Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 37 Guðbjartur Hannesson. Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN), sem haldinn var á Möltu nú í byrjun maímánaðar, var einróma ályktað um nauðsyn þess að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin réði hjúkrunarfræðinga í æðstu stöður stofnunarinnar og að í hverju heilbrigðis­ eða velferðarráðuneyti einstakra ríkja starfaði leiðtogi í hjúkrun, Chief Nurse Executive. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði fundarmenn. Taldi hann það kær­ komið tækifæri fyrir sig að fá að tala beint til svo fjöl mennrar heilbrigðis stéttar sem starfar á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og er því fátt óviðkomandi í þessum stóra mála flokki. Ræddi hann þær breytingar sem orðið hafa í heilbrigðiskerfinu og heil brigðisþjónustunni undanfarin misseri og lagði á það áherslu að þar ættu sér sífelldar breytingar stað í takt við breytta tíma og nýjar áherslur þó þær hefðu verið meiri en við eigum að venjast undanfarið, meðal annars vegna erfiðra efnahagsaðstæðna. Ráðherra fór yfir helstu áherslur og breytingar sem fram undan eru á heilbrigðisþjónustunni en megináhersla verður lögð á heildstæða stefnumörkun á sviði velferðarmála og ákvarðanir byggðar á glöggum upplýsingum og staðreyndum. Að lokum tók ráðherra undir orð formanns FÍH um nauðsyn þess að formgera betur samstarf og samráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og velferðarráðuneytisins. Ráðherra telur að • með sameiningu ráðuneyta og stofnun nýs vel­ ferðar ráðuneytis hafi verið lagður grunnur að ýmsum viðameiri breytingum á skipulagi velferðar­ mála til framtíðar • heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið og almanna­ tryggingakerfið séu grunnstoðir velferðarkerfisins sem verður að skoða og skipuleggja í nánum tengslum hverja við aðra til að fá skýra heildarsýn sem ekki hefur verið fyrir hendi • ef vel er á málum haldið geti stofnun velferðar­ ráðu neytisins orðið grunnur að miklu öflugra og skil virkara þjónustukerfi fyrir alla notendur velferðar þjónustunnar • nálgast þurfi skipulag þjónustunnar meira út frá þörfum notendanna í stað þess að lokka notendur og ráðstafa þeim inn í skipulag og þarfir kerfisins. Framtíðarsýn ráðherra: • Leggja þarf áherslu á heildstæða stefnumörkun á sviði velferðarmála. • Heilsugæslan á að vera í öndvegi sem fyrsti við­ komu staður fólks í heilbrigðiskerfinu. Nauðsyn legt er að efla starfsemi heilsugæslunnar í þessu skyni. • Heilbrigðisþjónusta á að vera aðgengileg fólki á viðeigandi þjónustustigi, óháð efnahag og búsetu. • Nauðsynlegt er að skilgreina á faglegan hátt hvaða þjónustustigi er mögulegt og skynsamlegt að halda úti í einstökum landshlutum og heil­ brigðis umdæmum, eftir því hvort um er að ræða heilsugæslu, almenna sjúkrahúsþjónustu og hjúkrunar rými aldraðra, sérhæfðari sjúkrahús­ þjónustu eða þjónustu sem einungis er á færi Landspítala að veita. • Rekstrarform í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera fjölbreytt en í framkvæmd verður að tryggja að útvistun verkefna og ólík rekstrarform ógni á engan hátt öryggi sjúklinga • Öflugri nærþjónusta með flutningi verkefna til sveitarfélaga er meðal þess sem unnið er að. Málefni fatlaðra færðust á þeirra hendur um síðustu áramót og fram undan er undir búningur að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaganna. • Skipa þarf forvarnar­ og lýðheilsustarfi traustan sess og samþætta áherslur þess efnis inn í alla velferðarþjónustu. Miklu skiptir að setja skýr og mælanleg markmið eftir því sem kostur er og beina fjármagni í þau verkefni sem brýnust eru hverju sinni. Ávarp velferðarráðherra í heild er að finna á vef velferðarráðuneytisins. Úr ávarpi velferðarráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.