Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201154 finna í erlendum rannsóknum (Cheek o.fl., 2006; Nashita o.fl., 2008). Í þeirri rannsókn, sem hér verður lýst, beindist athyglin að reynslu eldri borgara, sem þörfnuðust aðstoðar vegna hrakandi heilsu, af því að búa á sínum heimilum. Bæði rithöfundar og heimspekingar hafa varpað ljósi á fyrirbærið að „vera heima“ eða „eiga heima“. Jafnframt hafa fjölmargar rannsóknir beinst að merkingu þess að búa á sínu eigin heimili sínu. Stefán Baldursson (Baldursson, 2002) benti á að við tengjum heimilið við öryggi, vernd og vellíðan. Heima getum við slakað á og verið við sjálf. Við erum í okkar eigin heimi þar sem hlutir eru kunnuglegir og tengjast atburðum og minningum í lífi okkar. Við höfum komið þeim haganlega fyrir og göngum að þeim á vísum stað. Allt þetta gerir heimilið að okkar stað, stað sem við tilheyrum (Baldursson, 2002). Ýmsir hafa bent á að þessir eiginleikar geri það að verkum að heima finnist okkur við vera sjálfráða og eiga ótruflað einkalíf (Dekkers, 2009; Kristín Björnsdóttir, 2008). Í hugum margra tengist heimilið samskiptum sem hafa verið mikilvæg á lífsleiðinni og vekja margvíslegar tilfinningar. Oft eru þetta jákvæðar tilfinningar eins og væntumþykja og gleði en þó getur heimilið líka vakið tilfinningar sem tengjast einangrun og frelsissviptingu, jafnvel ofbeldi og misnotkun (McGarry o.fl., 2011). Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á reynslu eldri borgara, sem þarfnast aðstoðar í kjölfar hrakandi heilsufars, af því að búa á heimilum sínum. Í þeim endurómar ofangreindur skilningur. Þátttakendur tala um að heima geti þeir ráðið sér sjálfir og lifað lífinu að eigin óskum og að þeim líði vel í kunnuglegu umhverfi (Janlöv o.fl., 2005; Soodeen o.fl., 2007). Þó má einnig finna lýsingar á tilfinningum um vanmátt og afturför ef getan til að sjá um heimilið dvín (Dyck o.fl., 2005). Algengt er að í rannsóknum komi fram söknuður og eftirsjá þegar einstaklingar flytjast á stofnun (Schillmeier og Heinlein, 2009) og stundum finnst fólki að það eigi ekki heima þar. Í sænskri fyrirbærafræðilegri rannsókn var tæplega áttræðri konu með hjartabilun á háu stigi fylgt í eitt ár. Tekið var viðtal við hana er hún bjó enn á heimili sínu. Þar fannst henni að hún ætti heima, innan um munina sína, þar sem börnin hennar komu og fóru og starfsfólk heimaþjónustunnar aðstoðaði hana. Hún þekkti þær takmarkanir sem bágborið heilsufar setti henni en gat engu að síður lifað bærilegu lífi. Ári síðar fluttist hún á stofnun en þar fannst henni hún vera heimilislaus, hvorki umhverfið né meðferðin virtust tilheyra henni (Ekman o.fl., 2001). Þrátt fyrir þessar vísbendingar um að fólki líði almennt betur á sínu eigin heimili skal það haft í huga að á liðnum árum hafa átt sér stað verulegar breytingar á rekstri hjúkrunarheimila. Nú líta margir svo á að þau séu heimili þeirra sem þar dvelja og að starfsemi þeirra skuli vera sem líkust heimilum fólks. Því er eðlilegt að niðurstöður rannsókna um reynsluna af því að búa heima og á stofnun séu misvísandi. Í japanskri rannsókn kom til dæmis fram meiri lífsánægja meðal þeirra sem bjuggu á eigin heimili en hjá þeim sem dvöldu á hjúkrunarheimilum (Ho o.fl., 2003), en niðurstöður norður­írskrar rannsóknar bentu hins vegar til þess að eldri borgarar, sem höfðu flust á hjúkrunarheimili, teldu sig hafa meiri möguleika til að lifa lífinu að eigin óskum en þeir sem bjuggu á eigin heimili (Boyle, 2004). Skýringin á þessum ólíku niðurstöðum gæti tengst ólíkri starfsemi stofnana eftir löndum en hér kann líka að vera um menningarmun að ræða. En hvernig er reynsla eldri borgara, sem búa heima, af því að þiggja aðstoð? Ýmsar erlendar rannsóknir veita hér mikilvæga innsýn (Andersson o.fl., 2008; Ball o.fl., 2004). Það hefur komið fram að eldri borgarar eiga misauðvelt með að sætta sig við að fá ókunnugt aðstoðarfólk inn á heimili sitt. Sumum finnst það ánægjulegt, aðrir láta sig hafa það og enn aðrir eiga mjög erfitt með að sætta sig við slíkar aðstæður (Janlöv o.fl., 2005; Roe o.fl., 2001; Soodeen o.fl., 2007). Í finnskri rannsókn kom fram töluverður munur á mati starfsfólksins og einstaklinganna sjálfra á andlegri líðan eldri borgara, sem nutu heimaþjónustu, og afstöðu þeirra til hennar. Niðurstöður sýndu að öldruðu einstaklingarnir fundu fyrir minna þunglyndi og einmanaleika en fagfólkið taldi þá gera (Eloranta o.fl., 2010). Víða má finna lýsingar um jákvætt og traust samband við starfsfólk heimaþjónustu. Í öðrum tilvikum kemur fram óánægja með fyrirkomulag, til dæmis tímasetningar á vitjunum, kvartað er yfir að of langt líði á milli aðstoðar við þrif og tiltekt eða að of stuttur tími sé ætlaður fyrir aðstoð (Ryan o.fl., 2009). Til að gera eldri borgurum kleift að búa lengur á heimilum sínum hafa verið skipulagðar fjölmargar leiðir þeim til stuðnings. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að aðstandendur veita í flestum tilvikum stærstan hluta þeirrar aðstoðar sem hinir öldruðu njóta sem er þó mismikil eftir löndum og bundin hefðum og menningu þjóða (Angus og Reeve, 2006; Gitlin, 2003; Schumacher o.fl., 2006; Wiles, 2004). Hér á á landi veita aðstandendur einnig mikla aðstoð þó hún sé kannski ekki eins viðurkennd og sýnileg og víða erlendis (Hlíf Guðmundsdóttir, 2003; Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir og Margrét Gústafsdóttir, 2007). Ríki og sveitarfélög hafa skipulagt fjölbreytta þjónustu, eins og dagþjálfun, hvíldarinnlagnir, akstursþjónustu og aðstoð við að nærast, auk hefðbundinnar félags­ og heimahjúkrunar (Hlíf Guðmundsdóttir, 2008). Þessi þjónusta miðar að því að styðja einstaklinga og fjölskyldur til að viðhalda og efla vellíðan og takast á við viðfangsefni daglegs lífs (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2003). Á liðnum árum hafa jafnframt verið stofnuð fyrirtæki sem bjóða víðtæka þjónustu sem er bæði greidd af hinu opinbera og af þeim sem hennar njóta. Því má segja að möguleikar eldri borgara á Íslandi til að búa áfram heima hafi aukist. Hins vegar er lítið vitað um reynslu þeirra af því að búa heima og hvaða þætti þeir telja mikilvæga til að geta haldið því áfram. Því var tilgangur þessarar rannsóknar að lýsa reynslu eldri borgara, sem eru langveikir eða búa við minnkaða færni til sjálfsbjargar, af því að búa á eigin heimili. Leitast var við að varpa ljósi á það gildi sem heimilið hefur fyrir þá, og þá aðstoð og aðstæður sem þeim finnst að þurfi að vera til staðar til að þeir geti búið áfram heima. Rannsóknarspurningar 1. Hver er reynsla eldri borgara, sem þarfnast aðstoðar vegna heilsumissis eða minni færni til sjálfsbjargar, af því að búa áfram á heimilum sínum? 2. Hvaða aðstoð og aðstæður telja eldri borgarar sem hafa gengist undir vistunarmat að þurfi að vera til staðar til að þeir geti búið heima?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.