðingum við. Afleiðingar vannæringar Sjúklingar, sem leggjast inn á sjúkrahús, hafa oft á einn eða annan hátt átt erfitt með að nærast áður en til sjúkrahúsvistar kom. Í aðdraganda sjúkrahúsvistarinnar getur verið að verkir, ógleði eða lystarleysi hafi leitt til þess að sumir sjúklingarnir hafi ekki náð að borða nægilega til að halda kröftum. Ekki er erfitt að ímynda sér að í kjölfarið hafi orðið erfiðara að versla, elda matinn og ganga frá í eldhúsinu. Aukinn slappleiki og hrakandi heilsa eru eðlilegar afleiðingar: Sem sagt dæmigerður vítahringur. Heilbrigður líkaminn getur brúað nokkra daga til að halda upp fullri starfsemi en þá myndast einkenni sem benda til orku­ eða próteinskorts og geta haft miklar afleiðingar fyrir sjúklinginn (Rolfes o.fl., 2006). Helstu einkenni og afleiðingar van­ næringar á sjúkrahúsi eru aukin hætta á fylgi kvillum eins og sýkingum, líffæra­ bilun, lélegri svörun við meðferð, myndun þrýstings sára og seinkun á sáragræðslu, verri almennri líðan, orkuleysi og ekki síst aukin dánartíðni (Stratton o.fl., 2003). Vannærðir sjúklingar þurfa á meiri hjúkrun, annarri sérfræðiþjónustu og dýrari lyfjameðferð að halda en þeir sem eru í góðu næringarástandi. Þeir liggja lengur á sjúkrahúsinu, líkur á endurinnlögn eru meiri og þar með eykst kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Til dæmis er talið að kostnaður í Bretlandi við meðferð vannærðra sjúklinga sé um það bil helmingi hærri en við meðferð sjúklinga með offituvandamál (Russel, 2007). Skimun eftir vannæringu Sjúklingar leggjast inn mun veikari en áður fyrr og eru skemur inni. Tækifærin eru því færri til að finna þá sjúklinga sem sýna þarf sérstakan áhuga vegna næringarástands þeirra. Skimun eftir vannæringu er tækni til að finna á öruggan hátt og með einföldum aðferðum sjúklinga sem er hætt við vannæringu. Í klínískum leiðbeiningum frá ESPEN (The European society for clinical nutrition and metabolism) er mælt með skimun eftir vannæringu á sjúkrahúsum og stofnunum (Kondrup o.fl., 2003). Mörg lönd í Evrópu, eins og Danmörk, Svíþjóð, Bretland og fleiri, hafa tekið skimun eftir vannæringu á sjúkrahúsum og stofnunum inn í heilbrigðisáætlanir sínar. Nýlega voru kynntar nýjar klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga á Landspítalanum. Þar er meðal annars lögð áhersla á skimun eftir vannæringu (Landspítali, 2011). Fjöldi skimunartækja út af vannæringu er til víða um heim. Íslenskt skimunartæki hefur verið búið til og prófað gagnvart næmi og sértækni af Ingu Þórsdóttur og félögum (Thorsdottir o.fl., 1999, 2002, 2005; Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2007) á ýmsum sjúklingahópum á Landspítalanum. Skimunar blað með sjö spurningum er fyllt út við innlögn sjúklings. Þyngd og hæð sjúklings er mæld, líkamsþyngdarstuðull reiknaður, spurt er um ósjálfrátt þyngdar­ tap, aldur, næringarvandamál fyrir innlögn, sjúkra húslegu undanfarið, skurðaðgerðir og alvarlega sjúkdóma. Stigafjöldi gefur svo vísbendingu um hættu á vannæringu og hjálpar til að finna sem flesta sjúklinga sem sýna þarf frekari áhuga varðandi næringu. Þyngd og hæð Upplýsingar um þyngd og hæð sjúklings við innlögn á sjúkrahús eru aldrei óþarfi. Hægt er að reikna líkams­ þyngdarstuðull (LÞS) (kg/m2) sem gefur ágætisvísbendingu um næringarástandið. LÞS undir 18,5 kg/m2 er talinn vannæring (World Health Organisation, 2010) en sums staðar eru mörk fyrir vannæringu sett við 22 kg/m2 hjá öldruðum yfir 70 ára (Westergren o.fl., 2010). Erfitt virðist að fá þyngd og hæð skráða. Margir telja vigtun ekki nauðsynlega, telja tímaskort eða færni sjúklings að geta staðið á vigtinni hindra að þyngd sé mæld. Sums staðar veit starfsfólk ekki um staðsetningu vogarinnar eða þá að hún Tafla 1. Munur á mat, fæðu og næringu. Matur (Að neyta, að njóta) Fæði (Að borða) Næring (Að nærast) Er tengdur menningu, trúarbrögðum, félagslífi og matarvenjum. Útlit, umhverfi, jafnvel matreiðsluaðferðir skipta máli. Dæmi: Íslenskur matur, kínverskur matur, matur sem er hreinn (í gyðingatrú). Tilgangurinn er að verða saddur / södd. Samsetning matvæla með ákveðið markmið eða tilgang: sykurskert fæði, trefjaríkt fæði, þykkfljótandi fæði, orku­ og próteinríkt fæði. Tilgangurinn er að fullnægja næringarþörf (næringarefni í réttum hlutföllum og formum í fæði og vökva). Næring getur verið í föstu eða fljótandi formi, í formi matar, næringar í gegnum næringarsondu eða næringar í æð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.