Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201150 Borghildur Maack, bjon@islandia.is LYFTAN Reynslusaga Það er ýmislegt sem getur gerst í vinnunni en hér fáum við innsýn í reynsluheim hjúkrunar fræðings. Tíma ritið birtir gjarnan fleiri sögur eftir hjúkrunar fræðinga. Hún kvaddi þessa jarðvist klukkan ellefu að kvöldi hún Sofía á elliheimilinu þar sem hún hafði dvalið um nokkurra ára skeið. Hún varð háöldruð hún Sofía – skýr og skemmtileg til hins síðasta dags. Föst fyrir var hún eins og sagt er um þá sem hafa sterkan vilja. Þarna klukkan ellefu um kvöldið var hennar tími kominn. Allt gekk sinn vana gang eins og við andlát. Sofía var látin standa uppi – eins og það er kallað – á herberginu sínu á elliheimilinu yfir nóttina. Haft var samband við útfararstofu og beðið um að líkið yrði sótt klukkan sjö morguninn eftir – áður en fólk færi á stjá. Á slaginu sjö komu líkmennirnir. Þeir voru tveir saman eins og vanalegt var – aldraðir og lífsreyndir menn með langa reynslu í þessu starfi. Þeir voru svartklæddir og virðulegir í allri framgöngu. Næturvaktarhjúkkan þekkti þá en þeir höfðu oft komið áður og voru alltaf eins virðulegir og þögulir. Þeir töluðu ekki eitt einasta orð þar sem þeir gengu eftir löngum ganginum í fylgd næturhjúkkunar inn að herbergi Sofíu. Líkið var sett á líkbörurnar og sama leið til baka eftir löngum ganginum sem lýstur var upp með næturljósum. Enginn sagði aukatekið orð af þeim þrem sem voru þarna til staðar og í lifandi manna tölu. Þau voru stödd á 5. hæð svo leiðin lá að lyftunni. Hjúkrunarkonan gekk með þeim að lyftunni eins og vanalega – til að kveðja og þakka fyrir. Allt var eins og venjulega fram að lyftunni. En þá upphófst það. Lyftan lét bara ekki að stjórn. Hún byrjaði á því að lokast ekki. Líkbörunum hafði verið rúllað inn í lyftuna og líkmennirnir fylgdu með – lyftan bara lokaðist ekki – þó svo allt væri reynt til að láta hana lokast. Þá gripu líkmennirnir til þess ráðs að taka líkbörurnar út úr lyftunni en fóru sjálfir inn í hana. Þá æddi lyftan af stað, stoppaði hvergi, fór bara stjórnlaust upp og niður með líkmennina tvo innanborðs. En börurnar með Sofíu á stóðu fyrir utan lyftuna á 5. hæðinni ásamt næturhjúkkunni. Ýmist voru líkbörurnar inni í lyftunni með líkmönnunum eða utan hennar, ef lyftan lokaðist æddi hún upp og niður stjórnlaust. Ef lyftan stoppaði þá var það bara á 5.hæðinni. Við þessar óvanalegu aðstæður lifnaði smátt og smátt yfir líkmönnunum og þeir fóru að talast við með svipbrigðum og látbragði fremur en orðum. Þetta voru aðstæður sem þeir höfðu ekki búist við. Hjúkkan stóð álengdar og fylgdist með framvindunni. Þetta var orðið spaugilegt. Þetta var eitthvað Sofíulegt. Í aðra röndina hélt hjúkkan þó að lyftan væri biluð, það myndi koma í ljós þegar fólk færi að koma á morgunvaktina. En þó fannst henni þetta talsvert sérstakt svo ekki væri nú meira sagt. Allt þetta hugsaði hún þar sem hún stóð fyrir utan lyftuna á 5. hæðinni og fylgdist með því sem verða vildi. Starfsfólkið á vakt á hinum hæðunum var farið að koma og spyrjast fyrir um hvað væri með lyftuna. Það heyrðist um allt húsið að lyftan var á fleygiferð upp og niður. Að lokum fór þó öll þrenningin út á 1. hæðinni, Sofía á líkbörunum með líkmennina tvo með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.