Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 60
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201156 Framkvæmd Í rannsókninni var gögnum safnað með viðtölum. Tekið var eitt einnar og hálfrar klukkustundar viðtal við hvern þátttakanda. Viðtöl fela í sér að rannsóknargagna er aflað með beinum orðaskiptum milli rannsakanda og viðmælanda og eiga þau vel við þegar viðfangsefnið er reynsla fólks (Helga Jónsdóttir, 2003). Viðtöl eru samræður þar sem rannsakandinn kynnir fyrir þátttakendum í rannsókninni ákveðin atriði sem aðalviðfangsefni samræðnanna (Benner, 1994). Viðtalsrammi var hafður til hliðsjónar í viðtölunum en viðmælendur fengu fullt svigrúm til að tjá sig að eigin vild. Að ósk þátttakenda fóru viðtölin fram á heimilum þeirra. Úrvinnsla gagna Markmið gagnagreiningar og túlkunar á niðurstöðum er að finna það sameiginlega í merkingu, kunnáttu og reynslu fólks við ákveðnar aðstæður (Benner, 1994). Greining gagna hófst strax að viðtölunum loknum. Við greiningu var leitað að sameiginlegum þræði í frásögnum þátttakenda en jafnframt var skoðað hvernig reynsla þeirra birtist með ólíkum hætti. Viðtölin voru lesin aftur og aftur og rædd á sameiginlegum fundum höfundanna. Við framsetningu á niðurstöðum voru tekin dæmi með tilvitnunum í gögnin til að varpa ljósi á og skýra þau þemu sem um var rætt. Siðfræði Leyfi fékst fyrir framkvæmd rannsóknarinnar hjá Vísindasiðanefnd og hún var tilkynnt til Persónuverndar. Hjúkrunarfræðingur heimahjúkrunar afhenti væntanlegum þátttakendum kynningarbréf þar sem fram kom hvernig rannsóknin yrði framkvæmd og óskaði eftir samþykki þeirra fyrir því að rannsakandi hefði samband til að skipuleggja viðtölin. Áður en viðtölin hófust ræddi rannsakandi tilgang rannsóknarinnar og óskaði eftir samþykki fyrir þátttöku. Þátttakendur skrifuðu undir samþykki þar sem rannsókninni var lýst og fram kom að þeir gætu bæði neitað að ræða einstök atriði og að þeim væri heimilt að hætta þátttöku ef þeim snérist hugur, án frekari eftirmála. Að viðtölunum loknum voru þátttakendum gefin önnur nöfn og þess var vandlega gætt að ekki væri unnt að þekkja þá. Eftir að gögnunum var komið á tölvutækt form var upptökum eytt. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli rannsóknaraðila og þeirrar þjónustu sem fjallað er um. Trúverðugleiki og réttmæti rannsóknar Engar almennar reglur né staðlaðir mælikvarðar eru til um réttmæti í eigindlegum rannsóknum heldur mótast það af mati fræðimanna á notagildi rannsóknarniðurstaðna (Sandelowski, 1993). Rannsakandi greinir og túlkar rannsóknagögnin og setur niðurstöðurnar fram sem þemu eða stef sem síðan eru studd með tilvitnun í frásagnir þátttakenda. Beinar tilvitnanir í rannsóknargögn gera lesandanum betur kleift að átta sig á trúverðugleika túlkunarinnar (Benner, 1994). Í þessari rannsókn var sama spurningaviðmið notað fyrir alla þátttakendur og beinar tilvitnanir eru úr rannsóknargögnunum. Við greiningu og túlkun gagna var tekið mið af fræðilegum bakgrunni sem kynntur var í inngangi og hinum fyrirbærafræðilega skilningi sem var lýst hér að ofan. Svör flestra þátttakenda voru samhljóma, þeir vildu halda áfram að búa heima þrátt fyrir hrakandi heilsufar og óvissu um framtíðina, og virðist það styðja trúverðugleika rannsóknarinnar þó ólík sjónarhorn séu vissulega kynnt. NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur í þessari rannsókn höfðu orðið fyrir ýmsum heilsufarsáföllum á liðnum mánuðum og árum. Því höfðu þeir oft þurft að dvelja á sjúkrahúsum í lengri eða skemmri tíma og óttuðust að heilsan gæti gefið sig á ný. Af þeirri ástæðu höfðu þeir íhugað flutning á hjúkrunarheimili og allir þátttakendurnir höfðu fengið jákvæða niðurstöðu úr vistunarmati. Þó kom í ljós að sex af átta þátttakendum voru ekki tilbúnir til að flytjast að svo stöddu. Þrátt fyrir margþætt heilsufarsvandamál og töluverða skerðingu á getu til að sjá um sig og sinna heimilisstörfum sögðust flestir þeirra njóta þess að búa heima. Hér á eftir verður leitast við að varpa ljósi á merkingu þess að búa heima og þær aðstæður og aðstoð sem gerði þeim það kleift. „Heima er miklu meira frjálsræði.“ Samspil færni og aðstæðna á heimili Þrátt fyrir að þátttakendurnir í þessari rannsókn hafi búið við flókin heilsufarsvandamál og minnkaða færni var áberandi hve vel flestum þeirra leið heima. Þeim varð tíðrætt um að á heimilinu fyndu þeir til frjálsræðis og gætu ráðið sér sjálfir eða eins og Guðrún sagði: „Ég er virkilega ánægð að búa hérna meðan heilsan leyfir, það segi ég alveg satt ... Já, og stjórna mér sjálf ... Og vera innan um mitt dót ... Það skiptir mig afskaplega miklu máli.“ Svipuð afstaða kom fram hjá Gunnari en hann er með Parkinsonssjúkdóm á háu stigi og hafði verulega takmarkaða hreyfifærni og getu til sjálfsumönnunar. Gunnar naut aðstoðar frá konunni sinni, félagsþjónustu og heimahjúkrun. Hann lýsti afstöðu sinni til heimilisins þannig: Heima er miklu meira frjálsræði ... Ég vil telja það tvímælalaust kost ... Ég horfi á sjónvarp, hlusta á útvarp og les blöðin, eitthvað af þessu öllu ... Ég reyni líka að fara út að ganga í hálftíma hérna í hverfinu eða [við hjónin] förum á bílnum inn í Laugardal og sjáum hvernig blómunum gengur að dafna. Aðrir þátttakendur lýstu því hvernig þeir létu hverjum degi nægja sína þjáningu og vonuðust til að geta haldið áfram að búa heima. Margir nutu þess að hlusta á sína tónlist eða útvarp, horfa á sjónvarp og lesa. Áhugamál þeirra voru fjölbreytt og ólík. Elín lýsti því til dæmis hvernig hún nyti þess að fara í gegnum skápana sína og taka til í sínum föggum. Hér virðist hugtakið að eiga heima eiga vel við. Flestum þátttakendum fannst þeir tilheyra heimilinu og þar nutu þeir lífsins á áreynslulausan hátt. Möguleikar þátttakenda til að lifa að eigin óskum mótuðust að töluverðu leyti af aðstæðum á heimilinu. Fram kom að þeim fannst mikilvægt að geta auðveldlega farið um heimilið og nánasta umhverfi. Staðsetning húsnæðis, útsýni og umhverfi þess skipti þá máli. Heimili flestra þátttakenda voru hentug og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.