Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 25 Ragnheiður Alfreðsdóttir, ragnalf@krabb.is ÖRRÁÐSTEFNA UM AÐ GREINAST AFTUR MEÐ KRABBAMEIN Krabbameinsfélagið stóð fyrir stuttri ráðstefnu 18. apríl sl. og fjallaði hún um að lifa með krabbameini. Tilgangur ráðstefnunnar var í fyrsta lagi að segja frá þeim góðu fréttum að nú væri krabbamein langtímasjúkdómur en ekki dauðadómur eins og talað var um fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan. Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar, sagði meðal annars í erindi sínu að hlutfall sjúklinga, sem lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu krabbameins, hefði gjörbreyst frá því um 1954 og þannig hækkað úr um 30 í um 60 prósent. Í öðru lagi var tilgangurinn að gefa von og bjartsýni en Gunnhildur Óskarsdóttir sagði frá því hvernig hún hefði haldið áfram að gera ráð fyrir lífinu þegar krabbameinið tók sig upp aftur. Síðan hefur Gunnhildur meðal annars lokið doktorsnámi og stofnað hópinn Göngum saman. Í þriðja lagi var tilgangurinn að sýna að hægt er að horfa með glettni á jafn viðkvæmt efni og að greinast með krabbamein. Það gerðu Katla María Þorgeirsdóttir og Valgeir Skagfjörð þegar þau fóru með þátt úr einleiknum Ótuktinni sem byggist á bók Önnu Pálínu Árnadóttur söngkonu sem greindist með krabbamein en er nú látin. Verkið var frumsýnt í Iðnó í apríl sl. Síðast en ekki síst var tilgangurinn að koma af stað umræðu um óttann við það að greinast aftur með krabbamein og þau áhrif sem það hefur á líf einstaklingsins og þeirra sem standa honum næst. Mary Schnack, sem hefur greinst sjö sinnum með sama krabbameinið, sagði frá því hvernig hægt er að njóta lífsins en ekki bara að þrauka. Mary Schnack hefur áratugalanga reynslu af rekstri og er margverðlaunaður rithöfundur, fréttamaður og ráðgjafi í almannatengslum. Hún benti meðal annars á kosti þess að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum. Oft er horft til fyrstu fimm áranna frá greiningu en sjálf hefði hún ekki náð fimm árum milli þess sem sjúkdómurinn tók sig upp aftur. Henni var bent á að það væri 14 ár síðan hún greindist fyrst með krabbamein svo að hún hefði svo sannarlega lifað í meira en fimm ár. Hún nefndi hve mikilvægt er að næra sig andlega og hitta aðra sem hefðu gengið í gegnum svipaða reynslu og lagði þar áherslu á hina ýmsu stuðningshópa. Hún ræddi um hve hvetjandi það er að gefa og styðja aðra og styður sjálf konur í þróunarlöndum. Mary Schnack hvatti alla til að halda upp á sigrana stóra sem smáa og að muna að krabbameinið hefur sín takmörk og getur ekki stjórnað viðhorfum okkar og hugsunum. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og töluðu þátttakendur um að þeir væru fullir vonar, bjartsýni og gleði eftir að hafa hlustað á fyrirlesarana. Mary Schnack.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.