Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2011, Síða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 87. árg. 2011 49
sjálfstætt og eru oftast eini heilbrigðis
starfsmaðurinn í skólanum. Fram kom að
þinggestir telja það sjálfsagðan hluta starfs
þeirra að sækja sér viðhaldsmenntun og
fræðslu því vandamálin í skólum séu
mjög fjölbreytt og krefjist fagmennsku í
starfi.
Flestir þátttakendur voru sammála um að
gott skipulag sé á heilsugæslu fjölskyldna
og nemenda ef frá er talin fræðsla og
heil brigðisþjónusta við nemendur í fram
haldsskóla. En þar er talin vera þörf
á að auka heilsueflingu, fræðslu um
kyn heilbrigði og framtíðarhlutverk sem
foreldri.
Tillögur þátttakenda heilsuþings
um nýsköpun í hjúkrun
• Kynna stjórnvöldum heilsuhjúkrunar
þjónustu sem hagkvæma leið til heilsu
eflingar í samfélaginu.
• Móta heilsustefnu hjúkrunar og innleiða
nýja þjónustumöguleika hjúkrunar
fræðinga sem sjálfstæðra fagmanna
úti í samfélaginu, meðal annars til að
efla heilsu fjölskyldna eða hjálpa þeim
til sjálfshjálpar.
• Myndað heilsueflingarteymi á öllum
vinnu stöðum.
• Sinna árangursrannsóknum.
• Hvernig skilar sér fræðsla sem
hjúkrunar fræðingar veita? Hver eru
forvarnargildi hjúkrunarstarfa? Hvernig
náum við til barnanna með fræðslu um
6 H heilsunnar og til þeirra sem þurfa
á fræðslunni að halda?
• Hjúkrunarfræðingar myndi hóp til að
vinna að markaðssetningu heilsu
hjúkrunar, skrifi í blöð, komi fram í
fjölmiðlum, bjóði fræðslufyrirlestra um
heilsueflingu og forvarnir.
• Almenningur tengir hjúkrunarfræðinga
við sjúkraþjónustu en það þarf að
fræða fólk um hvað menntunin er
yfir grips mikil. Þekking um áhrifaþætti
á heilsu og heilbrigðan lífsstíl er þar
meðtalin.
• Byggja upp samskiptanet og hafa
aðgengi lega skrá sérfræðinga á hverju
sviði hjúkrunar fyrir ráðuneyti og fjöl
miðla fólk þegar fjallað er um sér hæfð
mál eða gefa þarf faglegar upp lýsingar
tengdar sérsviðum hjúkrunar.
• Móta samskiptanet hjúkrunarfræðinga
fyrir samfellda hjúkrunarþjónustu. Ef
til dæmis barn, sem er fastagestur í
skólaheilsugæslu, fer á spítala þarf
að tryggja upplýsingaflæði bæði til
spítalans og til skólans (nota hjúkrunar
athugasemdir og heilsuskrá).
• Útbúa úrræði til að hjálpa skjól
stæðingum til að rata um heilbrigðis
kerfið og vísa þeim á þjónustustofnun
sem getur hentað þeim, til dæmis gera
Leiðarvísi um heilbrigðiskerfið, koma
upp grænu símanúmeri – Hvert á ég
að leita?
• Skipuleggja heilsudag samfélagsins
eða finna aðferðir til heilsuvæðingar.
Hér er nefnt til útskýringar dæmi eins
og „fyrirmyndarverkefni“ sem Vigdísar
stofa skipulagði nýlega til að vekja
athygli á gildi fyrirmynda. Skipuleggja
Ímyndarverkefni hjúkrunar.
• Heilsuhvatning, til dæmis miði með
heilræðum frá hjúkrunarfræðingi
sendur á loft með blöðru. Vekja fólk
til um hugsunar, til dæmis ganga gegn
slysum.
• Hafa fund fyrir hjúkrunarfræðinga með
hugarflæði hugmynda til heilsueflingar.
• Hafa á internetinu hugmyndabanka
þar sem félagsmenn geta sett inn
góðar hugmyndir.
• Hvetja verslanir til að hafa ávaxtadaga,
50% afslátt af ávöxtum á laugardögum
en draga úr framboði á sælgæti og
óhollustu.
• Hjúkrunarfræðingar geri stutt mynd
bönd um heilsufræðslu tengda
barnaefni.
• Hugsa út fyrir rammann, tækifærin
liggja víða. Hafa frumkvæði og skapa
eigin tækifæri.
• Verðlaun til að styrkja og hvetja
hjúkrunarfræðinga til nýsköpunar.
Lokaorð
Eins og fram kom í upphafi þessarar
samantektar hefur Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga lagt sitt af mörkum til
að hvetja félagsmenn til heilsueflingar á
undanförnum mánuðum, meðal annars
með því að halda heilsuþingið sem
hér var fjallað um. Meðan á verkefninu
stóð fengu hjúkrunarfræðingar einnig
vikulega vefpóst með heilsuhvatningu
þar sem þeim var bent á fræðslu í
Heilsuhorninu á vefsvæði félagsins.
Haldin voru fimm heilsunámskeið fyrir
hjúkrunarfræðinga, kennslunámskeið fyrir
heilsuboða og reglulega hefur verið birt
umfjöllun um heilsueflandi mál í Tímariti
hjúkrunarfræðinga, svo nokkuð sé nefnt.
Nú er það í höndum hjúkrunarfræðinga
að taka hvatningu félagsins og efla eigin
heilsu og annarra.
1. Vera góð fyrirmynd og stunda heilsusamlegt líferni
2. Heilsuhugsun: Nýta tækifæri í daglegum störfum til forvarna
3. Auka heilsufræðslu, bæði fræðslu til almennings og á öllum skólastigum
4. Stuðla að virkni foreldra og barna fyrir bættri fjölskylduheilsu
5. Auka heilsuþekkingu og heilsulæsi almennings
6. Stuðla að aukinni áherslu á heilsueflingu í námi hjúkrunarfræðinga
7. Efla samvinnu innan stéttar og efla þverfaglega samvinnu
MEGINÁHERSLUR FÉLAGSMANNA Á HEILSUÞINGINU: