Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201146 Sólfríður Guðmundsdóttir, solfridurg@hotmail.is HUGMYNDIR HJÚKRUNARFRÆÐINGA UM EFLINGU Á HEILSU Á heilsuþingi síðastliðið haust var rætt um hvað hjúkrunarfræðingar geta gert til að efla heilsu landsmanna. Margar góðar hugmyndir voru festar á blað og er hér sagt frá þeim. Hjúkrunarfræðingar, sem sóttu heilsuþing félagsins 24. september sl., tóku þátt í hringborðsumræðum þar sem fjallað var um eflandi og letjandi þætti fyrir heilsu landsmanna. Hér eru niðurstöður hópanna teknar saman ásamt hugmyndum þeirra um hugsanleg úrræði sem bæta mætti með hjúkrunarþjónustu. Meðal atriða, sem fram komu hjá flestum umræðuhópum, var að gera faglega hjúkrun sýnilegri úti í samfélaginu. Mælt var með að hjúkrunarfræðingar gengju á undan með góðu fordæmi með heilsueflandi venjum og að félagsmenn örvuðu hver annan til að hugsa vel um eigin heilsu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ýtt undir þá þróun með ýmsum hætti eins og fram kemur í lokaorðunum. Tillögur og fullyrðingar, sem fram koma í þessari samantekt, eru úr niðurstöðum sem hóparnir á heilsuþinginu skiluðu til félagsins. Hlutverk við að efla eigin heilsu og annarra Nánast allir hóparnir voru sammála um mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar séu góð fyrirmynd annarra varðandi heilsu og heilsueflingu. Mörg atriði voru nefnd þessu til stuðnings, eins og að hlutverk fyrirmynda sé jafnvel meira áríðandi í litlum samfélögum því það dreifist betur út í kunningjasamfélaginu. Einnig kom fram • að hjúkrunarfræðingar, sem stunda heilsusamlegar lífsvenjur, geti haft jákvæð áhrif með tiltölulega skjótum smitandi árangri þegar búið er að velta „heilsuboltanum“ af stað út í samfélagið • að fólk tekur oft meira eftir því sem einhver gerir en því sem sá hinn sami segir; að það er meira sannfærandi að fá fræðslu um heilsueflingu og heilbrigðan lífsstíl hjá þeim sem ber það með sér eða er þekktur fyrir að ástunda heilsurækt í eigin lífi • að okkur þarf að líða vel og við að vera í jafnvægi til þess að geta sinnt hjúkrunarstarfinu og miðlað upplýsingum um jákvæðan lífsstíl á sannfærandi hátt • að erfitt er að hvetja aðra til dáða ef við getum sjálf ekki verið staðföst í þeim lífsstíl sem við boðum • að við eigum að vera virk í að setja okkur stefnu og markmið og fylgja þeim eftir í daglegu lífi. Tafla 1 sýnir tillögur frá þátttakendum um atriði sem hjúkrunarfræðingar ættu að temja sér til að efla heilsu í einkalífi og á vinnustöðum. Heilsufræðsla og menntun hjúkrunarfræðinga Einn hópurinn á heilsuþinginu fékk spurningu um hvernig hjúkrunarfræði­ menntunin þyrfti að þróast til að geta sinnt breyttum þörfum samfélagsins. Hér er álit þeirra. Hjúkrunarnámið er að miklu leyti miðað við hjúkrun sjúkra á stofnunum. Betra væri að kenna nemendum án tillits til staðsetningar þjónustunnar og leggja má meiri áherslu á sjálfstætt starf utan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.