Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 9 verið safnað með spurningalistum sem sendir voru tæplega tvö þúsund manns á aldrinum 18 til 80 ára. Til samanburðar eru tæplega 700 Skagfirðingar á sama aldri. Þegar þetta er skrifað í byrjun maí 2011 er gagnasöfnun nær lokið og innsláttur gagna hafinn. Dýralæknar taka þátt í rannsókninni og safna sýnum úr sláturdýrum á Suðurlandi til að fylgjast með hugsanlegum vefjabreytingum, einkum í öndunarfærum. Í sláturhúsum hafa verið tekin lungu og hausar af sauðfé og hrossum frá 12 bæjum á svæðinu. Frá þessum sömu bæjum er þegar safnað sýnum til flúormælinga. Til að fylgja eftir áhrifunum er ætlunin að taka sýni næstu 10 árin úr dýrum sem fædd eru árið 2010. Viðmiðunarsýni verða tekin úr sauðfé og hrossum frá tveimur bæjum í Skagafirði. Brýnt er að rannsaka áhrif eldgossins á loftgæði vegna öskufallsins og áframhaldandi svifryks af völdum þess en slíkt getur varað svo mánuðum eða jafnvel árum skiptir. Fylgjast þarf með magni og samsetningu svifagna og hvernig þær veðrast með tímanum til að greina hugsanleg langtímaáhrif á öndunarfæri. Alþjóðlegt og þverfræðilegt teymi sérfræðinga hefur þegar birt frumniðurstöður um samsetningu og gerð ösku sem féll til jarðar á svæðinu undir Eyjafjöllum, sem sýna að þótt askan sé mikil og töluverður hluti hennar sé mjög fíngerður (2­13 hundraðshlutar rúmmáls (h.r.) minni en 4 µm, og 4­26 h.r. minni en 10 µm) er nánast engar kísilnálar að finna í henni. Það er vísbending um að askan sé ekki líkleg til að valda lungnaskaða til skamms tíma. Um langtímaáhrif er hins vegar of snemmt að segja (Horwell o.fl., 2011). Rannsókn af þessu tagi er mikilvæg til að geta komið í veg fyrir vaxandi skaða og til að undirbúa varúðarráðstafanir við svipaðar aðstæður í framtíðinni, bæði hérlendis og erlendis. Dr. Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, dósent í hjúkrunarfræðideild og formaður stýrihóps um rannsóknir á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu. Heimildir Berglind Guðmundsdóttir (2009). 75% upplifðu jarðskjálftann á Suðurlandi í sumar sem alvarlegt áfall. Ráðstefnuútdráttur frá 14. ráðstefnu heilbrigðisvísindadeildar HÍ, 5.­6. janúar 2009. Briem, H. 2010. Health effects of the volcanic eruption in Eyjafjallajökull. EPI-ICE, 6 (3), 1­2. Green, B.L., og Solomon, S.D. (1995). The mental health impact of natural and technological disasters. Í J.R. Freedy og S.E. Hobfoll (ritstj.), Traumatic stress: From theory to practice. (bls. 163­177). New York: Plenum Press. Hansell, A., Horwell, C.J., og Oppenheimer, C. (2006). The health hazards of volcanoes and geothermal areas. Occupational and Environmental Medicine, Continuing Professional Development Series, 63, 149­ 156. Hansell, A., og Oppenheimer, C. (2004). Health hazards from volcanic gases: a systematic literature review. Archives of Environmental Health, 59, 628­39. Horwell, C.J., og Baxter, P.J. (2006). The respiratory health hazards of volcanic ash: a review for volcanic risk mitigation. Bulletin of Volcanology, 69, 1­24. Horwell, C.J., Fenoglio, I., og Fubini, B. (2007). Iron­induced hydroxyl radical generation from basaltic volcanic ash. Earth and Planetary Science Letters, 261 (3­4), 662­669. Horwell, C., Baxter, P., Hillman, S., og Damby, D. (2011). Respiratory health hazard assessment of ash from the 2010 eruption of Eyjafjallajökull volcano, Iceland. Geophysical Research Abstracts, 13, EGU2011­2598­2. Longo, B.M., Rossignol, A., og Green, J.B. (2008). Cardiorespiratory health effects associated with sulphurous volcanic air pollution. Public Health, 122 (8), 809­20. Ohta, Y., Araki, K., Kawasaki, N., Nakane, Y., Honda, S., Mine, M. (2003). Psychological distress among evacuees of a volcanic eruption in Japan: a follow­up study. Psychiatry and Clinical Neurosciences 57 (1), 105­111. Shore, J.H., Tatum, E.L., og Vollmer, W.M. (1986). Evaluation of mental effects of disaster, Mount St. Helens eruption. American Journal of Public Health, 76 (viðauki), 76­83. Viane, C., Bhugwant, C., Sieja, B., Staudacher, T., og Demoly, P. (2011). Étude comparative des émissions de gaz volcanique du Piton de la Fournaiset des hospitalisations pour asthme de la population réunionnaise de 2005­2007. Revue Francaise d’Allergologie, 49 (4), 346­ 351. Öskufall var gífurlegt undir Eyjafjöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.