Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 49 sjálfstætt og eru oftast eini heilbrigðis­ starfsmaðurinn í skólanum. Fram kom að þinggestir telja það sjálfsagðan hluta starfs þeirra að sækja sér viðhaldsmenntun og fræðslu því vandamálin í skólum séu mjög fjölbreytt og krefjist fagmennsku í starfi. Flestir þátttakendur voru sammála um að gott skipulag sé á heilsugæslu fjölskyldna og nemenda ef frá er talin fræðsla og heil brigðisþjónusta við nemendur í fram­ haldsskóla. En þar er talin vera þörf á að auka heilsueflingu, fræðslu um kyn heilbrigði og framtíðarhlutverk sem foreldri. Tillögur þátttakenda heilsuþings um nýsköpun í hjúkrun • Kynna stjórnvöldum heilsu­hjúkrunar­ þjónustu sem hagkvæma leið til heilsu­ eflingar í samfélaginu. • Móta heilsustefnu hjúkrunar og innleiða nýja þjónustumöguleika hjúkrunar­ fræðinga sem sjálfstæðra fagmanna úti í samfélaginu, meðal annars til að efla heilsu fjölskyldna eða hjálpa þeim til sjálfshjálpar. • Myndað heilsueflingarteymi á öllum vinnu stöðum. • Sinna árangursrannsóknum. • Hvernig skilar sér fræðsla sem hjúkrunar fræðingar veita? Hver eru forvarnargildi hjúkrunarstarfa? Hvernig náum við til barnanna með fræðslu um 6 H heilsunnar og til þeirra sem þurfa á fræðslunni að halda? • Hjúkrunarfræðingar myndi hóp til að vinna að markaðssetningu heilsu­ hjúkrunar, skrifi í blöð, komi fram í fjölmiðlum, bjóði fræðslufyrirlestra um heilsueflingu og forvarnir. • Almenningur tengir hjúkrunarfræðinga við sjúkraþjónustu en það þarf að fræða fólk um hvað menntunin er yfir grips mikil. Þekking um áhrifaþætti á heilsu og heilbrigðan lífsstíl er þar meðtalin. • Byggja upp samskiptanet og hafa aðgengi lega skrá sérfræðinga á hverju sviði hjúkrunar fyrir ráðuneyti og fjöl­ miðla fólk þegar fjallað er um sér hæfð mál eða gefa þarf faglegar upp lýsingar tengdar sérsviðum hjúkrunar. • Móta samskiptanet hjúkrunarfræðinga fyrir samfellda hjúkrunarþjónustu. Ef til dæmis barn, sem er fastagestur í skólaheilsugæslu, fer á spítala þarf að tryggja upplýsingaflæði bæði til spítalans og til skólans (nota hjúkrunar­ athugasemdir og heilsuskrá). • Útbúa úrræði til að hjálpa skjól­ stæðingum til að rata um heilbrigðis­ kerfið og vísa þeim á þjónustustofnun sem getur hentað þeim, til dæmis gera Leiðarvísi um heilbrigðiskerfið, koma upp grænu símanúmeri – Hvert á ég að leita? • Skipuleggja heilsudag samfélagsins eða finna aðferðir til heilsuvæðingar. Hér er nefnt til útskýringar dæmi eins og „fyrirmyndarverkefni“ sem Vigdísar­ stofa skipulagði nýlega til að vekja athygli á gildi fyrirmynda. Skipuleggja Ímyndarverkefni hjúkrunar. • Heilsuhvatning, til dæmis miði með heilræðum frá hjúkrunarfræðingi sendur á loft með blöðru. Vekja fólk til um hugsunar, til dæmis ganga gegn slysum. • Hafa fund fyrir hjúkrunarfræðinga með hugarflæði hugmynda til heilsueflingar. • Hafa á internetinu hugmyndabanka þar sem félagsmenn geta sett inn góðar hugmyndir. • Hvetja verslanir til að hafa ávaxtadaga, 50% afslátt af ávöxtum á laugardögum en draga úr framboði á sælgæti og óhollustu. • Hjúkrunarfræðingar geri stutt mynd­ bönd um heilsufræðslu tengda barnaefni. • Hugsa út fyrir rammann, tækifærin liggja víða. Hafa frumkvæði og skapa eigin tækifæri. • Verðlaun til að styrkja og hvetja hjúkrunarfræðinga til nýsköpunar. Lokaorð Eins og fram kom í upphafi þessarar samantektar hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagt sitt af mörkum til að hvetja félagsmenn til heilsueflingar á undanförnum mánuðum, meðal annars með því að halda heilsuþingið sem hér var fjallað um. Meðan á verkefninu stóð fengu hjúkrunarfræðingar einnig vikulega vefpóst með heilsuhvatningu þar sem þeim var bent á fræðslu í Heilsuhorninu á vefsvæði félagsins. Haldin voru fimm heilsunámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga, kennslunámskeið fyrir heilsuboða og reglulega hefur verið birt umfjöllun um heilsueflandi mál í Tímariti hjúkrunarfræðinga, svo nokkuð sé nefnt. Nú er það í höndum hjúkrunarfræðinga að taka hvatningu félagsins og efla eigin heilsu og annarra. 1. Vera góð fyrirmynd og stunda heilsusamlegt líferni 2. Heilsuhugsun: Nýta tækifæri í daglegum störfum til forvarna 3. Auka heilsufræðslu, bæði fræðslu til almennings og á öllum skólastigum 4. Stuðla að virkni foreldra og barna fyrir bættri fjölskylduheilsu 5. Auka heilsuþekkingu og heilsulæsi almennings 6. Stuðla að aukinni áherslu á heilsueflingu í námi hjúkrunarfræðinga 7. Efla samvinnu innan stéttar og efla þverfaglega samvinnu MEGINÁHERSLUR FÉLAGSMANNA Á HEILSUÞINGINU:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.