Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 23 tekur ekki tillit til niðurstaðna eða gæða rannsóknanna sjálfra. Rannsóknarsniðið skiptir máli Það sem haldið er fram hér á undan um hvaða rannsóknarniðurstöður megi hagnýta í störfum hjúkrunarfræðinga byggist aðallega á því hvaða spurningum er hægt að svara með mismunandi rannsóknarsniði. Það byggist einnig á því hvaða ályktanir er hægt að draga og hvernig megi beita þeim á stærri hóp en þann sem var rannsakaður. Athugun Mantzoukas (2009) leiddi í ljós að í flestum rannsóknum var notað lýsandi snið, annaðhvort með eigindlegri eða megindlegri aðferð. Slíkar rannsóknir geta, sérstaklega ef svarið við rannsóknarspurningunni byggist á þverskurði af úrtaki, hjálpað til við að setja fram tilgátur um hvernig samspilið er milli mismunandi fyrirbæra. Þær geta ekki svarað spurningum um orsakir og afleiðingar. Sem dæmi má nefna mikilvægi þess að hafa félagslegan stuðning. Til eru margar rannsóknir sem sýna að þeir sem hafa góðan félagslegan stuðning ráða betur við erfiðar aðstæður, eins og sjúkdóm, heldur en þeir sem hafa lítinn stuðning. Þessar rannsóknir segja að jafnaði lítið um hvernig hægt er að nota félagslegan stuðning einhvers til þess að honum vegni betur. Þær útskýra heldur ekki af hverju sumir hafa góðan félagslegan stuðning en aðrir ekki. Slík þekking gæti vafalaust nýst vel í heilbrigðiskerfinu til þess að hjálpa fólki að styrkja sinn félagslega stuðning. Slíkar rannsóknir útskýra aukinheldur ekki hvernig hægt er að nýta félagslegt stuðningskerfi viðkomandi við erfiðar aðstæður þannig að jákvæðu áhrifin Hjúkrunarvísindin eru orðin öflug grein víða í Evrópu. Í flestum löndum hafa þau áunnið sér virðingu fyrir framlag sitt í þann þekkingarsjóð sem hefur þýðingu fyrir heilbrigðismál. Sérstaklega mikilvægt hefur framlag hjúkrunarrannsókna verið í því að taka tillit til reynslu fólks af veikindum. Það hefur meðal annars haft í för með sér að læknisfræðin hefur einnig í auknum mæli fengið áhuga á eigindlegum aðferðum og á að rannsaka sjónarmið sjúklinga. Á þessari stundu í þróun hjúkrunarrannsókna er kominn tími til að velta fyrir sér hvað hefur áunnist og hvað þarf að gera til þess að taka næstu skref. Ég sem formaður í samtökunum The European Academy of Nursing Science (Hallberg, 2009) fól Mantzoukas (2009) að fara yfir hvaða hjúkrunarrannsóknir hefðu birst í vísindatímaritum síðustu ár. Hann skoðaði birtingar á árunum 2000­2006, samtals 2574 greinar í þeim 10 hjúkrunartímaritum sem talin eru áhrifamest. Niðurstaða hans var að flestar rannsóknir væru með lýsandi rannsóknarsniði eða með tilgátusniði eða þá þverskurðarrannsóknir. Þekkingar­ framlag slíkra rannsókna til klínískrar hjúkrunar er hins vegar takmarkað. Samtals voru 37% rannsókna með eigindlegri aðferð, 39% voru þverskurðarrannsóknir með lýsandi, megindlegri aðferð og einungis 13% voru með tilraunasniði. Af öllum birtum greinum fjallaði um það bil helmingur (45%) um klínísk vandamál. Þegar rýnt er í niðurstöðurnar má álykta að miðað við rannsóknarsnið hafi minna en fjórðungur allra birtra rannsókna verið þannig að niðurstöður þeirra mætti nota í heilbrigðiskerfinu. Mat þetta byggist á rannsóknarsniðinu sem notað var og verði sem mest á heilsu hans. Í stuttu máli má segja að lýsandi rannsóknir geti einungis sýnt fram á tengsl tiltekinna atriða en ekki útskýrt hvernig þessi atriði hanga saman eða hvað gera skal til þess að nýta þau sem best til að bæta líðan og heilsu sjúklinganna. Enn flóknara verður að túlka niðurstöðurnar ef notað er þverskurðarsnið en þá er ekki hægt að vita í hvaða mæli niðurstöður byggjast á tilviljun. Þrátt fyrir framansagt er ég ekki að halda því fram að hjúkrunarrannsakendur eigi ekki að stunda lýsandi rannsóknir. Þær eru nauðsynleg forsenda þess að komast á næsta stig sem er kenningasmíð. Lýsandi rannsóknir eru einnig nauðsynlegar vegna þess sem þær leiða í ljós um fyrirbæri sem geta skipt máli til þess að skilja önnur fyrirbæri. Það er, lýsandi rannsóknir leggja sitt af mörkum til þess sem er kallað uppgötvun (discovery á ensku). Ég tel flestar eigindlegar rannsóknir vera uppgötvunarrannsóknir jafnvel þó að þær leiði oft til dýpri skilnings á tilteknu fyrirbæri en megindlegar rannsóknir geta gert. Lýsandi rannsóknir og rannsóknir, sem veita djúpa innsýn í rannsóknarfyrirbærið, geta verið undirstaða kenningasmíðar. Slík kenningasmíð er í vissum skilningi aðferð til að búa til skýringarlíkön eða tilgátu um hvernig mismunandi fyrirbæri tengjast og hvaða áhrifum má ná með ákveðnum inngripum. Kerfisbundnar fræðilegar samantektir eru mikilvægar og að hluta til vanræktar þekkingarlindir en þær má nota til þess að byggja ofan á eigin rannsóknir eða rannsóknir annarra. Dæmi um slíkar samantektir eru fjölrannsóknagreiningar, kerfisbundin yfirlit slembirannsókna, safngreiningar og Ingalill Rahm Hallberg útskrifaðist úr hjúkrunarskóla 1969 og gerðist hjúkrunarkennari 1974. Hún hefur lengst af starfað innan geðsviðs sem hjúkrunarkennari og sálgreinir en hún er hámenntuð í sálgreiningu. Ingalill hlaut doktorsgráðu 1990 frá Umeåháskóla og er prófessor í geðhjúkrun og aðstoðarrektor við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hún er einnig gestaprófessor við Fudan­ háskólann í Sjanghai. Ingalill hefur leiðbeint hátt í þrjátíu doktorsnemum og birt um 190 fræðigreinar, ráðstefnuskýrslur og bókakafla. Elísabet Hjörleifsdóttir, dósent við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, hlaut doktorsgráðu undir hennar handleiðslu og Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor í hjúkrunarfræðideild HÍ, nýtur nú aðstoðar Ingalill. Þá hefur Ingalill fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Hún situr í ritstjórn fjögurra alþjóðlegra tímarita og hefur annast ritrýni fyrir tíu tímarit. Síðastliðin ár hafa rannsóknir hennar fjallað mikið um heilabilun. Ingalill Rahm Hallberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.