Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 19 Ragga nagli Ragnhildur Þórðardóttir er með meistara gráðu í heilsu sálfræði og einkaþjálfararéttindi frá ACE (American Council on Exercise). Nú um stundir er hún í cand. psych.­námi í Kaup­ mannar hafnarháskóla. Hún er heilsu dellukerling og lifir og hrærist í öllu sem viðkemur hreyfingu, hollu mataræði og heilsu samlegu líferni. Hún kallar sig Röggu nagla, ekki af því hún er heljarmenni að burðum heldur vegna óbeitar á afsökunum, væli og almennum aumingjaskap þegar kemur að því að stunda heilbrigt líferni. Ragnhildur skrifar reglulega pistla á Pressunni. Þar lætur hún gamminn geisa um dásemdir þess að hreyfa sig og borða hollt og einstaka bölsót fær að fylgja með. Það er betra að byrja í eðlilegum fitutapshitaeiningafjölda til að geta svo skorið niður án þess að hengja sig á horrimina með bláa tungu af sulti. Til þess að finna hve margar hitaeiningar þarf til að missa fitu er best að komast að í hvaða hitaeiningafjölda maður viðheldur núverandi þyngd. Þumalputtareglan er líkamsþyngd margfölduð með 30­32. Svo eru dregin 20% frá þeirri tölu og þá er komið ágætisviðmið fyrir fitutapshitaeiningafjölda til að byrja að vinna með. Tökum dæmi um kvenmann sem er 80 kíló. Hún þarf þá 80 * 32 = 2600 hitaeiningar til að viðhalda þessum 80 kílóum óbreyttum. Margföldum svo þessar 2600 hitaeiningar með 20% og fáum út um það bil 2000 hitaeiningar til að smjatta á yfir daginn ef planið er að skafa mör. Svo er mikilvægt að aðlaga eftir árangri eða árangursleysi. Gufar lýsið upp á eðlilegum hraða, 300­500 grömm á viku? Eða fara holdin of hratt svo hætta er á að gangi á vöðvamassann? Gerist kannski ekki neitt? Til að fylgjast með árangri er því gott að mæla sig á 2­4 vikna fresti til að geta gert breytingar upp eða niður eins og þarf. Í guðs bænum hættið að hlusta á bábiljuna um að 1200 hitaeiningar passi fyrir alla, orkuneysla er svo sannarlega ekki „ein stærð passar öllum“. Æfingar Ekki byrja á að mæta í ræktina sjö sinnum strax í fyrstu vikunni með satanískum lyftingum og Usain Bolt spretthlaupum. Af því hljótast bara lamandi harðsperrur sem gera æfingarnar óþægilegar og óþarflega mikill tími sem fer í ræktina sem er oftast ávísun á uppgjöf. • Byrjið á 3­4 skiptum í viku: 2­3 lyftinga­ æfingar og 2­3 brennsluæfingar. • Byrjið á fáum brennsluæfingum og bættið frekar við ef þarf eftir árangurs­ mælingu. • Leggið meiri áherslu á lyftingar en brennslu æfingar til að halda grunn­ brennslunni í botni. • Brennsluæfingar eru ekki bara leiðin­ legri en Alþingisumræður um aukningu þorskkvóta, þær sturta líka grunn­ brennslunni niður í klóið og gera fitutaps tilraunir framtíðarinnar erfiðari en Icesavesamninga. • Lóðaþjálfun er mun skilvirkari aðferð við að brenna fitu heldur en brennslu æfingar. Grunnbrennslan eykst með auknum vöðvamassa, og hörku átök í salnum í 45­60 mínútur skila okkur ekki eingöngu jafnmikilli hitaeininganotkun og hugardrepandi skíðavélahangs heldur brennum við í margar klukkustundir á eftir. • Verið með markvissa æfingaáætlun sem er sett upp í samhengi við markmiðið. Ekki lufsast milli tækja eins og hauslaus hæna. Einkaþjálfari 2­3 sinnum í viku er mjög góð fjárfesting fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Fjarþjálfun er ódýrari kostur sem getur hentað lengra komnum sem vantar leiðbeiningar og aðhald. • Enginn er eyland og það getur aldeilis sparkað í afturendann að æfa með vinkonunni. Þá færð maður ekki aðeins félagslegan stuðning heldur pínir það mann til að lufsast á æfingu. • Þegar kemur að æfingum eru gæði alltaf mikilvægari en magn – það er engin ástæða til að hanga eins og hundur á roði í 2 tíma – ákefð skiptir meira máli. Nýtið þess vegna tímann í ræktinni vel. Það er hægt að mæta 6 sinnum í viku og lufsast, eða skilja alla fituna eftir 3 sinnum í viku og það skilar meiri árangri. Planheldni Nú eruð þið komin með skothelt plan í hendurnar og þá er erfiðasti hjallinn eftir, nefnilega að fylgja því. Þetta er það sem Naglinn kallar „planheldni“. Þeir sem hafa náð sínum markmiðum með skrokkinn, sama hvort það er fitutap, kjötsöfnun, úthald eða styrkur, geta sagt ykkur að lykillinn að árangrinum hafi legið í að halda sig við efnið – að mæta á æfingar og halda sig við hollt mataræði … dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár. Vissulega eru einhverjar breytingar gerðar á planinu á 5­7 vikna fresti en það sem rífur liðið áfram og bætir skrokkinn er löngunin til að ná markmiðinu og liðið veit að ekkert annað blífur en mæting, mæting, mæting og heldni, heldni, heldni árið út og inn. Hið eina sanna matarplan eða æfingaplan er ekki það sem mun ákvarða árangurinn hjá ykkur. Það er hversu vel þið haldið planið viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár ... eins og Naglinn margtyggur: Ef þið leggið ykkur ekki 100% fram hvernig getið þið þá ætlast til að ná 100% árangri? Ef þið ákveðið leiðina að markmiðinu þá verðið þið að vera tilbúin að skuldbinda ykkur í leiðinni að því. Þegar allt kemur til alls er það okkar eigin hegðun sem ákvarðar hvað það er sem skiptir okkur máli. Við sjálf berum ábyrgð á eigin árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.