Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 39
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 35
Upplýsingar um lungnakrabbamein fyrir sjúklinga og aðstandendur
Mig langar að benda á að á vísindaþingi skurð og svæfingalækna
í vor var kynnt kver sem ætlað er sem fræðsluefni fyrir sjúklinga
sem greinst hafa með lungnakrabbamein og aðstandendur.
Lögð er áhersla á nýjungar í greiningu og meðferð og tekið
mið af íslenskum aðstæðum. Einnig er að finna almennan
fróðleik um sjúkdóminn. Kverið er 34 blaðsíður, höfundur
texta og ábyrgðarmaður er Tómas Guðbjartsson, hjarta og
lungnaskurðlæknir, prófessor í skurðlækingum og yfirlæknir
á skurðdeild Landspítala. Ráðgefandi sérfræðingar eru meðal
annars sjö hjúkrunarfræðingar. Framsetning og grafísk hönnun
er til fyrirmyndar, á spássíu eru efnisorð, titlar eru skýrir og
heiti höfð innan sviga á ensku til að auðvelda leit að tengdu
efni á netinu.
Í ljósi þess að oft skortir á að sjúklingar, sem greinast með
lungnakrabbamein, finni fyrir sama skilningi á veikindum
sínum og einstaklingar, sem greinast með önnur krabbamein,
þá er tilurð þessa bæklings mikilvægt skref í þá átt að
styðja við þá sem greinast og að ýta undir skilning á þörfum
þeirra. Það fylgir því einnig
stundum skömm að greinast
með lungnakrabbamein þar sem
það tengist langoftast reykingum
og því telur sjúklingurinn og
aðrir að hann hafi kallað yfir
sig veikindin með reykingum.
Gert er ráð fyrir að einungis 20
prósent af þeim sem greinast
með lungnakrabbamein lifi eftir
fimm ár. Meðal annars með þessa þætti í huga hefði verið
æskilegt að hafa umfjöllun um sálfélagsleg áhrif sjúkdómsins
frá sjónarhóli þess sem greinst hefur með lungnakrabbamein
og frá sjónarhóli aðstandanda. Útgáfa kversins er gott framtak
til að auka aðgengi sjúklinga að upplýsingum og fræðslu.
Ragnheiður Alfreðsdóttir
hjúkrunarfræðingur, MS
forstöðumaður ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
BRÉF FRÁ LESENDUM
Fjölskyldan og blakið mikilvægast
Bylgja á tvo litla stráka, tveggja og
fjögurra ára, þannig að þegar hún er
ekki í vinnu snýst lífið um fjölskylduna.
„Og blakið auðvitað,“ bætir hún við.
„Ég leiki með Ými sem er deild í HK, við
spiluðum í fyrstu deild í vetur. Við erum
hópur af konum sem vorum í blaki sem
unglingar en tókum okkur til og byrjuðum
aftur.“ Bylgja hefur alltaf verið í íþróttum,
fyrst í dansi og fimleikum, og er mikill
keppnisandi í henni. Hún fór að æfa
blak sem unglingur en tók sér hlé þegar
hún átti strákana. Nú er hún komin aftur
því henni finnst mikilvægt að hreyfa sig.
„Blak hentar öllum, það geta allir spilað
blak á sinn hátt og ráðið hraðanum,“
segir hún.
Bylgja telur mikilvægt að fólki finnist
gaman að hreyfa sig og finni rétta
hreyfingarmátann. „Oft og tíðum tengir
fólk hreyfingu við líkamsræktarstöð og
þegar ég spyr um hreyfingu segist það
vera á leiðinni að kaupa sér kort. Fólk
mætir í nokkur skipti en svo verður ekkert
meira úr þessu. Það finnst einfaldlega
ekki öllum gaman í líkamsræktarstöð. En
það mikilvægasta er að finna sína leið
og drífa sig svo af stað og hreyfa sig á
þann hátt sem hentar viðkomandi,“ segir
Bylgja.
Áfram í Hjartavernd
Bylgja hefur ekki hugsað mikið um hvar
hún verði stödd í framtíðinni enda líður
henni vel í Hjartavernd. „Ég hef ekki
hugmynd um það. Kannski fer ég í
frekara nám en það er óráðið. Ég hef
alltaf haft þá trú að maður búi sjálfur
til sitt umhverfi og hef getað séð það
skemmtilega í öllum verkum. Mér finnst
alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk og
bý til mína starfsánægju sjálf.“
Svar ritstjóra:
Þakka þér bréfið. Það er frábært að hjúkrunarfræðingar skuli hafðir með í ráðum við gerð slíkra bæklinga. Fróðlegt hefur verið
að fylgjast með framtakssemi krabbameinshjúkrunarfræðinga og ætti það að vera hvatning fyrir hjúkrunarfræðinga í öðrum
sérgreinum. Kverið er, eins og þú segir, fallegt og vandað í alla staði og Tómasi Guðbjartssyni til mikils sóma. Lungnakrabbamein
er, eins og þú bendir á, svolítið feimnismál. Í grein þinni um að greinast með krabbamein á öðrum stað í blaðinu kemur fram að
krabbamein er að jafnaði ekki lengur dauðadómur en því miður er það enn þá þannig með lungnakrabbamein. Ég væri til í að
birta í blaðinu greinar um hvernig er að lifa með lungnakrabbameini og þess vegna einnig hvernig er að vera sjúklingur yfirleitt.