Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 201114 er einfaldlega ekki til (Rasmussen o.fl., 2006). Setvigt, hjólastólavog eða jafnvel millistykki í lyftara eru aðrir valkostir til að vigta sjúkling. Þar með er hægt að fylgjast með þróun næringarástands og þyngd sjúklings í styttri tíma (sjúkrahúslegu) eða lengri tíma (frá síðustu útskrift til nýrrar innlagnar). Það dugar að mæla hæð sjúklings einu sinni og skrá, flestir sjúklingar geta jafnvel sagt til um hæð sína. Gott er að hafa í huga að fjölbreyttar leiðir eru til ef erfitt er að mæla hæð sjúklings. Mögulegt er að reikna hæð með því að mæla lengdina frá hæl að hné en fylgja þarf ákveðnum leiðbeiningum sem til dæmis má finna í The MUST explanatory booklet (Malnutrition Advisery Group / BAPEN, 2003). Þyngdartap Þyngdartap án skipulagðra lífstíls­ breytinga hefur alltaf forspárgildi um næringar ástand. Þyngdartap um 5­10% á nokkrum mánuðum getur gefið vís­ bendingu um hættu á vannæringu. Ekki þarf endilega nákvæmar tölur til að taka eftir þyngdartapi: Föt, sem er orðin of stór, eða giftingarhringur, sem situr mjög laust, eru skýrar vísbendingar sem vert er að taka eftir. Önnur einkenni, eins og léleg matarlyst eða skert sjálfsbjargargeta, eru oftar en ekki tengd þyngdartapi. Næringarhjúkrun – bráðaviðbrögð Hjúkrun er starf þar sem aðstæður geta breyst með mjög stuttum fyrirvara. Það að þekkja fyrirboða hjálpar til að bregðast rétt við og koma í veg fyrir alvarleg vandamál. Þetta gildir við bráðaaðstæður en líka í næringarhjúkrun þó spennan sé ekki eins mikil. Fyrirboði um hættu á vannæringu verður augljós með skimun og er flokkuð í þrennt með litum umferðaljósa: Grænn bendir til að litlar líkur séu á vannæringu, gulur bendir til að um ákveðnar líkur á vannæringu sé að ræða og rauður að um miklar líkur á vannæringu sé að ræða. Á bakhlið skimunartækis frá Landspítalanum og í fyrrnefndum klínískum leiðbeiningum (Landspítali, 2011) er flæðirit sem sýnir viðbragðsáætlun og vísar á leiðir til þverfaglegrar samvinnu. Viðbragðsáætlun virkar best þegar ábyrgð er augljós, þekking örugg og hvatning mikil. Niðurstaðan í framkvæmd íhlutunar rannsóknar í Sviss var að hjúkrunarfræðingar þar fari með umsjón á næringu sjúklinga vegna nálægðar þeirra við skjólstæðingana. Næringarteymið hins vegar, samansett af læknum, næringarfræðingum, lyfjafræðingum og hjúkrunarfræðingum, vinni svo sam­ eiginlega með sinni fagþekkingu að því markmiði að hver sjúklingur fái þá næringu sem fullnægi þörfum hans á sem bestan hátt. Breytingar í skipulagi hjúkrunar, bætt þekkingu á næringu og jákvæðari viðhorf leiddu til þess að hjúkrunarfræðingar töldu næringu sjúklinga vera aftur hlutverk hjúkrunar. Þá batnaði samvinna við aðrar fagstéttir, til dæmis við næringarfræðinga, til muna (Bläuer o.fl., 2008). Einstaklingsmiðuð næringarhjúkrun Einstaklingsmiðuð hjúkrun gefur tækifæri til að fylgjast nánar með færri sjúklingum. „Þetta er allt of mikið,“ segir sjúklingurinn og stynur þegar matarbakkinn er settur fyrir framan hann. Spyrja má hvort breyta þyrfti matarpöntun í hálfan skammt af orkubættu fæði. Og þegar kjötið kemur ósnert til baka getur orsökin til dæmis verið að matarlystin sé lítil eða að sjúklingurinn hefði þurft aðstoð við að skera kjötið í bita. Ágætt ráð vegna sjúklinga, sem borða illa, er að bæta við millibita, bjóða næringardrykki, minnka truflun á matmálstímum og huga að þægilegra umhverfi á matmálstímum. Jafnvel getur verið nauðsynlegt að vera vakandi fyrir of langri næturföstu eða föstu fyrir rannsóknir. Slík íhlutun getur skipt miklu máli fyrir sjúkling til að flýta fyrir bata og auka lífsánægju. Fyrir sjúklinga, sem ná ekki að uppfylla næringar­ og orkuþörf sína innan nokkurra daga (gott er að hafa í huga hvernig sjúklingurinn hefur náð að borða fyrir innlögn!), þarf að velta öðrum úrræðum fyrir sér, eins og næringu í gegnum næringarsondu eða í æð. Góð þverfagleg samvinna lækna, hjúkrunarfræðinga og næringarfræðinga skiptir miklu máli en þekking hjúkrunarfræðinga er mikilvægur grundvöllur til skilvirkrar samvinnu. Skráning Sjúklingar, sem nærast illa, fá hjúkrunar­ greininguna næring minni en líkamsþörf. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að vanda skráningu um næringu eins og borðaði helminginn af matnum eða borðaði súpuna og kláraði næringardrykkinn. Gott er að hafa í huga að skráningin borðaði þokkalega er ekki mælanleg. Þeir sem þurfa frekara eftirlit hafa gagn af matarskráningu í einn til tvo daga þar sem allt er skráð sem lagt er fyrir sjúklinginn og það sem hann borðar. Þannig verður hægt að reikna orkujafnvægi og að skipuleggja markvissari næringarmeðferð. Næringar­ ráðgjafar aðstoða við það eftir þörfum. Umönnun sjúklinga á matmáls­ tímum – næringarhjúkrun Nokkrar fagstéttir vinna beint eða óbeint að því að sjúklingur fái matinn sinn: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, næringarfræðingar, fagfólk í eldhúsi og býtibúri. Skilvirk þverfagleg samvinna leiðir til þess að sjúklingurinn fastar ekki of lengi fyrir rannsókn eða aðgerð, að sjúklingurinn fær mat sem hann getur borðað og að næringin miðast við orkuþörf. Einn hlekkur í næringarferli sjúklings er aðstoð við að borða. Sumir rannsakendur telja að skortur á aðstoð gæti átt þátt í því að næringarástand sjúklinga versni á legutímanum (Jordan o.fl., 2003). En vitund um ábyrgð, þekking á mikilvægi næringar, orsökum næringarvandamála, hugsanlegum úrræðum og samstarf við næringarfræðinga hefur jákvæð áhrif á viðhorf hjúkrunarfræðinga og þar með þá hjúkrun sem sjúklingnum er veitt (Bachrach­ Lindström o.fl., 2007). Hjúkrunarfræðingur, sem sýnir áhuga á næringu sjúklinga, getur þannig hvatt sjúkling til að nærast betur og komið óbeint í veg fyrir fylgikvilla og vanlíðan sjúklings. Ekki síst eru margir sjúklingar opnir fyrir spjalli um matinn og þiggja gjarnan næringardrykk þegar matarlystin er lítil. Þetta eru þá sjúklingar sem þarf ekki að hungra í næringu og nærveru – eins og Florence Nightingale orðaði þetta – heldur fá góða næringu og hjúkrun. „Þetta er allt of mikið,“ segir sjúklingurinn og stynur þegar matarbakkinn er settur fyrir framan hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.