Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 17
í innganginum að fullyrðingar hjúkrunar
fræðinga um að þeir séu málsvarar
sjúklinga séu oft innantóm orð. Suzanne
vill meina að ekki sé rétt eins og oft
má greina í tali hjúkrunarfræðinga að
hjúkrunarfræðingar séu eina stéttin
sem heldur uppi fána sjúklinga. Slíkt
tal sé oft til þess fallið að hleypa illu
blóði í aðrar starfsstéttir að óþörfu.
Að auki sé stundum lítið um efndir,
hjúkrunarfræðingar segist vera málsvarar
en geri svo lítið í því. Margar sögur
í bókinni virðast einmitt vera til þess
ætlaðar að segja lesendum að það sé
víst hægt að standa á sínu þegar þess
þarf. Hjúkrunarfræðingar þurfa oft að
standa fastir fyrir bæði gagnvart læknum
og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum og
gagnvart stjórnendum, yfirvöldum og
fjölmiðlum.
Sumar sögur eru frekar einfaldar
á yfirborðinu en í þeim getur leynst
mikilvægur sannleikur. Einn hjúkrunar
fræðingur segir frá því hvernig hann
fór fram hjá aðstoðarlækninum og
talaði beint við sérfræðinginn. Það varð
sjúklingnum til happs því annars hefði
hann dáið út af lifrarbilun. Flestum finnst
þetta sjálfsagt – aðstoðarlæknirinn á að
vera sérfræðingnum til aðstoðar og ekki
eldveggur sem geti af eigin geðþótta
komið í veg fyrir að reynsluboltar
geti talað saman. Samt hafa allir
hjúkrunarfræðingar lent í þessu. Með því
að velja að birta þessa sögu er Suzanne
Gordon að hvetja hjúkrunarfræðinga til
að taka velferð sjúklingsins fram yfir
brothætta sjálfsmynd aðstoðarlæknisins
og goggunarröð sjúkrahússins. Að vísu
þarf að velja vel orrusturnar því ekki er
hægt að heyja þær allar. Um það fjalla
reyndar nokkrar sögur í bókinni.
Ímynd hjúkrunar
Einn hluti bókarinnar fjallar um
hjúkrunarfræðinga sem takast á við
hugmyndir almennings, stjórnmálamanna
og stjórnvalda um hjúkrun. Þetta er
skemmtilegur lestur sem hreyfir við
lesandanum. Í einum kaflanum fáum
við að vita hvernig hjúkrunarfræðingar
í Kaliforníu sigruðu vinnuveitendur
og stjórnvöld í baráttunni um að
lögleiða hversu margir sjúklingar hver
hjúkrunarfræðingur mætti vera ábyrgur
fyrir. Í öðrum kafla förum við til Sviss og
heyrum hvernig hjúkrunarfræðingafélagið
næstum því náði að lögleiða sjálfstæði
hjúkrunarfræðinga. Það tókst ekki
en heimurinn breyttist í huga margra
hjúkrunarfræðinga og einnig í huga
almennings. Félagið notaði auglýsinga
herferð og urðu margir hjúkrunar
fræðingar hneykslaðir á myndinni sem
þar var dregin upp af því hverning
nútímahjúkrunarfræðingur vill láta líta
á sig. Samt breytti herferðin hugsun
margra þannig að ekki varð aftur snúið.
Meira verður ekki sagt hér en ég hvet alla
áhugamenn um ímynd hjúkrunar til þess
að lesa kaflann.
Ekki er úr vegi að hvetja sem flesta til
að lesa bókina í heild sinni. Best er að
lesa bókarhlutana í þeirri röð sem þeir
koma – það er ekki tilviljun hvernig þeim
er raðað – en ekki þarf að lesa strax alla
kafla í hverjum hluta. Fyrir þá sem vilja
fara dýpra í efnið skrifar Suzanne Gordon
inngang að hverjum bókarhluta fyrir sig.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Ráðinn hefur verið nýr fulltrúi á
skrifstofu félagsins en hún heitir
Guðrún Andrea Guðmundsdóttir.
Hún hefur tekið við af Soffíu
Sigurðar dóttur sem lét af störfum
vegna aldurs 1. júní sl.
Guðrún flutti nýlega heim frá Kansas
í Bandaríkjunum eftir þriggja ára
búsetu þar. Áður starfaði hún hjá
Krafti hf. við fjölbreytt skrifstofustörf
og móttöku. Henni finnst ósköp gott
að vera komin heim aftur til fjöl
skyld unnar og telur sig heppna að
hafa fengið vinnu á þessum góða
vinnu stað.
Soffía er vel þekkt meðal hjúkrunar
fræðinga. Hún á að baki áratuga
starf fyrir félagið og vann áður hjá
Félagi háskólamenntaðra hjúkrunar
fræðinga og í námsbraut í hjúkrunar
fræði. Hún gerir ráð fyrir að fara af
landi brott strax í sumar en hún á
dóttur sem er búsett í SuðurAfríku.
Nýr starfsmaður
á skrifstofu
félagsins
Nýr og fráfarandi fulltrúi. Frá vinstri Soffía
Sigurðardóttir og Guðrún A. Guðmundsdóttir.