Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 5
Tvær greinar í þessu tölublaði fjalla um næringu sjúklinga. Greinarnar fjalla að
hluta til um sömu atriðin en frá ólíkum sjónarhornum. Góð saga er ekki of oft sögð,
sérstaklega ekki þegar umfjöllunarefnið er jafnalvarlegt og hér. Til að ná bata þurfa
menn að nærast vel og ekki má standa á hjúkrunarfræðingum að leggja sitt af
mörkum til þess.
Þeir sem veikir eru þurfa að borða meira, en hjúkrunarfræðingar þurfa yfirleitt að
borða minna og hreyfa sig meira segja vísindamenn. Ein grein fjallar á hressandi
hátt um hvernig hægt er að grenna sig án þess að koma líkamanum í ójafnvægi.
Svo er sagt frá leyndarmáli: Besta megrunin felst í góðum styrktaræfingum.
Líkaminn heldur áfram að brenna í nokkrar klukkustundir og svo eykst vöðvamassi
líkamans og þar með eykst einnig grunnbrennslan. En þá er reyndar ekki málið að
borða minna heldur að borða betur.
Að vera veikur og að stunda lyftingar er ekki svo ólíkt – hvort tveggja veldur
auknu álagi á líkamann og þá þarf líkaminn á góðri næringu að halda. Hvort sem
matarlystin hverfur vegna veikinda eða það er meðvituð ákvörðun að borða sem
minnst þá bregst líkaminn við á þann hátt að allt fer í óefni og árangurinn verður
hverfandi.
Hjúkrunarfræðingar vilja hins vegar sýna gott fordæmi í heilsueflingu og gera það
sem réttara reynist. Þátttakendur á heilsuþingi félagsins í fyrra sýndu einmitt gott
fordæmi með því að senda frá sér fjölda tillagna um hvernig hjúkrunarfræðingar
geta tekið þátt í heilsueflingu og í samfélagsumræðu um heilsumál. Greinin hér í
blaðinu, þar sem tillögur þeirra birtast, á það skilið að sem flestir lesi hana. Þetta er
þéttur texti fullur af upplýsingum og þar leynist efni í heilsuvinnu hjúkrunarfræðinga
um ókomin ár.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 6405
Bréfsími 540 6401
Netfang christer@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Christer Magnusson
Ritstjórnarfulltrúi
Sunna K. Símonardóttir
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu
christer@hjukrun.is.
Leiðbeiningar um ritun fræðslu og fræðigreina er
að finna á vefsíðu tímaritsins.
Ritnefnd:
Árún K. Sigurðardóttir
Brynja Örlygsdóttir
Dóróthea Bergs
Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir
Kolbrún Albertsdóttir
Sigríður Skúladóttir
Þorsteinn Jónsson
Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni:
Herdís Sveinsdóttir
Fréttaefni:
Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson
Ljósmyndir:
Anders Olsson, Christer Magnusson, Hrafnhildur
Hreinsdóttir, Inger H. Bóasson, Sigurður Bogi
Sævarsson o.fl.
Próförk og yfirlestur:
Ragnar Hauksson
Auglýsingar:
Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855
Hönnun:
Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT
Prentvinnsla: Litróf
Upplag 4000 eintök
Pökkun og dreifing: Pósthúsið
AÐ NÆRAST VEL OG EFLA HEILSU
Sjúklingar nærast yfirleitt illa. Það
kemur fram í tveimum greinum hér í
blaðinu. Hjúkrunarfræðingar nærast
yfirleitt of vel en til eru ráð við því.
Christer Magnusson.
Ritstjóraspjall
Því lengi býr að fyrstu gerð
Fjölbreytt og gott
veganesti fyrir lífið
www.barnamatur.is
Aðeins það besta
fyrir börnin!