Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 15 Á flestum sjúkrahúsum eru matmálstímar sjúklinga á sama tíma og starfsfólkið fær sér að borða. Þar með er mönnun á matmálstímum einungis helmingur miðað við mönnun á öðrum tímum. Auk þess hafa truflanir á matmálstímum neikvæð áhrif á næringu sjúklinga. Erlendis hafa sum sjúkrahús, til dæmis í Bretlandi, breytt vinnuskipulagi á matmálstímum. Á meðan sjúklingar borða eru á deildinni aðeins þeir starfsmenn sem aðstoða sjúklingana. Komið er í veg fyrir truflanir með því að rannsóknir, stofugangur eða heimsóknir eru ekki leyfðar á þessum tíma og lyfjagjafir eru skipulagðar þannig að engin truflun verður að þeim. Þetta kallast protected mealtimes (NNNG, 2008) eða á íslensku verndaðir matmálstímar. Þannig verða matmálstímar að gæðastund á deildinni, hægt er að gefa sér tíma til að spjalla við sjúklingana á meðan þeim er veitt aðstoð við að borða og athyglinni er beint að matnum og næringu sjúklinga. Skilaboðin um mikilvægi næringar eru þá augljós og skýr. Menntun, þekking og viðhorf hjúkrunarfræðinga Næringarfræði er fastur þáttur í námi hjúkrunar fræðinga og yfirleitt kennd af næringar fræðingum. Áhugi hjúkrunar­ nema á næringarfræði virðist þó lakari en á mörgum öðrum náms þáttum. Loka­ ritgerðir, sem tengjast næringu sjúklinga eða hlutverkum hjúkrunarfræðinga við næringu sjúklinga, hafa verið sjö við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands síðan 2005 en engar eftir 2008. Þó má vænta að fjölmargar námsritgerðir hafi verið unnar um næringu sjúklinga í gegnum árin. Hugsanlegt er að næring sjúklinga sé ekki lengur fastur og mikilvægur þáttur hjúkrunar heldur hafi hann að hluta til færst til sjúkraliða, næringarfræðinga, lyfjafræðinga og annarra fagstétta. Æskilegt væri að hjúkrunarfræðingar fengju aukinn áhuga á næringu á ný en það myndi auka gæði hjúkrunar og mjög oft bæta líðan sjúklinga. Góð næring þarfnast hjúkrunarfræðinga – hvernig væri að ... ... gefa sér aðeins tíma næst þegar þú skoðar skráningu hjúkrunar eða Sögukerfi á þinni deild. Hefur þinn sjúklingur verið vigtaður við innlögn, hver er líkamsþyngdarstuðull hans? Hefur hann haldið þyngd sinni á legutímanum? Í hvaða umhverfi borðar sjúklingurinn, hvernig borðar hann matinn sinn og hve mikið? Veistu hver orkuþörfin hans er og hvort hann nær henni? ... efna til rannsókna sem tengjast hjúkrun og næringu sjúklinga eða taka þátt í evrópsku rannsókninni NutritionDay? Ísland er eitt fárra landa sem hefur ekki náð að taka þátt síðan verkefnið byrjaði 2007. ... hvetja heilbrigðisyfirvöld hér á landi til þess að setja næringu sjúklinga á sjúkrahúsum í forgangsröð eins og nágrannalönd okkur hafa gert? Næringarhjúkrun er sérsvið hjúkrunar, hjúkrunarfræðingur er ekki næringar­ fræð ingur né næringarráðgjafi en þarf að hafa góða þekkingu á samspili næringar og heilsu fars sjúklings sem hann er að sinna á sjúkrahúsinu eða stofnuninni. Samvinna við lækna, næringarfræðinga, sjúkraliða og fagfólk í eldhúsi og býtibúrum er ómissandi í ferlinu. Og ekki má gleymast: Góð næring sjúklinga þarfnast hjúkrunarfræðinga. Heimildir Bachrach­Lindström, M., Jensen, S., Lundin, R., og Christensson, L. (2007). Attitudes of nursing staff working with older people towards nutritional nursing care. Journal of Clinical Nursing, 16 (11), 2007­2014. Bläuer, C., Schierz­Hungerbühler, J., Trachsel, E., Spirig, R., og Frei, I.A. (2008). Multidisziplinäres Malnutritionspogramm zur Erfassung und Behandlung von Patienten mit dem Risiko oder betehender Mangelernährung in pflegerischer Verantwortung. Pflege, 21, 225­234. Ingibjörg Hjaltadóttir, Anna Edda Ásgeirsdóttir, Borghildur Árnadóttir, Helga Ottósdóttir, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Alfons Ramel og Inga Þórsdóttir (2007). Matstæki til greiningar á vannæringu aldraðra. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 83 (5), 48­56. Jordan, S., Snow, D., Hayes, C., og Williams, A. (2003). Introducing a nutrition screening tool: an exploratory study in a district general hospital. Journal of Advanced Nursing, 44 (1), 12­23. Kondrup, J., Allison, S.P., Elia, M., Vellas, B., og Plauth, M. (2003). ESPEN guidelines for nutrition screening. Clinical Nutrition, 22 (4), 415­421. Landspítali (2011). Klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga. Reykjavík, Landspítali. Sótt 9.5.2011 á http://www.landspitali.is/lisalib/ getfile.aspx?itemid=28242. Malnutrition Advisory Group: Todorovic, V., Russell, C., Stratton, R., Ward, J., og Elia, M. (2003) The MUST explanatory booklet , BAPEN. Sótt 9.5.2011 á http://www.bapen. org.uk/must_notes.html. Nightingale, F. (1860/1969). Notes on nursing, what it is and what it is not. New York: Dover Publications. NNNG (UK National Nutrition Nurses Group) (2008). Implementation of Protected Mealtimes to provide an environment conducive to patients enjoying and being able to eat their food. Sótt 9.5.2011 á http://www. nnng.org/Links/National%20Guidence,%20 Audit%20and%20Research/Nutrition%20 factsheet_2%5B1%5D.pdf. Rasmussen, H.H., Kondrup, J., Staun, M., Ladefoged, K., Lindorff, K., Mørch Jørgensen, L., o.fl. (2006). A method for implementation of nutritional therapy in hospitals. Clinical Nutrition, 25, 515­523. Rolfes, S.R., Pinna, K., og Whithney, E. (2006). Understanding normal and clinical nutrition. Belmont, Kaliforníu: Thomson Higher Education. Russel, C. (2007). The impact of malnutrition on healthcare costs and economic considerations for the use of oral nutritional supplements. Clinical Nutrition Supplements, 2, 25–32. Stratton, R.J., Green, C.J., og Elia, M. (2003). Disease-related malnutrition: an evidence based approach to treatment. CABI publishing: Oxon. Thorsdottir, I., Eriksen, B., og Eysteinsdóttir, S. (1999). Nutritional status at submission for dietetic services and screening for malnutrition at admission to hospital. Clinical Nutrition, 18 (1), 15­21. Thorsdottir, I., og Gunnarsdóttir, I. (2002). Energy intake must be increased among recently hospitalized patients with chronic obstructive pulmonary disease to improve nutritional status. Journal of the American Dietetic Association, 102 (2), 247­249. Thorsdottir, I., Jonsson, P.V., Asgeirsdottir, A.E., Hjaltadottir, I., Bjornsson, S., og Ramel, A. (2005). Fast and simple screening for nutritional status in hospitalized, elderly people. Journal of Human Nutrition Dietet, 18, 53­60. Westergren, A., Torfadóttir, Ó., Ulander, K., Axelsson, C., og Lindholm, C. (2010). Malnutrition prevalence and precision in nutritional care: an intervention study in one teaching hospital in Iceland. Journal of Clinical Nursing, 19, 1830­1837. World Health Organisation (2010). BMI classification. Skoðað 1.12.2010 á http:// apps.who.int/bmi/index.jsp?introPage=intro_3. html.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.